Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Blaðsíða 8
Hjónin Þórður Magnússon og Sólveig María Sigbjörnsdóttir Þórður f. 13. jan. 1875, d. 7. nóv. 1955 Sólveig f. 12. jan. 1885, d. 20. júni 1954. Þórður Magnússon fæddist 13. jan. 1875 á Einarsstöðum i Stöðvarfirði. og var þvi öld liðin frá fæðingu hans á s.l. ári. Sonur Magnúsar Bjarnasonar útvegsbónda á Einarsstöðum og konu hans, Marlu Jensdóttur. Hann var fljótlega tekinn i fóstur af fööurbróður slnum.Þórði, ogHelgukonu hans, sem llka bjuggu á Einarsstööum. Þau höfðu hann I miklu uppáhaldi, enda talaði hann alltaf um þau með mikilli virðingu. Sólveig Maria Sigurbjörnsdóttir fæddist 12. jan. 1885 I Vlk, Fáskrúðs- firði, dóttir Sigurbjörns Þorsteinssonar útvegsbónda I Vlk og konu hans Jakoblnu Bjarnadóttur. Hún var næstelzt fjölda systkina, og hefúr gamalt fólk sagt mér, að hún haf i ekki legiö á liöi sinu meö að hjálpa foreldrunum meö börnin. Foreldrar minir bjuggu allan sinn búskap á Stöðvarfirði að undan- skildum fyrstu tveim árunum, að þau bjuggu á Borgarfirði eystra. Þeim vegnaði vel eftir þvl sem þá tiökaðist. Þau ólu þar upp sln átta börn og að mestu leyti tvær fósturdætur og höföu þar að auki oft börn og gamalmenni á heimilinu. Þetta gátu þau án þess að skulda nokkurn tlma nokkrum manni, með þvl að hllfa sér aldrei við vinnu, og svo auðvitaö með hjálp barnanna. Þau áttu þaö sameiginlegt aö vera með afbrigöum barngóö. Foreldrar mlnir voru mjög gestrisnir, enda var oft gestkvæmt á Einarsstööum, og aldrei máttum við taka svo til I pott- ana, að við gerðum ekki ráö fyrir að minnsta kosti einum matargesti. Imarga áratugi var faöir minn leiö- sögumaður skipa fyrir Austfjörðum. Stundum komu útlendingar heim og báðu hann um að fylgja skipum þeirra á næstufirði. Þarna er mikiö af boðum ogblindskerjum ogoft svarta þoka, og skipin höfðu ekki þau siglingatæki, sem þau hafa nú yfir að ráöa. Pabbi bauð útlendingunum venjulega til stofu. Þeir skáluöu gjarnan smávegis, reyktu vindla og spjölluðu mikið og voru kátir. Fyrir leiðsöguferöir slnar fékk pabbi ekki mikiö meiri peninga en fyrir kostnaöinum við aö komastheim aftur. Faöir minn gerði út trillubát á sumrin með hjálp sona sinna. Hann notaði eingöngu handfæri, sótti sjóinn fastogfiskaðivenjulega vel. Var þetta auðvitaö aöal tekjulindin fyrir heimilið ásamt afuröunum af bú- skapnum. Reyndar var ekki lagt inn I kaupfélagið nema það lélegasta af þeim. Allt það bezta var tekið til heimilisins. Þaö var mikil vinna hjá húsmæörunum á svona stööum. Móðir min var mjög árrisul. A sumrin uröu öll húsverk aö vera búin um hádegið, þvl hún vildi geta verið I heyskapnum eftir hádegiö og þar til hún tæki til kvöldmatinn. Aögerð á fiski stóð oft langt fram á kvöld, og var þaö venju- lega slðasta verk mömmu á kvöldin aö koma með rjúkandi kaffi og sælgætis- brauð niður að sjó handa mannskapn- um. A vetrum var rólegra. Auðvitað þurfti að hugsa um búpening- inn i húsunum, og mikil var tóvinnan á sveitaheimilunum, og man ég, að pabbi og mamma hjálpuöust alltaf að við hana, pabbi tók ofan af ullinni og táði, en mamma kembdi og spann. Siöan tvinnuðu allir og prjónuðu. Þess- um skemmtilegu vetrarkvöldum gleymi ég aldrei. Tómstundir gáfust oft á veturna og notuðu foreldrar minir þær til lesturs góðra bóka og voru ljóðabækur þeirra uppáhald, einnig hafði mamma mjög gaman af aö lesa um ættir fólks, og þótti hún mjög ættfróö. Einnig lásu þau mikiö dönsk og norsk blöð. Mamma lærði ung dönsku og pabbi var I Noregi sem ungur maöur og las og talaði norsku eins og islenzku. Eitt er enn sem mi^ langar að rifja upp og það er læknisferill pabba. Hann læröi úti I Noregi ,,hjálp I viölögum” 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.