Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 14
Þorbjörn Ólafsson frá Hraunsnefi Fæddur 14. marz 1884. Dáinn 28. janúar 1975. Kvcðju-hugleifting gamals vinar. Enn þynnist fylking aldamótamanna, einvalaliðsins frelsishugsjónanna! Aldirnar hverfa, — ár og dagur liða, sem elfarstraumur renni i timans djúp. Hver og einn verður bana sins að biða, — þá búast allir sama dularhjúp. Þvi verður hver að láta nótt sem nemur, og njóta þess, sem lifið honum gaf, og þola bið, uns hinsta kallið kemur, þá kvöldsól hnigur föl við ysta haf. Þú, sem i dag ert hinstu kveðju kvaddur, barst kynslóðanna forna aðals-mark. Nitjándu aldar örbirgð, strit — og gaddur, gat aldrei bugað lifsfjör þitt né kjark. Þú lagðir út á lifsbraut þina snauður, — sér litill drengur neita varð um flest'. Þitt eigið sjálfstraust var þin vörn og auður og vigi, sem þér jafnan dugði best. Við harðan kost og þrældóm þeirra tima, var þroskabrautin harðsótt ungum dreng, — og mörgum orðið ofraun við að glima, þá örðugleika, og nauma aflafeng. En þroskinn kom, og þrekið óbilandi, og þú lést engan fótum troða þig, en gekkst i þeirra lið á voru landi, sem létu aldrei bölið smækka sig! Timarnir iiðu. — Lifsins eldar brunnu, og ljúfir dagar féllu þér i skaut. Hamingjudisir heillaþræði spunnu: — Þú hlaust til fylgdar tryggan förunaut! Og þá var hverja byrði létt að bera, þvi blessuð konan unga sá um það. — Þið reistuð ykkur bæ um þjóðbraut þvera, og þar fékk margur góðan hvilustað. Við gestanauð, og eril hversdags-anna, svo ótal margt að höndum ykkar bar. Nutuð þið hylii Guðs og góðra manna, með gleði og alúð hlúð að öllu var. — Dalurinn fagri, fjöll og víðar grundir, faðminn sinn breiddu móti vori og sól. Og býlið þekka, brekkum fjalla undir, var blessað eins og viðfrægt griðaskjól. En oft var kalt og dimmt um vetrar-daga, — að dyrum fennt og héluhvitur skjár. Er vorið kom, með birtu og blóm i haga, það bætti allt, — og vakti nýjar þrár. — Lifsglaðar hnátur léku sér I varpa, og lömbin tóku sprett i grænum mó. Og lifið sjálft varð eins og ómþýð harpa, þvi einhver dulinn kraftur strengi sió. Unduð þið glöð I faðmi dals og fjalla, um fjölda ára, sátt við alla menn. Dvinaði starfsþrek, — degi tók að halla, dagsverkið langt og mikilsvert i senn. Þannig er lifið. — Lifsbaráttan harða, á langri ævi skerðir viðnámsþrótt. Og margt, sem æskan lét sig litlu varða, á leiðarenda verður eftirsótt. Fluttuð þið ykkur burt úr dala-bænum, i brekkuskjól, og fagran unaðsreit, þar ellidögum eydduð, nærri sænum, svo undur sæl, — i góðra vina sveit. Að fegra og prýða kring um ykkar kynni, þér kærast var, — og lagðir alúð við. — Nú hefur dauðinn brugðið sveðju sinni, og sinnir ei, þótt beðið sé um grið. Dagsverki er lokið. — Heyr, nú haninn galar, og heimar nýir opnast fyrir þér. Heyr þú og nem þá rödd, sem til þin talar úr töfra-ljóma, sem þér búinn er. Sjá, þú ert laus við sjúkdóms þröngan klafa, er sárt og lengi varnaði þér máls. Sjá, allir fjötrar af þér fallið hafa, við endurnýjun lifsins. — Þú ert frjáls! Söngelski vinur! — Svif nú heill og glaður, um sifellt æðri tilverunnar svið. Njóttu nú söngsins, eins og ungur maður, og alls, er veitir sanna gleði og frið. — Göfugra vina gott er æ að minnast, og geyma þeirra mynd i hjartastað. Þó vegir skiljist, vinir aftur finnast, — i vitund okkar leynist trú á það. Jón Sigurðsson frá Skiðsholtum. 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.