Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 2
ar ég leit fyrst augum húsiö sem viö
áttum aö búa i, mér fannst þaö llta út
eins og kassi. Ekki var ég biiin aö vera
marga daga á Hvammstanga þegar
mér fannst aö ég yröi aö skrifa ömmu
og afa og segja þeim alla feröasöguna
og lýsti ég öllu sem fyrir augun bar.
Þaö var ekki meiningin aö ég skrifaöi
endurminningar um mig, en þaö er nú
einu sinni svona, aö þegar ég tek mér
penna f hönd, þá er þaö svo dtal margt
sem aö kemur upp i huga minn og er
þaö komiö á pappirinn fyrr en varir.
bá slæ ég botninn i þessi fátæklegu
orö. Ég sendi ástrikum afa minum
Birnu móöursystur minni, sem annast
um hann og öllum aöstandendum inni-
legar samúöarkveöjur og vona ég aö
góöur guö styrki ykkur öll.
Hildur Kt. Jakobsdóttir
Hvammstangabraut 15
Hvammstanga
f
Þann 29. september siöastliöinn
andaöist aö heimili slnu, Ingimars-
stööum á Þórshöfn frú Oddný Friö-
rikka Arnadóttir, 84 ára aö aldri.
Meö henni er til foldar hnigin glæsi-
leg og mikilhæf kona, minnisstæö öll-
um þeim sem kynntust henni. Naut
hún,aö veröugu vinsælda og viröingar
þar nyröra og bar margt til. Hún stóö
um langt skeiö i fremstu röö þeirra er
unnu aö márefnum Kvenfélags Lang-
nesinga, hún var einnig um langt ára-
bil organisti I Sauöaneskirkju,
stjórnaöi kirkjukór sóknarinnar,
kenndi söng viö barnaskólann á Þórs-
höfn.
Siöast en ekki sizt var hún gædd
sliku glaölyndi, ljúflyndi og góövild aö
öllum hlaut aö liöa vel I návist hennar.
Fædd varhún aö Felli I Vopnafiröi þ.
16. júlf árið 1893. Foreldrar hennar
voru Arni póstur Sigurbjörnsson
prests aö Sandfdli og Kálfafellsstaö
Sigfúss • prests I Hofteigi, Finnssonar
arprests i Þingmúla, Hallgrlmssonar
og kona hans, Þórdis Benediktsdóttir,
Einarssonar Eirlkssonar bónda aö
Brunnum i Suðursveit, Einarssonar.
Sex ára gömul tóku hjónin á
Skeggjastööum I Bakkafirði, séra Jón
Halldórsson og Soffla Danlelsdóttir
Oddnýju I fóstur, og ólu hana upp sem
eigin dóttir væri. Naut hún hjá þeim
hins bezta atlætis og uppeldis.
Séra Jón fékk Sauöanes áriö 1906 og
þar liföi Oddný sin æskuár.
13. janúar áriö 1912 giftisthún Ingi-
mar Baldvinssyni, miklum ágætis og
dugnaöarmanni. Ungu hjónin dvöldust
þó áfram i Sauöanesi I 3 ár og störfuöu
aö búi séra Jóns. /
En áriö 1915 fluttust þau til Þórs-
2
hafnar og hafa átt þar heimili sitt
slöan.
Ingimar geröist bóndi á hluta þeim
af Syöra Lóni er hann haföi fengiö I
sinn hlut eftir fósturforeldra sina, Jó-
hann Jónsson borgara Þórshöfn og
konu hans Arnþrúöi Jónsdóttur og
ungu hjónin settust aö I húsi þeirra
sem enn stendurog mun vera elzta hús
á Þórshöfn. Lét Ingimar endurbæta
þaö og lagfæra verulega meðan þau
bjuggu þar.Ogi þessu húsi bjuggu þau
Ihart nær hálfa öld viö mikil umsvif og
fjölþætt enda heimiliö löngum mann-
margt.
Þar var um langt skeiö póstaf-
greiösla og simavarzla sem Ingimar
haföi á hendi. Búskap rak hann einnig
eins og áður var getiö og trúnaöarstörf
komu einnig i hans hlut. En hann var
frábær og dugnaði og áhuga og lét sér
fátt I augum vaxa. Og húsfreyjan lét
sinn hlut ekki eftir liggja siöur en svo.
Þau eignuöust stóran og friöan
barnahópsem þau studdu til þroska og
mennta.en börnin uröu ellefu.
1. Soffia Arnþrúöur gift Helga
Guönasyni póstmeistara á Þórshöfn,
ættuöum frá Karlskála viö Reyöar-
fjörö.
2. Hólmfriöur Þórdls ekkja Karls
sáluga Hjálmarssonar kaupfélags-
stjóra á Þórshöfn og viðar.
3. Helga Aöalbjörg, sem lézt áriö
1945 I aldursblóma. Hún var gift
Björgvin Sigurjónssoni vélstjóra frá
Vestmannaeyjum.
4. Steinunn Birna, giftSigurði Sigur-
jónssyni, útgeröarmanni á Þórshöfn.
5. Arnþrúður, gift Jóni Kristinssyni
forstööumnni elliheimilanna á Akur-
eyri og i Skjaldarvík.
6. Halldóra, gift Jóhanni Gunnari
Benediktssyni, tannlækni á Akureyri.
7. Oddný Friörikka ekkja Ásgeirs
heitins Hjartarsonar, sagnfræðings og
bókavaröar í Reykjavlk.
8. Jóna Gunnlaug, áöur gift Daviö
Sigurössyni framkvæmdarstj. 1
Reykjavík.
9. Jóhann forstjóri á Akureyri
kvæntur Guörúnu Helgadóttur,
10. Ingimar, sóknarprestur og odd-
viti i Vik i Mýrdal kvæntur Sigriði
Sigurgislasóttur.
11. Arni Sigfús Páll, sem lézt I frum-
bernsku áriö 1935.
Um vorið 1963 hóf Ingimar byggingu
nýs húss á jaröarparti Syöra Lóns,
sem hann á og aö hausti 1964 var þar
risiö smekklegt og stllhreint hús, þar
sem til alls var vandaö utan húss sem
innan. Og þar hafa þau hjónin átt
heimili sitt siöan, friösætl, smekklegt
og fagurt heimili.
Frú Oddný heitin var þegar á
bernskuárum mjög hneigö fyrir tónlist
og söng, og fékk nokkra undirstööu-
menntun á þvi sviöi. Ofan á þá undir-
stööu byggöi hún siöan af kostgæfni
meö sjálfsnámiog æfingum. Og þegar
hún var aöeins 14 ára hóf hún aö leika
á orgeliö I Sauöaneskirkju viö messur
og aörar kirkjulegar athafnir.
Og ávallt siban var tónlistin ein kær-
asta tómstundaiöja hennar. Aöur hef
égminnzt á störf hennar á þessu sviöi I
þágu kirkju og sveitafélags. En
heimiliö naut ekki siöur þeirrar unun-
ar og sálubótar, sem tónlistin megnar
aö veita.
Félagsmál lét Oddný llka til sln
taka. Hún starfaöi mikiö i Kvenfélagi
sveitarfélags síns, var iöulega I stjórn
þessog á stundum fulltrúi þess á sam-
bandsþingum Kvenfélaganna nyröra.
Ég kynntist Oddnýju sálugu fyrir
ellefu árum, er ég og fjölskylda mln
fluttist i Sauðanes. Þá var hún enn
organisti Sauöanessóknar. Hreifst ég
strax af lifandi áhuga hennar á söng-
málum, svo og færni hennar, dugnaöi
og smekkvisi sem kirkjuorganisti.
En aölaöandi og elskulegt viömót
þessarar glæsilegu konu leiddi fljót-
lega til einlægrar vináttu milli okkar
og heimila okkar. A þá vináttu bar
aldrei skugga.
Og upp rifjast margar ljúfar minn-
ingar frá samverustundum liöinna
ára.
Það var alltaf hátiö aö koma 1 Ingi-
marsstaöi til Oddnýjar og Ingimars.
Innileg gestrisni, friösæld og hógvær
glebi heilsaöi gestum. Þar leiö öllum
vel.
Oddný heitin var ekki aöeins vel gef-
in kona, hún var einnig i ríkum mæli
gædd þvl hlýja hugarþeli, sem öllum
vildi vel.
Glaölyndi var henni eiginlegt, og
elskulegt viömót var henni samgróiö.
Mikið var ævistarfiö og fagurt varö
ævikvöldiö. Umvafin var hún ástúö og
umhyggjubarna sinna og barnabarna.
Harm og sársauka haföi hún oröið aö
reyna, missi bama og síöast sviplegan
missi tveggja dóttursona, sem voru
henni ástfólgnir, enda aldir aö nokkru
upp hjá henni. Slíkar stundir bar hún
meö stillingu. Harma sina bar hún
ekki á torg.
Þ. 8. október siðastliöinn fór útför
hennar fram með húskveöju á heimili
hennar og kveöjuathöfn I Sauöanes-
kirkju, þar sem hún haföi sjálf átt svo
margar helgar og dýrmætar stundir.
Fylgdi henni fjölmenni hinztu förina
og kom þar fram, hve hún var vin-
mörg.
Siðbúnar þakkir mlnar, konu minn-
arog barna, fylgja fátæklegum minn-
ingaroröum. Þakkir fyrir aö hafa
eignazt vináttu göfugrar konu.
Hjartanlegar samúöarkveöjur sendi
islendinqaþættir