Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Page 3
á þessum árum og gisti þá gjarnan sam- kvæmt minni ósk. Dýrmætum tima var þá ekki variö i að ræöa hégóma. Sem eölilegt var varð islenzk tunga oft umræðuefnið. Einnig uppeldis- og skólamál. Þarna fór oftast þannig, aö ég kennarinn, varö Þiggjandinn er alþýðukonan innan úr dal, fræöarinn. Undir þaö siöasta var okkur kannski svipað innanbrjósts eins og þeim sem eru að búa sig undir brimlendingu, þar sem ferjumaðurinn hyggst leggja út á hafið aftur, en farþeginn veröur eftir á strönd- inni og brimgnýrinn hindrar frekari orða- skipti. Mér er sérlega minnisstæð heimsókn Þorbjargar á Gilsá til okkar hjónanna i Staðarborg á dögunum áður en við flutt- umst búferlum úr Breiðdal á haustdögum 1971. Það voru I rauninni ekki orð hennar er hún mælti til okkar i litlu kveðjusamsæti, sem gerðu mér þessa heimsókn mjög minnisstæða, þótt þar væri vel og fallega mælt, heldur það að ég sannfærðist enn betur en nokkru sinni áður um að góöir samferðamenn á lifsleiðinni eru ekki aðeins öllu gulli verðmætari á meðan þeirri nýtur á samverustundu og þeir skilja líka eftir i manni hluta af sjálfum sér sem maður nýtur góðs af um ókomin ár. Þorbjörg á Gilsá hefur reist sér bauta- stein i sögu okkar kæra móöurmáls og átt- högunum fyrir gnótt mannkosta. Þorbjörg hefur reist sér bautastein i minumhuga sem verða mun mér vegvisir um ókomin ár. Ég votta börnum og öðrum ástvinum t>orbjargar Pálsdóttur samúð mina. Ilcimir Þór Gislason t Þessi fáu og fátæklegu kveðjuorð eru ekki hugsuð sem nein tæmandi upptalning á æviatriðum þessarar merkiskonu, held- ur sem hinzta kveðja frá sonarsyni. 6. febrúars.l. lauk merkilegu h'fshlaupi, amma min, merkiskonan Þorbjörg R. Pálsdóttir frá Gilsá i Breiðdal, var öll. Löngu striði var lokið,hún fékk hægt and- lát, lézt i svefni. Það er góður og miskunn- samur dauðdagi þeim sem um árabil saddur lifdaga hefur þráö endalokin. Lengi hafði hún beðið eftir aö fá að yfir- gefa þennan heim, þvi þegar heilsu og krafta þraut svo að hún gat ekki lengur haft fótavist óskaði hún þess að sem fyrst mætti hún njóta hvildarinnar eilifu. Fyrir nokkrum árum sagði viö mig: nÉg er orðin svo fjarska þreytt að biða Lalli minn”, en nú er sú biö á enda og þeirri ferð sem hófst fyrir rúmum 92 ár- um lokið i áfangastað. Þorbjörg amma min hefði orðið frammámanneskja i þjóðfélaginu ef hún hefði lifaö sin blómaár nú. Til þess bendir margt: Islendingaþættir Einstakur dugnaður, hröð hugsun og svo frábært minni og gáfur að sjaldgæft var og er.auk óbilandi þrautseigju og ólg- andi lífsgleði. Hún var sönnun þess sem margir vita, og enn fleiri ættu að vita, að sitthvað er menntun eða skólaganga. Litið fór fyrir skólagöngu ömmu minnar, en menntuð var hún samt betur en margir þeirsem eytt hafa stórum hluta ævi sinn- ar hjá hærri menntastofnunum þjóð- arinnar. Osjaldan gat hún miðlað mönnum með langa fræðabraut að baki af gnægta- brunni þekkingar sinnar, sérstaklega ef rætt var um ættfræði islenzka tungu eða þjóðleg fræði. Til marks um hve minni hennar var með eindæmum öruggt var að hún sagði sjaldnast eða aldrei „ég man það ekki” ef spurt var um eitthvaö sem fyrrum skeði, heldur „það hef ég ekki heyrt um ” sem sjaldgæft var, heldur kom að bragði skýr og lifandi frásögn. 83 ára sagðihún eittsinn við mig, ,,ég er nú farin að tapa mér mikið andlega, það er nú far- ið að bera á þvi að ég þurfi að hugsa mig aðeins um þegar spurt er um eitthvað sem skeði fyrir löngu.” Ekki fann ég nú neitt til þess þá. Fyrstu minningarminar um ömmu eru að hún er að koma heim úr langferð, en hún var mikil ferðakona. Þá færði hún mér gula regnkápu að gjöf, mikinn kjörgrip I aug- um litils fátæks sveitadrengs, sem ekki var vanur stóru hvað efni snerti. Þetta var i enduðu striðinu og þá var fólk i Breiðdal efnalitið, enandleg reisn og mál- far snöggt um betra en nú, og þjóðernistil- finning mjög sterk. Siðan fjölgar minn- ingunum, hún kennir mér að lesa og draga til stafs. Fjórum sinnum á dag verður litill sveinn að koma inn I ömmu- herbergi og stauta i bók, fyrst stafrófs- kverinu, en siðar i bókum. Siðan dregur hann til starfs eftir forskrift ömmu og áminnt.ur um að vanda vel við stafagerð og frágang allan. Auk þess fékk ég að heyra sæg af sögum og ævintýrum, og þegar háttatiminn kom var fræðsla i bæn- um og kristindómi fastur liður áður en lokað var þreyttum augum. Þá var gam- an að heyra sagt frá fólki og fjarlægum stöðum. Égheiti eftir Lárusi afa ogStefáni syni þeirra ömmu sem dó i blóma lifsins. „Það er mikil ábyrgð að bera þessi nöfn, þeir voru báðir drengskaparmenn”, sagði amma við mig ungan, ,,og þú ert ekki verður þess nema þú reynir ætið að vera þitt bezta”. Þannig var hennar lif- speki, ætið að gera sitt bezta. Lifið lék ekki alltaf við hana, veikindi á unga aldri með þeim erfiðleikum sem þeim fylgdu. Hún naut þó fræðslu einn vetur I kvenna- skóla i Reykjavik. Eflaust hefur hún þráð meiri skólagöngu, fróðleiksþorstinn varð aldrei slökktur. Hún heföi ekki sótt skóla bara til að fá próf einsog nú tiökast, held- ur farið til að læra og fræðast. Hún skrif- aðist á við mikinn fjölda fólks strax frá unga aldri, og man ég það aö pósturinn færði á annan tug sendibréfa til hennar I einu heima að Gilsá. Með þessu móti afl- aði hún sér mikillar þekkingar á mönnum og málefnum vitt og breitt gegnum langa ævi. Hún giftist Lárusi afa um þritugsald- ur, en missti hann, lifsförunautinn, alltof fljótt frá fjórum börnum. En uppgjöf var ekki að hennar skapi. Erfiðleikar hafa eflaust verið slikir að nú- timafólk hefði kveinað og kvartað, en aldrei hef ég heyrt að hún hafi kvartað yf- ir neinu. Hún hélt búskap áfram ótrauð, húsaði bæ sinn að nýju, og bætti jörðina eftir föngum. 1940 tók faðir minn við bú- stjórn og létti þá mjög álagi af ömmu við búsýslu er þau móðir min tóku við. Siðar lifði hún langþráðan draum: Að sjá Gilsá breytast I stórbýli undir ábúð afkomenda, Sigurðar sonar sins og Lárusar sonar hans. Og nú býr aftur Lárus á Gilsá. Félagshyggja var rikur þáttur I eðli ömmu minnar. Hún stóð ásamt tveim stöllum og tryggðavinkonum aö stofnun Einingar, góðgerðafélags árið 1911. Til- gangur þess var að styrkja sjúklinga sem þurftu að fara á sjúkrahús til Reykjavikur og þá sérstaklega berklasjúklinga á Vifilsstöðum, en þess var þá brýn þörf. Nú er þetta hlutverk almannatrygg- inga, en við stofnun þeirra var Eining lögð af, en kvenfélag stofnað I þess stað. Amma minstýrði Einingarsamkomunum sem voru sumarhátið Breiðdals og nær- sveita af slikri festu og skörungsskap að enn er til þess tekið. Slysavarnir voru henni og mikiö hjart- ans mál og þá stofnun Björgunarskútu- sjóðs Austfjarða. Hún var á sinum tima kjörin heiðursfélagi I slysavarnardeild- inni i Breiðdal og gladdi það hana mjög. Þorbjörg amma ferðaðist mikið milli vina og ættingja er leið á ævina. Hún var vinamörg og aufúsugestur hvar hún kom. Hennar mesta yndi var að ræöa viö eðlis- gáfað fólk. Hún fylgdist ávallt með öllum fréttum i útvarpi og blöðum. Hún vann geysimikið starf viö heimildasöfnun fyrir Orðabók Háskólans sem fram hefur kom- ið i útvarpi enda talin örugg heimild þó lærdómstitlar væru engir, þar kom til frá- bært minni hennar. Ég minnist þess hve gaman var er við gengum forðum um Gilsárland og ná- grenni, við amma. Ég smásveinn,en hún roskin kona. Svo til hver þúfa, barð, hóll eða steinn hafði sitt örnefni, auk lækjar- sytru og tjarnar. Velflest áttu örnefnin sina sögu, og amma sagði frá á sinn skemmtilega og lifandi máta. Þessar stundir voru ómetanlegar. Seinna verða minningarnar samfelldari og f leiri. Ég eignast konu, börn og heimili i fjarlægu byggðarlagi, og alltaf er mikil tilhlökkun þegar von er á ömmu og lang- ömmu i heimsókn.Hún tókmiklu ástfóstri við fjölskyldu mina, og gladdi þaö hana mjög að sonur minn ber nafn hennar. Dótturdóttur mina sá hún þvi miður 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.