Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Page 15
drjUgt. Aldrei fyrr haföi vinur minn,
Theodór, unaö betur Ufinu. Vel kunni
hann aö meta hvert lán honum var léö
og fór ekki dult meö.
I febrúar 1973 gat Theodór ekki leng-
ur stundaö kennslu vegna veikinda og
eigi upp frá þvi. Þá kom I ljds, aö Hall-
veig vilaöi ekki fyrir sér annir án
æöru, og tók upp barnagæzlu á heimili
sinu og siöar ljósmóöurstörf á
Fæöingarheimilinu viö Eiriksgötu. en
þar sem hUn var ekki heilsuhraust og
leynzt mun hafa meö henni aö reyrinn
var brákaöri en nokkurn grunaöi, en
veila i nýrri mynd geröi vart viö sig,
brast þá á élið langa og stranga Sam
timis veiktist Theodór hastarlega og
varö aö gista gjörgæzludeild sama
spitala. Þá reyndi á Láru Mariu, er
hún varö aö ganga milli foreldra sinna
á spitalanum, vitandi hvaö móöur
hennar beiö og nagandi óvissan um,
hvernig fööur hennar mundi reiða af.
En hUn barsitt barr sem innviöasterk-
ur fullþroska maöur, án hugarvils,
sem merkt yröi.
Eftir aö Hallveigu var ljóst hvert
stefndi, varö ekkifundiö, aö henni væri
andlega brugöiö. HUn haföi lag á þvi
aö beina talinu aö ööru en veikindum
sinum, jafnvel i léttum tón, þvi aö
aumkunaryröi voru ekki aö skapi
hennar.
Þrautastund Hallveigar var Uti 12.
október, og þá haföi Theodór heilsast
svo, aö hann gat haldiö heim. — Útför
Hallveigarfórfram frá Dómkirkjunni.
Viö hjónin og Auöur mágkona min
söknuni þar vinar I staö, og sama veit
ég,aö mérer óhætt aö oröa fyrir munn
Hjaröhyltinga i Ólafsvik.
öll þökkum við henni órofa tryggö
og samfylgd, sem aldrei barskugga á.
Um leiö sendum viö Theodór, Láru
Mariu, systrunum og ööru vernzlafólki
hlýja kveöju og ósk um, aö þau finni
þaö ekki einungis nú i sorg sinni, held-
ur ætiö meöan Hallveig heilsar i vitund
þeirra, aö minningarnar um hana
megi reynast þeim öllu fémæti dýrra.
Lúövik Kristjánsson,
t
Hallveig er horfin — hún, sem kom
inn i lif Theódórs, vinar mins, eins og
sólargeisli bjartur og hlýr.
Árin.sem viöTheódór vorum saman
á Akureyri, bjó hann einn. Þá fannst
mér oft sem hann vantaöi bæöi birtu
og yl og óskaði honum betra hlut-
skiptis. Og sá timi kom, aö hann hlaut
þaö. Þaö geröist, er hann réöst til
ólafsvikur og var þar skólastjóri i eitt
ár. Hann var mjög i vafa, hvort hann
islendingaþættir
ætti aö stlga þetta spor, en eftir á mun
hann áreiðanlegá hafa talið það mesta
gæfuspor ævi sinnar. Þaðan kom hann
kvæntur maöur.
Ég mætti þeim á Laugaveginum
sumariö eftir. „Þetta er konan min,
Hallveig,” sagöi hann um leiö og ég
rétti henni hönd mina. Ég fann, aö
hann var sæll og ef til vill lika eilitið
stoltur, og þaö fann ég raunar oftar,
er ég kom á heimili þeirra siöar. Vera
má aö þaö hafi veriö missýning, þetta
með stoltið en hitt veit ég að hann var
forsjóninni þakklátur fyrir að hafa
beint för sinni til Ólafsvikur 1960. Og
enn mun þakklætið honum i hug, þótt
hann hafi nú séö á bak henni, sem fyllti
lif hans blessun og hamingju.
Ég veit ekkert um ætt Hallveigar né
uppvöxt, aðeins þaö, aö hún var ljós-
móöir I heimahéraöi slnu. En þvi starfi
varö hún auövitaö aö segja lausu, er
hún fluttist til Reykjavikur meö manni
sinum.
Þau settust aö I Heiöargeröi 114,
eignuöust þar hæö i húsi. Þangaö kom
ég alloft. NU átti ég tvo vini, þar sem
áöur var einn. Og aö liönum nokkrum
árum voru þeir þrir, þvi aö dóttirin,
hún Lára, var mér alltaf vinsamleg,
en leit mig ekki sem óviökomandi
mann. Aldrei sá ég Hallveigu ööru visi
en hýra og bjarta á svip, og málrómur
hennar fannst mér alltaf I fullu sam-
ræmi við svipinn. Ég sá ekki einu sinni
skugga á andliti hennar þegar hún sat
viö sjúkrabeö manns sin, er þá lá veik-
ur af kransæöastiflu, og vissu þau þó
bæði, aö eftir þaö mundi hann ekki ööl-
ast starfskrafta nema aö litlu leyti.
Á síöast liönu vori seldu þau hjónin
ibúö sina i Heiöargeröi og fluttust á
Njálsgötu 59. Þar átti framtiöar-
heimiliö aö vera. Þótti þaö aö ýmsu
leyti hentugra m.a., vegna þess, aö
Hallveig haföi fengiö starf viö
fæöingardeild Landspitalans, og þarna
voru þau nær þeim vinnustaö. En ekki
naut hún þess lengi, þvi aö skömmu
eftir flutninginn fór hún sjálf sem
sjúklingur I spltalann. Þar lá hún vik-
um og mánuöum saman. Lengi var
von um bata, en tlminn leiö og vonin
þvarr aö lokum. Hallveig var flutt aö
Landakoti, og þar var stríöið
háö til enda. Eftiraöhún kom þangaö,
var maöurinn hennar oft hjá henni,
stundum einnig um nætur, en liklega
hefur hann þá lagt of hart aö sér, þvi
aö hann lagöist nú sjálfur á gjörgæzlu-
deild i sama spitala. Þaö var átakan-
legt aö heimsækja hann þar. Hann
vissi af konunni á annarri deild, gat
búizt viöaöhver dagur yröi hennar siö-
asti, en var ekki fær um aö hreyfa sig.
Hann átti þó eftir aö sjá hana þvi aö
læknarnir skildu hver þörf honum þaö
var og leyföu aö hann færi niöur I lyftu
svo fljótt sem mögulegt var. Og þarna
kom svo dóttirin 15 ára gamla, eina
barnið þeirra á hverjum degi Hún hef
ur borið þungan kross á sinum ungu
heröum. „Viltu ekki lika lita inn til
mömmu?” spuröihún mig, er ég kom
frá pabba hennar. Jú, þaö vildi ég, en
vissi, aö þar mátti ég ekki tef ja lengi.
HUn f ylgdi mér. Aldrei hef ég séö slika
birtu og fegurö viö banabeö. Mér
fannst sem hún, er þar lá væri nú þeg-
ar við hlið himnanna umvafin bjarma
af eiliföarljósinu. Hún vissi fyrir löngu
hvert stefndi og mun hafa veriö ferö-
búin. Og ég efast ekki um, aö hún hafi
fengiö góöa ferö og gengiö beint inn I
ljósið og dýrðina.
Eirfkur Stefánsson.
Leiðrétting
Um leiö og ég þakka birtingu á grein
minnium Erling Þ. Sveinsson i Islend-
ingaþáttum þ. 12. jan. sl. biö ég góö-
fúslega aö leiörétt veröi i næsta tölu-
blaöi mistöksem oröiö hafa i setningu
greinarinnar eöa prófarkalestri, en
þau eru þessi:
Ofarlega i þriöja dálki á bls 12 hefur
i fyrsta lagi falliö niöur heiti kaflans
semáttiaö veraum ætt oguppruna og
var á þessa leiö:
Ætt og uppruni
Foreldrar Erlings voru þau hjónin
Sveinn Eiríksson, bóndi á Katastöðum
i Akrahreppi og viðar, og Þorbjörg
Bjarnadóttir, kona hans. Fæddur var
Sveinn o.svo frv. eins og sagt er frá I
þáttunum.
Eins og þetta stendur i Islendinga-
þáttunum er það hálf klúðurslegt og
gerir mig að meiri ambögubósa en ég
uni við, og bið ég þvi vinsamlegast að
þetta verði fært til rétts vegar i næstu
þáttum.
Með fyrir fram þökk.
Þórarinn Þórarinsson
15