Íslendingaþættir Tímans - 21.08.1976, Blaðsíða 5
Magnús Þorgeirsson
Höllustöðum
Magnús var fæddur á Höllustöðum i
Reykhólasveit 12. mai 1898 og þar lézt
hann 16. júli 1976. Foreldrar hans voru
Kristrún Jóhannsdóttir og Þorgeir
Þorgeirsson búendur þar. Foreldrar
Kristrúnar voru Anna Guðmundsdótt-
ir og Kristinar er bjuggu í Bænum i
Bjarneyjum, fólk af breiðfirzkum
eyjaættum — og Jóhann Jónsson frá
Spena i Miðfiröi, húnvetnskra ætta.
Foreldrar Þorgeirs á Höllustöðum
voru Guðrún Andrésdóttir og Þorgeir
Einarsson frá Klettakoti i Eyrarsveit,
en hann drukknaði af hákarlaskipinu
Snarfara 11. des. 1861, áður en Þorgeir
fæddist. Guðrun var föðursystir skáld-
kvennanna Herdisar og Ólinu, en dótt-
ir „Guðrúnar minnar i Miðbæ”, systur
Þóru Einarsdóttir i Skógum. Eru að
þeim breiðfirzkar ættir.
Magnús var naumast meðalmaður á
hæð, samsvarði sér vel, þéttvaxinn en
þó grannholda. Sviphreinn. Kvikur i
hreyfingum en án asa. Tiltakanlega
skriðdrjúgur á göngu, þvi hann bar
fæturna svo hratt. Handsterkur með
ólikindum, öruggur klettamaður, lipur
sjómaður, verkhygginn og afkasta-
orku að ráða, þótt smágerð væri.
Ragnhildur var ekki aðeins mann-
vinur. Hún var og dýravinur. Eg minni
aftur á lýsingu dóttursonarins á sam-
bandi hennar við heimilisdýrin. Þau
túlkuðu hug sinn til hennar á þann
hljóðláta en huglúfa hátt, að hverfa til
hennar, ef hún sást úti og fylgja henni.
Fylgd þeirra og þögn segir meiri sögu,
en hér ier geta til.
Þau hjón eignuðust eina dóttur
barna, Valgerði, sem gift er Karli
Sigurbergssyni i Keflavik. En þau ólu
að miklu leyti upp fjögur fósturbörn og
unnu þeim, eins og eigin dóttur. Það er
og fósturbörnunum sameigið, að þau
unna fósturforeldrum sinum hug-
ástum. Þar að Mýrum réðist og margt
barna til sumardvalar og munu þau
flest bera likan hug til húsráðendanna.
Ég kveð Ragnhildi með alúðarþökk
og sendi þeim, er um sárast eiga að
binda, innilegar samúðarkveðjur.
Guðinundur Jósafatsson
frá Brandsstöðum.
mikill. Sjálfmenntaður i öUu, fullfær
smiður við allar byggingar. I reikn-
ingshaldi og allri talnameðferð stóð
hann skólagengnum á sporði.
Málhagur með ágætum, kjarnyrtur,
fjölfróður, glöggskyggn og ráðhollur.
Raunsær ogfjarri öllum kreddum eða
oftrú. Skapgerðin öll traust og björt,
stafaði ylhlýju frá augnaráðinu um
leið og það lumaði á votti af glettni.
Svartsýni átti litið innhlaup og beiskja
enn siður.
EkkifórMagnús aðheiman nema úr
i eyjar á unglingsárunum. Sjálfsagt
var það ekki slakur skóli i Breiðafjarð-
areyjum þá. Heima var lika skóla-
igildi þar sem voru foreldrar hans til
að læra og mótast af. Þorgeir faðir
hans Ólafsdalsmaður, fjölgáfaður,
kappsamur og hagsýnn framfarabóndi
og forvigismaður. Kristrún móðir
hans ágætlega gáfuð, hagvirk, skap-
sterk en þó hjartahlý mannkostakona
sem allt bætti og græddi. Sótti hann
eðliskosti og uppeldisáhrif til beggja,
móðurinnar ekki siður bæði i sjón og
raun.
Dagfar Magnúsar og gerð var þann-
ig, að ætla má að fáa hefði verið betra
að eiga að maka og enn færri verið
betra að eiga að föður. Hann stofnaði
ekki til hjúskapar en eignaðist son,
Guðna Heiðar, með stúlku hér í sveit-
inni, Guðbjörgu Arinbjörnsdóttur. Þau
bjuggu ekki saman, en sú raun beið
hans að þau dóu bæði úr berklum alveg
um sama leyti og áður en drengurinn
náði fremingaraldri. Þau náðu sjö full-
orðinsaldri, Höllustaðasystkinin. Þrjú
þeirra urðu fyrir fötiun ævilangt af
völdum berkla. Fólk sem nú vex upp
mun tæpastgeta skiiið hvað það var,
að vaxa upp i skugga berklanna með-
an þeir voru i algleymingi. Það er
grunur og tilgáta að yfirvofandi berkl-
arnir geti hafa haldið aftur af Magn-
úsi, slik sem ábyrgðartilfinning hans
var.
Mikil hefir verið gnótt starfskrafta
og hæfileikafólks i Reykhólasveit áður
en mesta útfallið hófst. Magnús á
Höllustöðum stóð á þritugu, þegar
hann var fyrst til forys u kvaddur. Þá
var byggt sláturhús við Reykhólasjó-
inn og var allt undir forystu hans,
skipulagning og undirbúningur, smiði
húsanna, sláturhússtjórn, verkstjórn,
kjötmat, allar skriftir og siðast en ekki
sizt skipaafgreiðslan og frágangur
skipsskjali til hafna innanlands og ut-
an. Beinlinis öil ábyrgð. öllu þessu
stýrði hann áfallalaust og gott betur.
Það segir ekki litið um hvaða kostum
ogkunnáttu þessi sveh'piltur var bú-
inn heima i föðurgarð . að hann var
megnugur alls þessa. F jnum var lagið
að laða menn til að leggja sig fram,
enda veitti ekkiaf við þau skilyrði sem
þarna voru, frumstæð og fábrotin. Svo
efast ég um aö nokkuð lýsi lifsstil
Magnúsar betur en það hvernig
hann bjó að þessari starfsemi. Þó hún
væri ekki fremur i þágu hans en allra
annarra Reyknesinga þá tók hann sig
til og byggði með eigin höndum og á
eigin kostnað iverustaö „Hótel Reyk-
hólasjó”, fyrir sláturvinnuflokkinn, en
svo nefndi Guðmundur Guðmundsson
héraðslæknir bæinn. Ekki lét hann sig
heldur muna um að kaupa og eiga upp-
skipunarskipið. Má segja að hann færi
eftir orðskviðunum: Betra er hjá sjálf-
islerídingaþættir
5