Íslendingaþættir Tímans - 21.08.1976, Blaðsíða 8
Jón S.
Þingeyrum
Eitt hiö merkasta höfuöból hérlendis
frá fornu fari eru Þingeyrar i Húna-
vatnssýslu. Þar var fyrsta klaustriö á
Islandi stofnaö, sem stóö I meira en
fjórar aldir. Þar var þá mikið mennta-
setur. Meðal annars voru þar skráðar
ýmsar merkar fornsögur vorar. 'A
Þingeyrum hafa einnig setiö margir
fyrirmenn þjóöarinnar, sem létu ýmis
velferöarmál landsins til sin taka.
Skulu fáeinir þeirra nefndir hér svo
sem Jón Jónsson frá Svalbarði, sem
talinn er hafi náð skjótari frama og
hlotið fleiri embætti en nokkur annar
um hans daga. Ennfremur Lárus
Gottrup lögmaður, sem auk mikilla af-
skipta af landsmálum gaf kirkjunni á
staönum þá dýrgripi, sem lengi munu
endast henni til prýöis og vegsauka.
Þá skal nefndur Asgeir Einarsson
stórbóndi og alþingismaður frá Kolla-
fjarðarnesi, sem alllengi sat staöinn
meö mikilli rausn og glæsibrag og
byggði þar að mestu af eigin efnum
það veglega guöshús, sem nú er aö
verað hundrað ára, og mun standa þar
um ófyrirsjánlega framtiö. Loks skal
svo nefndur sá maðurinn, sem þessi
orö eru fyrst og fremst helguð Jón Sig-
urður Pálmason, sem nýlega átti ni-
ræðis afmæli og sennilega hefir búið
þar lengur en flestir eða allir aðrir og
sett svipmót sitt á staðinn i fulla sex
áratugi. Árið 1915 keypti Jón Þingeyr-
ar af Sturlubræðrum i Reykjavik.
Flutti hann þangað þá um vorið og hóf
þar búskap i stórum stil, enda stórhugi
að eðlisfari og á bezta aldri, tæplega
þritugur. Hann var fæddur aö Felli i
Sléttuhlið i Skagafjarðarsýslu 29. júli
1886. Voru foreldrar hans séra Pálmi
Þóroddsson prestur þar og siöar á
Hofsósi fæddur 9. nóv. 1862 að Hvassa-
hrauni i Gullbringusýslu og kona hans
Anna Hólmfriöur Jónsdóttir prófasts i
Glaumbæ Hallssonar. Jón ólst upp i
foreldrahúsum i stórum og glæsilegum
systkinahópi. Á unglingsárunum vann
hann aö búi föður sins en gekk þá I
búnaðarskólann I Olafsdal og lauk
þaðan prófi 1905.Vann hann næstu árin
að ýmsum jarðbótastörfum I Skaga-
firði, en stundaöi siðan verzlunarstörf
á Sauðárkróki um árabil og var þar
verzlunarstjóri. Þá fór hann til Dan-
merkur og var um tima á Sjálandi á
búgaröi þar og stundaði landbúnaðar-
störf. Mjög fljótt eftir að hann fluttist
8
Pálmason
að Þingeyrum tók hann að gefa sig að
félagsmálum sveitarinnar og héraðs-
ins. Þegar á næsta ári eftir komu hans
að Þingeyrum var hann kosinn I
hreppsnefnd Sveinsstaöahrepps og
siðar, eða árið 1928,varð hann oddviti
hennar. Hélt hann þvi starfi yfir 30 ár.
Þá var hann sama ár kosinn i sýslu-
nefnd Húnavatnssýslna fyrir hreppinn
og gegndi hann þvf starfi i rúmlega
hálfan fimmta áratug. Stjórnskipaður
var hann i skattanefnd árið 1917 og hélt
þvi sæti meðan sveitaskattanefndir
voru starfandi eða til ársins 1962. Þá
var hann um skeiö formaður Búnaðar-
félags Sveinsstaðahrepps og einnig i
stjórn Búnaðarsambands sýslunnar.
Hann var einn af stofnendum Aveitu-
félags Þingeyrar og lengi formaður
þess, I stjórn Kaupfélags Húnvetninga
var har.n nokkur ár og endurskoðandi
sparisjóðsins á Blönduósi um skeið. Af
þessari upptalningu á störfum Jóns,
sem þó eru ekki tæmandi(sést, að mik-
ill áhrifamaður hefur hann verið i
sveit sinni og héraði og að hann naut
þar mikils trausts og álits. Það mun
lika mál manna að hann hafi gegnt
þessum störfum af dugnaöi og
skyldurækni.
Eitt er þó ótalið af störfum hans fyrir
samborgarana, sem ekki sizt mun
halda nafni hans á lofti og skipa hon-
um á bekk með þeim sem beztan orös-
ti. hafa getið sér I sambandi við
Þingeyrar og Þingeyrarkirkju, svo
sem þá Lárus Gottrup og Asgeir Ein-
arsson alþingismann. Arið 1916 var
Jón kosinn i sóknarnefnd Þingeyrar-
sóknar og hefur verið formaður þeirr-
ar nefndar allt til þessa dags með mik-
illi sæmd og umhyggju um hag og vel-
ferð kirkju og kirkjugarðs. Með honum
i safnaðarstjórn hafa allt verið ágætir
menn, áhugasamir og velviljaðir um
mál kirkju og kristni, lengst af þeir
Sigurður Erlendsson stórbóndi og
hreppstjóri á Stóru-Giljá og Jónas
Björnsson bóndi á Hólabaki og siðari
árin Ólafur Magnússon hreppstjóri á
Sveinsstööum. Þótt hlutur þeirra sé
ágætur verður ekki um þaö deilt að
allar framkvæmdir og umhirða snert-
andi kirkjuna og kirkjugarðinn hvildu
að sjálfsögðu mest á Jóni S. Pálma-
syni, sem formanni nefndarinnar.
Honum ber þvi fyrst og fremst aö
þakka mjög myndarlegar fram-
kvæmdir og mikla alúð i öllum störf-
um hans fyrir Þingeyrarkirkju, enda
er ég sannfærður um, að ekkert hús er
honum jain nugioigio og neiiagt sem
Þingeyrarkirkja eins og ég veit lika,
að enginn staður hér á jörð er honum
jafnkær og Þingeyrar, þar sem hann
hefur lifað og starfað i full 60 ár.
Um búskap Jóns S. Pálmasonar skal
ekki fjölyrt hér. Hann hóf hann eins og
fyrr er getið meö miklum stórhug og
reisn. Haföi margt vinnufólk og mikil
umsvif. En á þeim árum gat brugðizt
mjög til beggja vona um arðsemi eða
gróða af þeim búrekstri, einkum á
seinni hluta fyrri striðsáranna. Hann
var líka alla tíð veitull mjög og gest-
risinn og nutu þess margir og þar á
meðal kirkjugestir sem jafnan áttu
þar örlæti og vinsemd að mæta. Mikið
lét hann vinna að jarðbótum á Þing-
eyrum og ber hið stóra tún þar, sem
allt er rennislétt, meðal annars vott
um framkvæmdavilja hans og stór-
hug.
Jón S. Pálmason er glæsimenni I
sjón eins og margt af systkinum hans.
Hann er höfðinglegur i fasi og að
mörgu leyti mikill höfðingi i eðli sinu
og eftir honum er tekið hvar sem hann
fer. Svo stórbrotinn maður sem hann
er, þá er hann sérstaklega ljúfur og
viðfeldinn i allri samvinnu og veröur I
þvi efni ekki á betra kosið. Vil ég, sem
starfaö hefi með honum að ýmsum
málum i áratugi færa honum alúðar
þakkir fyrir alla þá ánægjulegu sam-
vinnu.
Arið 1923 kvæntist Jón Huldu Árdisi
Stefánsdóttur, dóttur skólameistarans
á Akureyri mikil ágætiskona, sem
fædd er 1. janúar 1897. Eiga þau eina
dóttur. frú Guðrúnu Ólafiu arkitekt
sem búsett er hér i borg gift Páli
Lindal borgarlögmanni. Ennfremur
hafa þau Jón og frú Hulda alið upp
einn fósturson, Þóri Jónsson bifreiða-
stjóra i Reykjavik.
Siðustu árin hefir Jón dvalið sum-
part hjá konu sinni og dóttur hér i
borginni og sumpart hjá vinum sinum
frú Guðrúnu Vilmundardóttur og Jósef
^agnússyni, sem bjuggu á Þingeyrum
en búa nú aðSteinnesi. Heimili Jóns er
að sjálfsögöu á Þingeyrum. Ég, kona
min og fjölskylda óskum þér nú kæri
vinur, Jón S. Pálmason, á merkilegu
afmæli allrar guðsblessunar. Við von-
um að þú megir eiga bjart og fagurt
ævikvöld og að þér, vandamönnum
þinum og vinum megi liða sem bezt.
Við þökkum þér alla vinsemd og vel-
gerðir frá liðnum tima.
Þorsteinn B. Gfslason,
Bugðulæk 13, Reykjavfk.
islendingaþættir