Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 13
Halldórsson frá Arnarnesi, bróður Torfa skipstjóra og útgerðarmanns á Flateyri og voru dætur þeirra upp komnar þegar þetta var. Jón, búfræð- ingur frá Ketilsstöðum fluttist að Veðrará 1891, tók þar við búi að nokkru og giftist einni systranna, Guðrúnu Jónsdóttur. En strax á næsta ári fluttu þau þaðan að Kroppsstöðum og bjuggu þar til ársins 1901 að þau komu að Veðrará aftur, þar sem þau bjuggu þar til Jón andaðist 1938. Jón búfræðingur var forsjáll maður i búskap og snyrtimenni i umgengni, fór vel með skepnur og átti arðsamt bú. Hann var .enginn hávaðamaður en fastur fyrir og hélt sinni skoðun hvort fleiri eða færri áttu samleið með hon- um. Guðrún var kona gerðarleg og stundum aðsópsmikil. Er það i minn- um haft, að þegar bóndi hennar átti i landamerkjadeilu, sem orðin var dómstólamál og sótt af kappi á báða bóga, svo sem oft hefur verið um slik mál og komið var að þvi að menn stað- fesíu framburð sinn með eiði, gekk Guðrún i réttarsalinn og bað menn hætta, kvaðst ekki vilja vita af þvi að neinn færi að sverja sig til helvitis fyrir þessi strá! Varð þá ekki af svar- dögunum. Fjögur voru börn þeirra Jóns og Guðrúnar: Oddur sem gerðist formað- ur og dó ungur, Jóna ljósmóðir, sem átti fyrst Franklin Guðmundsson frá Mýrum i Dýrafirði, en siðar Jón Guð- mund Guðmundsson frá Görðum, Sigrún, sem átti Hjörleif Guðmunds- son frá Görðum, og Guðmundur sá, sem hér. er minnzt. Guðmundur Jónsson ólst upp i föður- garði. Hann stundaði nám i Samvinnu- skólanum 1919-’20 og á Hvanneyri 1920- ’22, og lauk búfræðiprófi þar. Annars vann hann búi foreldra -sinna og tók þátt I félagsmálum i sveit sinni. Hann var dugandi ungmennafélagi og vann mikið fypir lestrarfélag sveitarinnar. Þá voru bækur lestrarfélaga yfirleitt keyptar óbundnar. Árum saman batt Guðmundur allar bækur félagsins og mun óhætt að segja, að það hafi ekki siöur verið gert af þegnskap en i at- vinnuskyni. Guðmundur kvæntist 21. febrúar 1927. Kona hans er Asta Þórðardóttir frá Breiðadal. Þórður Sigurðsson, fað- ir hennar var Borgfirðingur að upp- runa en fluttist ungur vestur i önundarfjörð 1884 með séra Janusi Jónssyni, þegar hann fluttist frá Hesti I Borgarfirði að Holti. Var Þórður um skeiðmeðséra Janusi i Holti og má ef- laust að riokkru rekja til þess hversu frábær var þekking hans á islenzkri sögu. Þórður giftist siðan Ragnheiði Kristinu, dóttur Kristjáns Jónssonar i Breiðadal. Bjuggu þau lengi i Neðra- íslendingaþættir úr fylgi flokksins, þvi sögðu þeir að Jón Eyþórsson ætti ekki nema 2 at- kvæði á Flateyri i kosningunum 1937. Það var að visu ekki rétt, þau voru fjögur, en það efaðist enginn um af- stöðu Guðmundar og Astu. Menn vissu hvar Guðmundur Jónsson stóð og allir vissu að honum mátti treysta. Það hafði löngum verið margbýlt i Breiðadal og margir eigendur að skákunum. Þegar þau Guðmundur og Asta fluttu til Flateyrar, náðu þau að eignast hluta i jörðinni. Þau áttu lengstum kú og nokkrar kindur og heyjuðu fyrir þeim á landi sinu i Breiðadal og höfðu þar sumarbústað. Búskapur þeirra hjóna allur og heimilishald einkenndist af ráðdeild ogmyndarskap. Ásta varötul og mjög vel verki farin endá hefur hún nú árum saman kennt handavinnu vð barna- skólann á Flateyri. Börn þeirra eru átta og öll á lifi. Þau eru: Jón vélstjóri á Litlafelli, Ásmundur skipstjóri á Litlafelli, Dóróthea húsfreyja á Laugabóli á Isa- firði, Þórður bifvélavirki i Reykjavfk, Gunnar vélstjóri á sambandsskipun- um, Steinar vélsmiður á Flateyri, Gústaf flugmaður og bifvélavirki i Reykjavik, og Þórdis húsfrú á Isafirði. Með Guðmundi Jónssyni er horfinn mætur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem með elju, ráðdeild og félagshyggju lagði grundvöll þess mannfélags, sem við lifum i. Samferðamenn hljóta að sakna hans, en við treystum þvi að farsælir eiginleikar hans geymist niðj- unum frá kyni til kyns. 1 fjörutiu ára þjónustu hjá Kaup- félagi önfirðinga átti Guðmundur Jónsson samstarf við 4 kaupfélags- stjóra og marga vinnufélaga aðra. Sumir þeirra hafa verið af heimi kallaðir á undan honum. Hinir kveðja hann nú með ljúfri þökk fyrir liðinn dag. Hann var gjarnan kallaður Guð- mundur i Kaupfélaginu. Það fór vel á þvi og á sama hátt er það nú eðlilegt og kemur af sjálfu sér að kveðjur kaup- félagsmanna fylgja honum vermdar yl góðra minninga. H.Kr. 13 Breiðadai og var Þórður mörg ár verkstjóri við vegagerð eftir þvi sem þeim framkvæmdum var sinnt, en það var lengi vel mjög af vanefnum. Þau Guðmundur og Asta bjuggu á Ytri-Veðrará á móti gömlu hjónunum foreldrum hans, til ársins 1934. Á þeim árum sat Guðmundur i sveitarstjórn Mosvallahrepps og var trúnaðarmað- ur Búnaðarfélags Islands við mæling- ar og úttekt jarðabóta i önundarfirði og Súgandafirði, og þvi starfi hélt hann þar til héraðsráðunautur tók við þvi. Kreppuárin eftir 1930 voru mörgum erfið. Þau Guðmundur bjuggu við litl- ar landsnytjar en fjölskyldan stækkaði og vissulega var orðið þröngt um þau. Brugðu þau á það ráð að flytja til Flat- eyrar 1934, og gerðist Guðmundur þar starfsmaður Kaupfélags önfirðinga og hjá þvi vann hann siðan. Framan af árum var Guðmundur afgreiðslumað- ur i sölubúð félagsins en siðari árin vann hann á skrifstofu þess. Það var þröngt i gömlu kaupfélags- búðinni á Flateyri og erfitt að koma fyir öllu, sem þar varð að vera og halda við með reglu og þrifnaði svo sem nauðsyn krafði. Það reyndi vissu- lega á meðfædda snyrtimennsku Guð- mundar Jónssonar. Þegar komið var i miklu rýmri og betri húsakynni var kunnugum undrunarefni hvemig hægt hafði verið að komast af við fyrri að- stöðu. Sá leyndardómur átti sér m.a. skýringu þar sem afgreiðslumaðurinn var. Það sem mér finnst að einkum hafi einkennt Guðmund Jónsson var trúmennska hans. Trúmennskan ein- kenndi fjörutiu ára þjónustu hans við Kaupfélag önfirðinga. En trúmennska var eins og engu siður einkunn hans utan skyldustarfa og vinnutima. Hon- um var eiginlegt að ganga fram af fullum heilindum. Hugsjón samvinnustefnunnar var lifsskoðun Guðmundar Jónssonar, enda var hann framsóknarmaður alla tiö. Þegar Framsóknarflokkurinn hafði klofnað og Asgeir Ásgeirsson yfir gefið hann, var fátt um ákveðna framsóknarmenn vestra. Andstæðing- ar reyndu óspart, að gera sem minnst

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.