Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Qupperneq 16
85 ára Sveinn Guðmundsson bóndi frá Nýlendu 2. júni 1976 varð Sveinn Guð- mundsson, bóndi frá Nýlendu Austur- Eyjafjöllum, 85 ára. Hann fluttist að Nýlendu frá Hlfð f sömu sveit, ásamt konu sinni, Jónínu Sigurbjörgu Jónsdóttur, sem þar ólst upp hjá fósturforeldrum sfnum, Guð- laugu og Sigurði. Jónfna var ein þeirra barna sem missti föður sinn, ungan. Hann drukknaði við sandana, sem kallað er. Missti þá unnusta mannsefni sitt frá ungri dóttur sinni. Þá var engin miskunn sýnd fátækum mæðrum, sizt ógiftum, börnin flæmd f fóstur og mæöurnar látnar vinna þrældóms- vinnu og oft viö lftinn orðstir. Börnum þeirra var oft kennt að litilsvirða þær. En hvaða móöir getur gjört að þvi þótt menn þeirra eða unnustar farist? Spyr okkar fagra haf, hvern það megi gleypa? Það tekur frá þeim snauðu ekki sfður en hinum rfku og oft frekar frá þeim snauðu, þvf þeir vinna verstu störfin, en fá minnsta hlutinn. Það er hlutskipti okkar enn I dag. 1 Bibliunni standa orö þessi, — verður er verka- maðurinn launanna. — Sveinn á Nýlendu var mikill verk- maður og vann mörg störf fyrir sveit- unga sina, en litið var um laun aöeins ánægjan af vel unnu starfi. Stundum voru þó vinnubýtti á móti frá vinnu- þegum. Hann var einn dugmesti sláttumaður i Eyjafjallasveit. En það var þungur skuggi á heimilinu, aö kona hans, Jónina, var svo oft heilsu- lftil. Heimiliö var erfitt og jöröin þurfti mikillar vinnu með, þar sem hún var með léleg tún og blautar engjarnar. En nú er öldin önnur. Þessi jörð er nú i eyði má segja, en er nytjuö af stórbýl- inu Steinum og önnur jörð lfka, sem heitir Mosar. Svo eru nú’, gömlu Leirur, tvær jaröir, sem féllu undir sina hvora fyrrnefndu jarða, nytjaðar á sama hátt. Jörð þá, er Sveinn byggði átti Erasmus Gfslason, kann ég engin skil á honum, önnur en hann átti jöröina. Svo missti Sveinn konuna sfna, aðeins 47 ára gamla. I þá daga voru engir læknar til aö taka viö fólki við þau skil- yrði, sem nú eru fyrir hendi. Þá var elzta barnið 15 ára næsta 13 ára svo sitt á hverju árinu, það yngsta 7 ára gam- alt. Börnin voru alls 6 heima, eitt var alið upp frá 3 ára aldri að Þorvaldseyri hjá óiafi Pálssyni og Sigrfði Eggerts- dóttur konu hans. En sá sonur þeirra er Siguröur Olafur, sem nú verður 50 ára 8. júli. Svo misstu þau einn son, 8. barn sitt, mjög ungt sem fætt var 4.' ágúst. Ljósmóðirin tók barnið heim með sér en þá lágu konur 14 daga á sæng alltaf á bakinu, þvf myndi fólk nú til dags ekki trúa, en svona var nú hugsað þá. Ljósmóöir var Guöfinna búsett I Drangshllð. Barnið veiktist þar og dó, þaö fékk hitakrampa en nú til dags eru meðul við öllu slfku. Margt gerðist f þá daga, sem við nú til dags skiljum litt til hlitar. Elztu börnin héldu heimili i 2 ár með föður sinum, en þá flutti hann á mölina f Hafnarfiröi, á mestu kreppuárunum. Börnin voru heima hjá Sveini, þar sem hann fékk leigt eitt lftið súöarherbergi og eldhús ásamt aðgangi að þvotta- húsi. Þetta var i húsi Þórðar kaup- manns Þórðarsonar, Suðurgötu 36 f Hafnarfirði. Börnin unnu ýmist I vist og við fisk og i kaupavinnu á sumrin. Þau elztu reyndu til skiptis að hjálpa til heima fyrir svo hægt væri að halda saman heimilinu eftir beztu getu. Þau eldri þar til yngstu börnin gátu unnið íyrir sér og öll hugsuöu þau um fööur sinn, eftir þvf sem þau gátu, þar til hann leigði hús sitt. Fyrst syni sinum og siðan yngstu dóttur sinni. Þá flutti hann úr húsi þvf að Merkurgötu 8 i Hafnarfiröi sem hann eignaöist fyrst risfbúð f en sfðar keypti hann allt hús- ið, og stækkaði. Siðan eignaöist yngsta dóttir hans húsið, nú er það I eign aðila óskyldum Sveini, þar sem dóttir hans seldi húsiö eftir nokkur ár. Sjálfur fór Sveinn að búa með konu, Guðrúnu að nafni. Eftir þaö varð minna um það, að fjölskyldan héldi saman, börnin voru þá öll búandi og vinnandi fólk og hann þvl frjáls maður að stofna sitt eigið heimili með konu, sem var ekkja. Þau bjuggu svo saman f Hafnarfiröi I Ibúð, sem var með mesta myndarbrag, enda hélt Sveinn ibúðinni vel við og vann alltaf mikla vinnu hjá Hafnar- fjaröarbæ að mestu leyti, meðan kraftar leyfðu. Svo þegar þrek minnk- ar er eldra fólkið lagt á hilluna.fram- tiðin er unga fólksins. Gamla fólkið veröur aö vfkja nú til dags á hinni svo kölluöu möl. Áður gátu ungir sem gamlir unnið saman f sveitum landsins. Nú hefur vélarafliö tekið forystuna, þar sem börn og eldra fólk annars staðar hafa lítið við að una nema þurran bókarlær- dóm til 18ára aldurs og kunna svo ekk- ert verklegt starf, þegar þau eiga að fara að vinna sjálfstætt. önnur var tfð- in, er börnin gátu urmiö störfin og numiö þau jafnóðum og þau uxu úr grasi, ef svo má taka til orða. Sveinn giftist ekki aftur, en bjó með Guörúnu og lagfærði hálf-innréttaöa kjallara- ibúð. Þaðan varö hann að flytja rétt eftir að Guðrún hvarf burt til annars heims hér af jörðu.- Fór hann þá til sonar sins i eitt herbergi og býr þar. Hann hefur unnið erfitt og mikið ævistarf og reynir enn aö aðstoða son sinn við garörækt og ýmislegt, sem til fellur. Hann á mikið af krafti til starfa ennþá, fengi hann tækifæri til að njóta þeirra, en skilyrði til þess vantar alis staðar á þessari möl kaupstaðanna. Vinnuskúrar fyrir föndur barna og eldra fólks fyrirfinnast óvföa á heimil- um en þess meira af standandi stofum með dauðum mublum, nógu fint fyrir augað en veitir litla ánægju til lengd ar. Sveinn var margar vertfðir á sjó og viö landvinnu f Vestmannaeyjum, fór i verið, sem kallað var. Voru það þá börnin, sem hjálpuðu til viö skepnu- hirðinguna. Stundum eldri maður til hjálpar þeim, þar sem Jónina Sigur- björg, kona Sveins átti vont með úti- verk. En inniverk voru köld og erfið, annars var byggð ágæt baöstofa en framhús voru aldrei fullkláruð að inn- an. Hlóðareldhús var alveg, þar til flutt var burt á mölina, oliuvélar og primusar. Otihúsaljós voru lugtir. Ættingi. 16 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.