Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Blaðsíða 7
Rósa Eiríksdóttir
Djúpavogi
P- 15. október 1891
D- 10. febrúar 1976.
nEilift lif,-
ver oss huggun vörn og hlif,
lif i oss svo ávallt eygjum
®ðra lifið, þó að deyjum.”
Það er sérkennilegt landslag á
Djúpavogi. Fegri klettamyndanir
sjást óviða. Og fallegur er Vogurinn,
Þegar hann er lygn við sólsetur á
sumrin.
Þarna lifði og starfaði hún Rósa,
frænka min, langa ævi. Ég vil hér
minnast hennar með nokkrum fátæk-
•egum orðum. Hún andaðist á Akur-
eyri io. febrúar s.l., 84 ára að aldri.
Rósa Eiriksdóttir fæddist að Hlið i
Eóni 15. október 1891. Foreldrar
hennar voru Eirikur Jónsson, bóndi,
Markússonar og Sigriður Bjarnadóttir
frá Viðfirði, siðari kona hans. Börn
þeirra voru 6, en eru nú öll látin, nema
Guðlaug Eiríksdóttir að Ormsstöðum i
Breiðdal. Sex börn eignaðist Eiríkur
einnig i fyrra hjónabandi sinu.
Ung að aldri fluttist Rósa með for-
eldrum sinum i Papey, en eftir tveggja
óra dvöl þar andaðist Eirikur, faðir
hennar, og fluttist fjölskyldan þaðan
einu ári siðar.
Arið eftir var Sigriður með nokkrum
af börnum sinum á eignarjörð sinni,
Beyðará i Lóni, en þann vetur átti
Rósa heima á Stafafelli hjá Margréti
Arnadóttur, sem hafði i huga að taka
hana i fóstur, þó af þvi yrði ekki. Eftir
órs dvöl á Reyðará fluttist Sigriöur
þaðan að Hamarsseli i Hamarsdal og
hjó þar með börnum sinum i nokkur
ár.
A unglingsárum sinum átti Rósa aft-
ur um tima heima i Papey hjá Gisla
Þorvarðssyni. En þegar hún þroskað-
*st fór hún til Reykjavikur og stundaöi
þar nám i Kvennaskóla Reykjavikur
°g læröi karlmannafatasaum hjá
Andrési Andréssyni, klæðskera.
Stundaði hún það starf mikið siðar eft-
lr að hún stofnaði heimili á Djúpavogi.
Hún var einnig mjög mikil hannyröa-
kona.
Rósa giftist Hlöðver Lúðvikssyni 12.
desember 1915. Hann var sjómaður
Raman af árum, en siöar lengi starfs-
■slendingaþættir
maður hjá Kaupfélagi Berufjarðar og
mjög vinsæll i þvi starfi. Hjónaband
þeirra var farsælt og ástúðlegt.
Hlöðver andaðist lO.sept 1971.
Börn þeirra hjóna voru þessi: Sig-
riður Margrét (d.1966). Hún var gift
Sigurði Jóhannessyni frá Norðfirði.
Fyrst bjuggu þau lengi á Djúpavogi,
en á Akranesi siðari hluta ævinnar.
Lúðvik (d. 15 ára.) Sigurbjörg gift
Askeli Jónssyni, söngkennara á Akur-
eyri.
Lára, ógíft, búsett á Djúpavogi og
Eiríkur, kvæntur Asdisi Stefáfnsdóttur,
nú búsett i Hveragerði.
bað kom i hlut Láru aö annast um
foreldra sina eftir að aldur færðist yfir
þau og heilsan fór að bila. Hún bjó
heima hjá þeim i Sunnuhvoli. Sýndi
hún þeim frábæra ræktarsemi og um-
hyggju.
Rósa Eiriksdóttir var dugmikil og
forkur til allrar vinnu. Má segja að
henni félli aldrei verk úr hendi. Stund-
aði hún lengst af fatasaum með heim-
ilisstörfunum. Þau hjónin byggðu hús-
iðSunnuhvol 1927 og bjuggu þar æ sið-
an.
Rósa var hrein og bein I allri fram-
komu og sagði skoðun sina tæpitungu-
laust Hún var hress iÞragði og glað-
lynd heim að sækja. En greiðvikin var
hún og hjálpfús og var gestagangur
mikill I Sunnuhvoli. Þar var gott að
koma. Hún var mjög ræktarleg við
börn sin og heimsótti þau meðan
heilsan leyfði. Hún hafði látið sér mjög
annt um uppeldi þeirra og kennt þeim
kvæði og sálma, þegar þau voru ung.
Söng hún oft fyrir þau við vinnu sina.
Börnin sofnuðu oft við að heyra hljóðið
i saumavélinni og vöknuðu við hljóðið i
henni að morgni. Hjónin I Sunnuhvoli
höfðu mikið barnalán.
Rósa var lengi formaður kvenfélag-
sins „Vöku” á Djúpavogi og starfaði
mikið fyrir það. Það munaði vel um
Rósu, ef hún tók eitthvert málefni að
sér. Oft var hún fulltrúi kvenfélagsins
á fundum Sambands austfirzkra
kvenna. Hún var heiðursfélagi „Vöku”
og Sambandsins.
Þá starfaði hún lengi fyrir kirkjuna.
Hún söng um áratuga skeið i kirkju-
kórnum og annaðist um hreingerningu
á kirkjunni endurgjaldslaust og hélt
henni snyrtilegri. Aldrei lét hún sig
vanta i messu, ef hún var heima.
Þá er mér ljúft að minnast þess, að
hún var lengi útsölumaður „Vorsins”
á Djúpavogi. Rækti hún það starf af
sérstakri trúmennsku eins og annað.
Haföi hún alltaf alltaarga áskrifendur
og var venjulega fyrst allra útsölu-
manna að senda greiðslu fyrir blaðið.
Ég minntist áðan á að gestrisni hefði
veriö mikil I Sunnuhvoli. Um þaö voru
hjónin samtaka. Hún bar fram rausn-
arlegar veitingar en Hlöðver tók gest-
um alltaf af mikilli ljúfmennsku.
Barnabörn þeirra dvöldu þar oft tim-
unum saman þeim til ánægju.
Með Rósu er horfin ein af þessum
merkiskonum, sem lengi verður
minnzt I sinu byggöarlagi. Fórnfýsi
hennar og trygglyndi mun mörgum of-
arlega i huga. Margir gestir munu
sakna hjónanna i Sunnuhvoli, þegar
þeir eiga leið um Djúpavog.
Um leið og ég kveð þig, frænka min,
fylgja þér minar beztu blessunaróskir
á nýju tilverustigi.
Eirlkur Sigurðsson.
7