Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 7
Ragnhildur Jóhannsdóttir Byggðarholti, Fáskrúðsfirði t>a6 er svo margt að minnast á.frá morgni æskuljósum,, er vorið hló við barnsins brá og bjó það skarti af rósum. Þessar ljóðlinur komu mér ósjálf- rátt i hug er ég sting niður penna til að kveðja frænku mina fáeinum orðum. Ég getekkifylgt henni siðasta spölinn, þessa leið til grafarinnar, sem við fylgjum vinum okkar og kunningjum, þar sem leiðir skilja, leiðir þessa jarðneska lifs sem er aðeins litil stund, sem flýgur burt sem elding snör. Mér finnst eiginlega ekki vera langt siðan er við lékum saman bernsku og æsku- daga þá hló vorið við barnsins brá, þó hefur margt drifið á daga okkar sem hefur markað djúp spor, sem hefur skilið eftir sviða i sárum. Rænka, eins og mér var svo tamt að kalla hana, var fædd að Búðun i Faskrúðsfirði 20. september 1914, og var hún þvi liðlega sextug að aldri, er hún lezt 23. febrúar s.l. Hún var yngsta barn hjónanna önnu Stefáns- dóttur og Jóhanns Magnússonar: Ung missti hún föður sinn og ólst upp með móður sinni og þremur bræðrum,. Eina systur átti hún, er alin var upp annars staðar og var af þeim sökum kvenhollur og ölkær, hann söng t.d. gjarnan: Glaður jafnan er ég á öllum vinafundum, eða: Við ógiftir höfum þaö gott, eða: lipur þolinn lifaður litli folinn brúni. Jakob var talinn fjáraflamaður og vildi vist áreiðanlega vera það einsog fleiri. Það þóttist jafnvel móðir min vera og eignaðist hún þó aldrei annað en átta börn og kannski svolitla ánægju I lifinu. Jakob og Agústa virt- ust hinsvegar haga sér að hætti fram- sýns fólks þessa tima og eignuðust ekki nema eitt barn. — En það er eins og Jakob hafi ekki kunnað að not færa sér kerfið, þótt hann feginn vildi. Hann varð aldrei rikur I okkar tima skilningi. Rótföst áhugasemi hans var honum e.t.v. viss fjötur um fót i efna- islendingaþættir litið heima. Rænka var eftirlæti bræðra sinna sem allir voru nokkuð mikið eldri en hún, og vildu þeir allt fyrir hana gera. Snemma fór Rænka aö vinna fyrir sér, um annað var ekki að ræða. Ma. er hún eitt sumar kaupakona hjá hjónunum á Vattar- nesi Þórarni Grimssyni og konu hans Astriði Eggertsdóttur, þá kynnist hún eftirlifandi manni sinum Ragnari Jónassyni frá Kolmúla, hinum ágæt- asta manni. Þau búa fyrst i sambýli við foreldra hans þar á Kolmúla, þau hjónin Jónas Benidiktsson og Guðnýju Guðmundsdóttur. En 1942 flytjast þau ungu hjónin að Vattarnesi. Þar er stundaður jöfnum höndum bæði sjo'- og landbúskapur, þar þurfti þvi að taka til höndunum og voru þau hjónin sam- hent i erli og erfiði hins daglega lifs, þar alast upp þeirra fimm börn, einn sonur og fjórar dætur, og var það eins og oftar að meira kom það til kasta móðurinn^r að annast börnin eins og lengi hefur viðgengizt, þegar hús- bóndinn var að vinna utan heimilis, án þess að það væri nokkuð umdeilt efni eins og nú virðist vera orðið allalgengt. Er þau hjón eru búin að búa á Vattarnesi i nokkur ár, koma tveir af hagsbaráttunni. Skarðsstrendingar og fleiri munu minnast þess, að hann var ekki alltaf fyrst að hugsa um eigin hag, þegar hann vildi brjóta veginn áfram. Sakir heilsubrests neyddist Jakob aö endingu til að yfirgefa og selja sina viölendu kæru jörð. Það var honum án efa þungbært. Hann vildi aö við frænd- systkinin nokkur keyptum jörðina I fé- lagi. Það hefði i sjálfu sér verið laf- hægt, þótt samningar tækjust ekki af ástæðum, sem hér verða ekki raktar. Nú eru Þorbergsstaðir aðallega nytj- aðir af hestamannafélagi. 1 bernsku þótti mér Jakob nokkuö umdeildur. En smám saman virtist mér allir vera i reynd sammála um þaö, hvort sem þeir áttu við Jakob i strlöu eða bliðu, að hann væri i eðli sinu fyrst og fremst hjartagóöur og léttlyndur piltur. Arni Björnsson. bræörum' Rænku og setjast að á heimili þeirra, þeir Stefán og Vilhjálmur, en sá þriðji er þá orðinn búsettur á Raufarhöfn. Þarna eignast þeir bræður hennar rólegt og gott heimili, þarna eru þeir komnir i návist hinnar kæru systur sinnar, þarna veittu þau hjónin þeim þá aðhlynningu, sem þeir þurftu svo mikið með. En þeir, aftur á móti unnu heimili þeirra allt er þeir máttu af sinni þekktu trúmennsku og dugnaði. A bernskuheimili þeirra systkina var mikið lesið og keypt af bókum, þær voru lánaðar út jöfnum höndum svo aðrir gætu notið, en ekki var alltaf innheimt aftur sem skyldi, og mörg bókin, bæði i bundnu og óbundnu máli kom aldrei inn á heimilið aftur. En nú fara þeir bræður að kaupa bækur á ný, og nú er safnað bókum og einungis það bezta keypt, safnað ritum öndvegis- skálda bæði innlendra og erlendra. Einnig keyptu þau hjónin mikið af bókum og lásu mikið, og ekki var það ótltt, sagði hún mér, að húsbóndinn læsi uppháttfyrir konu sína, er hún sat við verk sitt og var þá lestrarefnið rætt á eftir. Bókasafn þeirra bræðra var mikið að vöxtum og ánöfnuðu þeir henni það allt eftir sinn dag. Eftir lát þeirra bræðra og eftir að eldri börnin fóru að heiman, brugðu þau hjón búi, seldu bústofn sinn og keyptu ibúðar- húsið Byggðarholt i Búöakauptúni og settust þar að. Og nú þegar hún er öll minnist ég hennar með hina sterku réttlætiskennd, er hún bar i brjósti til þeirra er minnimáttar voru i lifinu, ég minnist hennar einnig sem einnar af ainum hljóðlátu fórnandi mæðrum fyrir heimili og börn, án þess að ætlast til nokkurra launa fyrir allt sem gert er, og nú siðustu árin hefur öll hennar ást beinzt að litlu barnabörnunum hennar. Og nú þegar hún er burt kölluð setur okkur hljóð, á lifsstreng hennar hefur verið skorið, sætið er autt, það hljóðnar yfir þar sem dauðinn gengur um dyr og þögull er sá hópur er til grafar gengur. Gröfin þiggur duftið en andinn fer á munarvega, þekkir ekki þina töf þögla gröf. Lifið, sem er svo stutt og stopult, er það stefnir á æðri leiðir. Það er huggun harmi geg^. Samúðarkveðjur sendi ég eiginmanni og börnum. SS. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.