Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR _mm _ Laugardagur 8 mai 1976 —16. tbl. 9. árg. No. 250. TIMANS Séra Kristinn Stefánsson áf engisvarnar áðunautur F. 22. nóv. 1900 D. 2. marz 197G ..Hann veit þótt sjálfur hnigi hann i val aö hugsjónin hans fagra iifa skal.” GuCm. Guöm. Merku lifsstarfi er lokiö. Mikill öldungur er f val fallinn. Foringi er hniginn en merki hans skal standa. Sera Kristinn Stefánss. var kjörinn i Afengisvarnaráö viö stofnun þess áriö 1954. Hann var áfengisvarnaráöunaut- ur og formaöur Afengisvarnaráös frá 1958 til miösumars 1971 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Séra Krist- inn tók viö starfi eftir sviplegt andlát brautryöjandans, Brynleifs Tobías- sonar. Hann reyndist farsæll leiötogi og var hlýr vinur samstarfsmanna sinna sem margt eiga aö þakka og margra góöra stunda aö minnast. Séra Kristinn Stefánsson var um margt óvenjulegur maöur. Hann var hámenntaöur og fjölgreindur. Hann var bundinn tryggöaböndum hugsjón- um þeim sem kveiktu þann neista er varö upphaf alls félagsmálastarf ís- lenskrar alþýöu. Hann var frábær ræöusnillingur. Kjarngóö íslenzka hans var ekki af bók lærö heldur var þar komiö lifandi tungutak þeirra for- feöra hans, frænda og vina, sem bjuggu 1 Fljótum, snjóþungum en sumargrænum, yrktu jörö og veiddu hákarl. — Honum var lagiö aö laöa menn til samstarfs. Hann var sam- vinnuþýöur en þó ákveöinn og brást aldrei þvi sem hann vissi sannast og réttast. Hann sameinaði á sérstæðan hátt mildi og ósveigjanleik sem var þó jafnan grundvallaöur á þeirri siögæöisvitund sem hefur einstaklinga og þjóöir af stigi blindrar og sérgóörar vilhmennsku. — Hann var raunsæis- maöur en átti sér þó draum um þá tlö þegar „stökkt er hverju böli á bug og börn voru frjáls og góö”. Afengisvarnaráö þakkar störf séra Kristins Stefánssonar, mikil og merk og sendir eiginkonu hans og öðru skylduliði hugheilar samúðarkveöjur. F.h. Afengisvarnaráös, Ólafur Haukur Arnason f Hugur minn hverfur til liöinna tima og nemur staöar viö fyrstu kynni okk- ar I Reykholti. Meö okkur tókst vinátta einlæg og sönn, sem ég held aö hafi veriö okkur báöum nokkurs viröi. Þessi orö eru úr bréfi, sem séra Kristinn skrifaöi mér á fermingardegi minum. Þau geri ég nú af heilum hug aö minum i upphafi þessarar kveöju til hans. Séra Kristinn varö fyrsti skólastjóri hins nýstofnaöa Héraösskóla I Reyk- holti áriö 1931. Þá hófst vinátta okkar, svo og ævilöng vinátta hans og for- eldra minna, en þau mátu séra Krist- in meira en flesta menn. I hans hlut féll að móta starf og leik i hinum nýja skóla og samstarfiö viö kennarana. Hvoru tveggja tókst séra Kristni svo aö til fyrirmyndar varö öörum skóla- setrum. Nemendur hans og kennarar I Reykholti virtu hann og dáöu. Auk þess aö vera mikilhæfur stjórnandi skólans var hann afburða kennari. Reykholtsskóli mun enn búa aö verk- um séra Kristins. Þessa ágæta manns veröur aö veröleikum lengi minnst I byggöum Borgarfjaröar. Foreldrar minir söknuöu hans mikiö eftir aö hann fluttist frá Reykholti. Þó samfundum fækkaöi hélst vináttan óbreytt og hluta af sjálfum sér, soninn Þráin , fól hann foreldrum minum tii uppeldis um skeiö. Hann varö foreldr- um minum jafn kær og faðirinn. Leiö séra Kristins lá tíl Reykjavikur. Þar biöu hans ný og fjölbreytt störf og hamingja en sá þáttur ævi hans mun vafalitiö veröa rakinn af öörum. En á öllum vegum þinum óska ég þér góös farnaöar og aö ávalt megir þú geta sagt, eins ogskáidiö: „Himneskt er aö lifa.” 1 þeirri ódc minni felst meöal annars þaö, aö þú eigir jafnan þá bjartsýni, sem horfir kviöalaust til framtiöarinna r, að þú veröir dugmikill og sterkur, þegar á móti blæs og aö þú vaxir af hverju þvi verkefni, sem þú tekur þér fyrir hendur aö leysa. Þetta eru lokaoröin úr bréfi Séra Kristins, sem ég vitnaöi til I upphafi þessarar kveöju. Fermingardrengur- inn geymdi ennþá bréfiö þitt góöa og drýpur höföi I viröingu og þakklæti

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.