Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Blaðsíða 15
Barnamynd 1943, vatnslitir.
Barbara
myndir Barböru hefðu komið fyrir
alinenningssjónir á sýningu sem
Magnús A. Arnason hélt haustið 1936,
var það samt ekki fyrr en á samsýn-
ingu þeirra hjóna i Markaðsskálanum
við Ingólfsstræti haustið 1938 sem list
hennar varö mönnum opinber. Og
raunar var ekki trútt um að hún væri
fólki um leið talsverð opinberun, þvi
slikan finleika handbragðs hafði varla
fyrir augu þess borið, nema á sýningu
kinverskra listmuna sem frú Oddný
Sen hélt á sama stað og um likt leyti.
Myndir Barböru voru flestallar tré-
stungur, þrykktar af æðalausum, slip-
uðum viði, og myndefnin jafn ljóðræn
°g innileg sem túlkun þeirra var
tæknilega fullkomin.”
Nasareddin og asninn, bóka-
skreyting
I skóla hafði Barbara lagt mesta
stund á grafik, málmristu og tré-
stungu, og vatnslitamyndir gerði hún
ekki fyrr en hér á tslandi. 1 fyrstu
teiknaöi hún mikið i enskar bækur, en
siðar i islenzkar. Fyrsta islenzka bók-
ln, sem hún myndskreytti var Leit ég
suður til landa, safn erlendra ævintýra
1 samantekt Einars Öl. Sveinssonar
(Mál og menning 1944), en höfuðverk
hennar á þessu sviöi er myndbálkur-
lnn við passiusálma Hallgrims Péturs-
•slendingaþættir
sonar,ein mynd við hvern hinna 50
sálma (Menningarsjóður 1961) Frum-
myndirnar eru nU i eigu Listasafns ís-
lands.
1 annan stað málaði Barbara og
teiknaði kynstur af barnamyndum,
sem margar hveijar þykja frábærar.
Þá eru vel kunnar veggskreytingar
hennar i Melaskólanum, Vesturbæjar-
apóteki ogSundlaug Vesturbæjar. Upp
úr 1950 tók hún að gera tilraunir með
ásaumuð myndklæði af ýmsu tagi,
veggteppi og myndskerma, sem hún
sýndi bæði i London og Paris, og þóttu
allmikil nýlunda þar.
Vatnslitamyndir málaði Barbara
margar á ferðum þeirra Magnúsar og
náði afar góðum tökum á þeirri tækni.
Loks berað geta leiktjalda hennar við
barnaleikrit MagnUsar, Glókoll,
sem voru þannig unnin, að málað var
beint á 10x10 sm glerplögu, og þannig
búin til litskyggna, sem siðan var
varpað upp á hvitt gjald. Mun þetta
hafa verið uppfinning hennar.
Arið 1961 hélt FIM yfirlitssýningu á
verkum Barböru i Listamannaskálan-
um, i tilefni af tvöföldu afmæli hennar,
þvi þá var Barbara fimmtug.auk þess
sem 25 ár voru liðin síðan hún kom
hingað fyrst. Hafði félagiö áöur hald-
ið slfka sýningu á verkum Þorvalds
Skúlasonar, Svavars Guðnasonar og
Snorra Arinbjarnar. Um þessa
sýningu segir Asgeir Bjarnþórsson
m.a. i Timanum, að bersýnilega hafi
Barbara ekki óttazt að eyðileggja
málarahæfnina með þvi að „læra að
teikna”, en Björn Franzson segir i
Þjóðviljanum : „Það er margt sem til
þess ber, hversu fágætlega eftirtektar-
verð þessi sýning hlýtur að teljast.
Fyrst mætti nefna fjölbreytni hennar
bæði um aðferðir og viðfangsefni.
Barbara má heita jafnvig á allar þær
margvislegu tæknitegundir, sem hún
beitir, hvort sem um er aö ræða teikn-
ingu eða meðferð vatnslita, tréristu,
bókaskreytingu, veggtjaldasaum eða
annað, og aö myndefni veröur henni
himinn, haf og hauður jafnt sem jurtir,
menn og dýr, hugmyndir, ævintýri,
þjóðsögur, og þar fram eftir götun-
um.” Björn telur athyglisvert hiö háa
gæöastig sýningarinnar, og hina
óskeikulu tæknikunnáttu, bæði i teikn-
un og meöferð lita. Og hann klykkir út:
„Barbara Arnason er vissulega annað
og meira en handlaginn listmuna-
smiður. Hún er sannarlega mikill
myndlistarmaður, svo að vér eigum
ekki aðra meiri núlifandi á landi hér.”
Og nú er Barbara Arnason öll. HUn
hafði til aö bera þann hæfileika, sem
löngum þótti einkenna þjóð hennar, aö
vera jafnan fremst i flokki án þess að
vart yrði byltinga eða umróts. Þvi list
Barböru breyttist mikið með timan-
Tússjteikning. Mörgum þótti gæta
austurlenzkra áhrifa i hinu fin-
gerða flúri.
um, þótt aldrei rofnuðu tengslin við
upprunann, skreytilist og öguð vinnu-
brögð. Þegar hún var spurö þess
hvaða list heföu haft mest áhrif á hana
(Timinn 20. april 1961), taldi hún fyrst
hellamálverkin I Lascaux i Frakk-
landi, sem eru 30,000 ára gömul, en
næsttaldi hún nútima höggmyndalist,
einsogmyndir Henrys Moore. Þvi list-
in er löng þótt lifið sé stutt.
Siguröur Steinþórsson
15