Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Qupperneq 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 9. marz 1978 j&£4bl. ^ TÍIVIAIVIS
Þorbjörg Pálsdóttir
fyrrum húsfreyja á
Fædd 11. des. 1885.
Dáin 6. febr. 1978.
beir eru ekki margir, hvorki i hópi
kvenna né karla sem ná þeim aldrei að
verða niræðir eða meira, eins og varð um
þá látnu konu sem hér verður minnzt að
nokkru, en hún náði niutiu og tveggja ára
aldri og nærri tveim mánuðum betur, en
nokkur siðustu árin var þrek hennar
þrotið og dvaldist þau árin á Sólvangi i
Hafnarfirði.
Þorbjörg R. Pálsdót’tir var fædd á
Gilsá i Breiðdal 11. des. 1885, en þá stóð
yfir hið mesta harðindatimabil sem
komið hefur hér á landi siðustu eitt
hundrað árin og reyndist öllum landslýö
mjög þungbært og vafalaust rikasta
ástæða til þess að margir flýðu land sitt og
fóru til Vesturheimstil langdvalar þar, en
svo var að mörgum þrengt aö þeir komust
ekki af sjálfsdáðum.
Foreldrar Þorbjargar voru þau hjónin
Ragnhildur Stefánsdóttir frá Stakkahlið i
Loðmundarfirði og Páll Benediktsson
bóndi á Gilsá og hreppstjóri
Breiðdælinga. Um hann segir Páll Eggert
Ölason i Isl. æviskrám, IV. bindi bls 109:
„Gildur bóndi og fyrirhyggjusamur enda
mikils metinn og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum.” Svipaðan dóm mun
Ragnhildur kona hans hafa átt og fengið
hjá þeim sem til hennar og heimilisins
þekktu.
Aðra dóttur áttu þau hjón, er Guðlaug
hét, er giftist Guðmundi búfræðingi á
Gilsárstekk. Dóttursonur þeirra er Vé-
steinn ölason lektor, einn hinna yngri
fræði- og áhugamanna þjóðarinnar
siöustu árin.
Einn albræðra Páls á Gilsá var bænda-
höfðinginn Halldór sem bjó á höfuðbólinu
Skriðuklaustri I Fljótsdal, en tengdasynir
hans voru þeir Halldór Stefánsson
alþingismaður Sunnmýlinga og forstjóri
Brunabótafélags Islands og Sigmar Þor-
mar bóndi á Skriðuklaustri.
Séra Jón Benediktsson, lengi prestur I
Gilsá
Görðum á Akranesi en siðar i Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd, var hálfbróðir Páls.
Sonarsonur séra Jóns er Jón Helgason
ritstjóri Timans og rit
höfundur, þjóðkunnur maður fyrir sinar
mörgu bækur og fjölbreyttu, er hann
hefur samið og gefið út á siðustu ára-
tugum. Faðir þessara þriggja merku
bræðra var Benedikt, prestur til Eydala
og viðar á fyrri hluta 19. aldar, en hann
var sonur Þórarins prests og skálds I
Miila, sonur Jóns prests i Mývatns-
þingum. Meöal sona hans, en bróðir
Þórarins var Benedikt yfirdómari og
skáld, afi þjóðskáldsins og listamannsins
Benedikts Gröndal Sveinb jarnarsonar
rektors Latinuskólans.
Systir séra Benedikts i Eydölum var
Þorbjörg er giftist séra Kristjáni Þor-
steinssyni er siðar var prestur á Völlum i
Svarfaðardal, en sonur þeirra var
Þórarinn prestur til Reykholts 1867-1872
en siðar i Vatnsfirði, en hann var langafi
dr. Kristjáns Eldjárns, núverandi forseta
Islands. Er ætt þessi mikil prestaætt
norðlenzk og úr Múlasýslum.
Það var vorið 1912, fyrir meira en sextlu
og f imm árum, að við Þorbjörg unnum að
sama starfi um sex vikna skeið. Búnaðar-
félag íslands hafði frá þvi laust eftir alda-
mótin séð um og rekið svokallað garð-
yrkjunámskeið og haft ráð á nokkurri
landspildu er nefnd var Gróðrarstöðin,
sunnan Laufásvegar á móts við Kennara-
skólann. Voru nemendur oftast milli tiu
og tuttugu, en stjórnandi var Einar
Helgason ráðunautur — og oftmeð honum
aðstoðarmaður. I þetta sinn var i þvi
starfi Páll Jónsson kennari við Bænda-
skólann á Hvanneyri, ágætur maöur,
mjög vel gefinn og starfsmaður mikill, en
lézt fyrir aldur fram.
Störfin á námskeiðinu voru almenn
garðyrkja, nokkur trjárækt og blómarækt
undir umsjá Einars og Páls. Nemendur
voru viðsvegar af landinu, bæði konur og
karlar, og flestir á aldrinum um og yfir
tvitugt. Unnið var eingöngu með hand-
verkfærum en engar vélar voru þá
komnar til notkunar þar. Stærsta verk-
færið sem sást var plógur, en ekki mikiö
notaður, land var fremur erfitt viður-
eignar. Við piltarnir unnum töluvert
annars staðar, i görðum viðs vegar um
bæinn. Allmargir áttu þá trjágarða og
blómagarða og aðrir voru að byrja á
slikum umbótum við hús sin. Að kveldinu
fluttu þeir Einar og Páll stundum erindi
er lutu aö þvi starfi er unnið var við.
Þarna varsamankominn smáhópur alda-
mótamanna, sem oft eru svo nefndir,
flestir höfðu starfað og voru starfandi i
Ungmennafélögum, sem næstu árin á
undan höfðu svo að segja vákiö þjóð sina
til nýs lifs og hugsunar og valið sér að
einkunnaroröum „Islandi allt” er sumum
þótti stundum djarflega til oröa tekið og
töldu barnahjal eitt. Námskeiðsfólkið var
fúst til hvers þess starfs er þarna fór
fram, hvort sem það var létt eða hægt, og
var þetta eins og skemmtilegur skóli, þótt
fámennur væri og stæöi ekki lengi I hvert
sinn.
Að námskeiðinu loknu lögðu tvær
stúlkur sem á þvi voru i langa gönguferð.