Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 4
var alhliða námsmaður þó hinar stærðfræðilegu greinar námsins ættu hug hans frekar. Hann var frábær stilisti og átti auðvelt með að tjá sig á léttan og skýran hátt og með kerskni- lausu gamni. Við áttum samleið á þessum árum. Hann var veitandinn. Bjartur svipur hans, heilsteypt vinar- þel og hlýja er mér ljúf minning. Við störf á Siglufirði og siðar, að afloknu námi, áttum við enn samleið. Ég á margar góðar minningar frá heimsóknum á heimili þeirra hjóna Jónasar og Ljótunnar. En dagsins önn vex og vinafundum fækkar. Engu að síður, böndin órjúfanlegu, frá fyrri ár- um halda sinni festu. Það er óvænt gleði að hitta á förnum vegi góðan vin og finna hlýjuna og gleðina við endur- fundina. Það er birta og heiðrfkja yfir minningunni um þessa fundi. Ævistarf Jónasar Jakobssonar var unniðá Veðurstofu Islands en þar hóf hann starf við heimkomu frá námi veðurfræði i Bandarikjunum.Um nær þrjá áratugi hefir hann fylgzt með veðri og vindum, sól og frera og birt það landsins börnum. Þar skiptast á skin og skúrir. Heiðrikja í hugsun og sál veðurfræðingsins Jónasar Jakobs- sonar fá þar engu um ráðið. Þar eru náttúruöflin að verki. Skýr frásögn hans, að öðrum ólöstuðum á þeim vett- vangi, mun þó lengi í minnum höfð. Þeir ágætu menn, sem þann starfa hafa að segja fyrir veður og vinda og skýra ástand loftlaganna á sjónvarps- skerminum verða næstum beinir þátt- takendur i daglegu lifi okkar, sem heyrum og sjáum þessar skýringar. Þeir verða heimilismenn eða a.m.k. aufúsugestir hjá þúsundum fjölskyldna um landið allt. Við söknum þeirra, sem hverfa. Við söknum Jónasar Jakobssonar, úr þeim glæsta hópi. Stúdentahópurinn frá MA 1941 hefir á þessu ári átt á bak að sjá úr sinum hópi, þremur ágætismönnum. Eigi má sköpum renna. Ævisporin, lengri eða skemmri, verða aldrei annað en áfangi á langri leið. Samfylgdin var ljúf meðan hún varði. 1 vorum hópi eru nú skörð fyrir skildi. Eiginkonu Jónasar, dætrum, barnabörnum, tengdasonum og ættingjum öllum bið ég guðsblessunar. Ég þakka kærum vini samfylgdina. Jóhann Jakobsson. t Við Jónas Jakobsson kynntumst fyrst sem stráklingar á Grýtubakka I Höfðahverfi við Eyjafjörð. Siðan vor- um við samvistum i Menntaskólanum á Akureyri unz við vorum braut- skráðir þaðan 1941. Eftir það lá leiðin vestur um Atlanzála og vorum við samskipa þangað i nóvembermánuði sama ár. Sú ferð var bæði ævintýraleg Og söguleg, enda komst Goðafoss gamli, Eimskip og ísland á forsiður heimsblaða eftir „frækilega” viður- eign við „þýzka sæúlfa” (þ.e. kafbáta) eins og einn stórblaðamaðurinn orðaði það svo æsifréttalega. Sannleikurinn var öllu óskáldlegri, þótt segja megi með sanni, að skipalestin okkar hafi komist i hann krappan, þegar einu verndarskipi okkar, bandariska tundurspillinum Reuben James var grandað af þýzkum kafbátum og var hann jafnframt fyrsta skipið, sem Bandarikjamenn misstu i heims- styrjöldinni siðari. Loks sóttum við nám hvor i sinni grein i háskóla I Kaliforniu, fyrst i Berkeley og siðar i Los Angeles. A námsárunum i sólinni þar syðra vor- um við ýmist herbergis eða ibúðar- félagar um tveggja ára skeið. Eftir að við vorum fluttir i ibúðina, elduðum við ofan i okkur hvor sina vikuna. Ég man ekki lengur hvor þótti slyngari i eldamennskunni, en hitt er vist, að út af þvi reis aldrei ágreiningur okkar á milli. Eftir á að hyggja hef ég senni- lega aldrei þekkt nöldurlausari og fjasminni mann en Jónas Jakobsson. Þannig lifði hann lifinu, ágreinings- og árekstralaustað mestu að ég bezt veit. Óþarfi er að sundurliða hér fjölþætta hæfileika hans, greind og glöggskyggni, sem nutu sin jafnt i starfi sem I samskiptum við náungann. „1 skapi hvers manns er hamingja hans fólgin,” segir heim- spekingurinn Schopenhauer á einum stað og þykir mér Jónas, vinur minn, vera nærtækt dæmi um sannleiksgildi þeirrar kenningar. Skap hans var svo létt og ljúfmannlegt og vel af guði gjört, að hann hlaut að laða að sér alla, sem urðu honum kunnugir. Jónas var glaölyndur maður og glettinn og þegar sá gállinn var á honum ljómuðu fjörleg augu hansaf smitandi kæti og einlægri lifsgleði. Bros hans boðaði ekki óveður og ofsa heldur stillur og friðsæld.Það var ekki heldur neinn asi á honum I óðaönn hversdags. Hann vann verk sin I hljóði eins og Ihugulla og vökulla manna er háttur. Mér er spurn, hvort það sé fyrir guðlega forsjón, að broshýrir menn og glaðlegir veljist hér á landi tii veðurfræðistarfa m.a. til að gera okkur sátt við óbliða náttúru og bæta okkur þannig upp þá birtu og yl, sem við norðurhjaramenn fáum ekki að njóta í jafnrikum mæli og aörar þjóðir. Enda þótt Jónas hafi verið glöggur veðurfræðingur og spávis mun hann sennilega ekki hafa séð fyrir frekar en aðrir þá bliku, sem dró svo skyndilega og óafturkallanlega fyrir sólu hans. Slik veðrabrigði gerast með leiftur- hraða snjóflóða — undanboðalaust. Slög hjarta hans eru nú talin, en sólargeislarnir og ylurinn, sem stöfuðu frá þvi halda áfram að uppljóma hugskot vina hans og venzlamanna. Mér dettur ekki i hug að halda á loft þeirri bábilju, að maður komi ekki i manns stað, en hitt þori ég að fullyrða að Jónas Jakobsson var engum likur. Bekkjarsögnin frá 1941 á Akureyri hefur nú með stuttu millibli misst tvo menn. Að lokum vil ég votta konu hans og ættingjum öllum einlæga samúð mina. Halldór Þorsteinsson. t Genginn er góður drengur gildur á velli og mildur slnum nánustu, og nýtur. Að norðan kominn forðum. Boða oft váleg veður viða og krapahriðar, einnig skin og skúrir skæðar lægðir og hæðir. Langjökull verður lengi að lita fönnina hvita, þó biður hann og biður bliðu eftir og þiðu. Sólarfaðir úr suðri sárin græðir og tárin, sendir oss vissu með vori að vigur lífsins mun sigra. Skipast fljótt skapadægur skiptir þó mestu að sviptist aldrei úr muna mildum minning um fögur kynni. Sigríður Hjálmarsdóttir. 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.