Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 3
égmlnumgóöa vini Ingimar Baldvins- syni og ástvinum hans öllum. Guö blessi ykkur öll. St. Hverageröi25.okt. 1977. Marinó Krijtinsson. t Landnáma segirfrá konu, sem reisti skálasinn um þjóöbraut þvera, sat þar og laöaöi gesti. Þúsund ár breyta ekki til muna þeirri þjóö sem jafnan hefur haft þá i heiöri sem mest og bezt greiöa götu samferöamanna sinna. Undarlegt var þaö aö elzta húsiö á Þórshöfn stóö i miöri götu, og manna umferð þvi alltaf mikil i kringum þaö. Og siöar kraföist skipulag vaxandi þorps þess, aö hús, sem girti þjóðbraut þvera, yrði aö vlkja. Þarna sat I rúma hálfa öld kona, sem laöaöi gesti. Hver var þaö, sem ekki var heimagangur I Ingimarshúsi? Það var svo sjálfsagöur hlutur, aö lfta þar inn ööru hverju. Þurfti ekkert erindi. Þeir veröa ekki með tölum taldir, sem gistu þar, meðan ekki var neitt gisti- hús á Þórshöfn, og raunar alltaf. Fólk kom og beið eftir skipi, eða það kom meö skipinu og bjó sig til heimferðar. Og hvaö var sjálfsagöara en aö hreiðra um sig i Ingimarshúsinu? Enginn hefur taliö þá, sem komu þangaö lasnir og voru undir læknis hendi. Það var engan veginn kyrrlátt i þessu húsi i miðri þjóöbraut. Þaöan var rekin útgerð og stundaður bú- skapur. Og einn góöan veðurdag var komin simstöð i eitt hornið. Þarna uxu uppellefu börn. Atta litlar yngismeyj- ar settu hýrlegan svip á heimiliö. Siðan bættust við þrir langþráðir drengir. Sá yngsti varð skammlifur, efnisbarn, þrátt fyrir meöfæddan sjúkdóm. Auövitað haföi ég sveitabarn úr ná- grenninu, oft komiö i Ingimarshúsiö, þegar ég var saut ján ára og nafna min falaöi mig fyrir kaupakonu. Ég var upp meö mér af þvi aö ráðast á svona myndarlegt heimili og kom þangaö á sunnudegi. Ég hélt fyrst aö ég heföi hitt á af- mælisveizlu. Allir voru svo vel klæddir en söngur og hljóöfærasláttur barst innan úr stofunni. En þetta var þá bara svona á sunnudögum, og auð- vitaö voru gestir. Ég man ekki eftir neinum sönglausum sunnudegi þetta sumar. En þó hlýtur þaö aö vera aö einhvern tima hafi annrikiö tekiö al- veg yfirhöndina. Ég hugsaöi ekki um þaö þá hve fjöl- hæf hún var þessi unga kona, (þvi aö islendingaþættir enn var hún litið yfir þritugt) en ég skildi það seinna. Þaö voru margir fallegir kjólar saumaöir handa átta systrum og margt prjónaö fallegt á prjónavélina, fyrir utan allt þaö sem nauðsynlegast var vinnandi fólki I önn dagsins. En Oddný virtist hafa tima til alls. Lika aö gripa i orgeliö og koma þeim til aö syngja sem nærstaddir voru, lika aöiesa góöar bækur og læra ljóö. Þaö var meir aö segja timi til hannyröa og þaö var velkomiö aö sniða kjól fyrir einhverja konu, sem hafði eignazt fallegt efni. Mér fannst þaö svo sem sjálfsagt að nafna mln gæti hvað sem var, og velti þvi ekki fyrir mér þá. Satt að segja átti þessi kynslóð furöu margt fólk sem án skólagöngu miölaöi samtiö sinni menntun. Oddný kenndi mörgum orgelleik og stjórnaöi kórum. Þaö starf hefur áreiöanlega aldrei fært henni neinn annan ágóða en þann sem fylgir þvi aö miðla öörum gleði. Og hvaöan kom svo þessi glæsilega, fjölhæfa kona? Hún missti móður sina kornung. Þórdis var náskyld ýmsum afburöamönnum Skaftfellinga og orö- lögö fyrir fegurð. Oddný litla var heppin. Séra Jón Halldórsson á Skeggjastöðum og kona hans, Soffla frá Hólmum i Reyöarfirði höföu fyrr tekiö aö sér munaöarlaus börn, sem þau ólu upp. Margir fleiri eignuöust skjól á heimili þeirra um stundarsakir ef á móti blés. Séra Jón var sjálfur alinn upp á heimili,þar sem höföingslund og mildi var alls ráöandi. Friörik Guömunds- son lýsir prestssetrinu á Hofi eftir- minnilega iæviminningum sínum. Frú Soffla náöi ekki háum aldrei. Hún andaöistá Sauöanesi. Þá missti Oddný litla móöursina lannaösinn og fóstur- faöir hennar þriðju konu sina. Oddný hlautgóöa menntun. Þaö hef- ur verið raunamæddum gömlum manni ljúf afþreying aö kenna fóstur- börnunum og þá ekki sfzt yngstu fósturdótturinni svo námfús sem hún var. Einn vetur lét hann hana fara aö heiman til hljómlistarnáms. Séra Jón dvaldi sin sföustu ár á heimili Oddnýj- ar á Þórshöfn. A næsta bæ viö Sauöanes ólst upp piltur, sem ofurlitiö svipaö var ástatt um. Hann var fósturbarn og haföi nú misst fósturforeldra sfna, fyrstu ábú- endur Þórshafnar. Ingimar Baldvins- son var tæplega tvitugur, þegar þau tengdust vináttuböndum. Hann var tæpum tveimur árum eldri en Oddný. Þau tóku daginn snemma. Það hlýtur aö hafa fylgt þeim mikil glaöværö á þessum árum æsku og bjartra vona þvl aö hálfníræö gátu þau hlegiö saman eins og þeir einirkunna sem fengið hafa létta lund og græsku- lausa glettni i vöggugjöf. Ég var svo heppin að eiga heima hjá þessum gömlu vinum minum slðasta veturinn, sem þau lifðu bæði. Margt hafði gerzt á langri samfylgd þeirra, sem þau höfðu bæöi boriö með ótrú- legu þreki.Okkur er þaö öllum minnis- stætt þegar Helga Bogga dóttir þeirra lézt af slysförum i blóma lífsins og þegar ömmudrengimir tveir voru lagöir I sömu gröf, ásamt konunum þeirra ungu. Þaö kemur fleira mótdrægt fyrir á langri ævi en vinamissir. Mörgum hættir við aö safna áhyggjum hvers- dagslifsins og skoöa þær sér til skap- raunar úr fjarlægö áranna. Ég held aö hún nafna mi'n hafi ekki munaömargar minniháttar áhyggjur. Ef taliö barst aö einhverju timabili þegar erfiöleikar höföu greinilega veriö talsveröir rifjaöi hún I staöinn upp eitthvaö sem þráttfyrir allt haföi veriö fyndiö og skemmtilegt viö þessa erfiðleika. Og kunnugir vita aö hún gat sagt frá þannig aö gaman var að. Gestir voru af eölilegum ástæöum, færri á nýbýlinu Ingimarsstöðum en I gamla húsinu sem girti þjóðbraut þvera. En gestkomur voru þeim alltaf sama gleðiefni og áöur. Ef við áttum tal um einhverja granna, sagði hún stundum: ,,Já, hann var einu sinni hjá okkur, blessaöur.” Og einu sinni spurði ég: „Hverjir hafa ekki einhvern tima verið hjá ykkur?” „0, þeir hafa veriö margir hjá okk- ur, blessaöir,” svaraði hún. Hún talaði um Þórshafnabúa eins og þeir vasru allir náskyldir henni. Svo rannupp merkisdagur á miðjum 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.