Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Page 11
Séra Steingrímur Octavíus
Thorláksson
Séra Steingrimur Octavius Thor-
láksson, sem varð 87 ára i vor, var
jarðaöur iSan Francisco 13. júli 1977,
hann dó skömmu þar áöur i St. Louis,
Missouri, þar sem hann hafði átt
heima hjá dóttur sinni siöast liöin ár.
Octavius — og var þaö nafnið venju-
lega notað — var heiöursræöismaður
íslands I San Francisco um aldar-
fjóröungsskeiö, skipaöur i þá stööu
1944, og sagöi hann af sér fyrir fáein-
um árum. Annars voru helztu starfsár
hans þau 25 ár, sem hann var kristni-
boöi f Japan, 1916 fram aö 1941. Sér
Octavius haföi heimsótt Island þriveg-
is.
Fæöingarbær Octaviusar var
Minneota, nær suövesturhorni Minne-
sótarikis, þar sem faðir hans, séra Ni-
els Steingrimur Thorláksson, var
fyrsti fasti prestur Islendinga i
Minnesóta, er hann tók viö prestakall-
inu áriö 1887. Séra Steingrímur var af
hinni mannmörgu og vel þekktu fjöl-
skyldu Þorláks Jónssonar á Stóru-
Tjörnum i Ljósavatnsskaröi í Suöur-
Þingeyjarsýslu. Kona Steingrims var
Erika Christofa Rynning, af þekktum
biskupa- og prestaættum I Noregi, og
voru þau gefin saman i Minneapolis I
mai 1888. Steingrimur hafði stundað
guöfræöinámiö viö háskólann i Osló
1883-37. og þar kynntust hann og
Erika, bæöi nú löngu dáin. Octavius
var elztur af sex systkinum og fæddist
26. maí 1890, öll systkinin lifa hann —
Anna Margrethe, fædd lika í Minneota,
ekkja séra Haraldar Sigmar og móöir
veröum öll aö lúta. Þá ekki slður vilj-
um viö skólasysturnar þakka Huldu
einstaka og lærdómsrika samfylgd,
allt frá fyrstu kynnum. Hjálpsemi
hennar og greiðvirkni áttu sér engin
takmörk, þaö höfum viö margar reynt.
Bryndisi, Asthildi litlu og systkinum
Huldu vottum við dýpstu samúö.
Hulda var ljóssins barn, unni vori og
gróanda. Henni óskum við fararheilla
til himneskra landa þar sem sólin
gengur aldrei til viöar.
f.h. skólasys.tranna
MargrétHaíisdóttir
prestanna, séra Haraldar og séra
Erics, Kelso, Washington, svo hinn
viökunni læknir i Winnipeg, Paul
Henry Thorbjörn, annar læknir, Har-
alds Fredrick, sérfræöingur i augn-
lækningum, Seattle, Washington, Lor-
entz Hálfdán, I Vancouver, British
Columbia, lengst af hjá stórfyrirtæk-
inu HudsonsBay félaginu,lengi ræðis-
maöur Islands, og Erika Louise Rann-
veig, ekkja Harold M. Eastvold, lög-
fræöings, lengi tónlistarkennari, til
heimilis i Seattle.
Séra Octavius var tvigiftur.
Carolina Kristin hét fyrri kona hans,
oftastnær kölluð Lina dóttir Guöjóns
Ingimundarsonar Thómas, gullsmiös
á Main Street i Winnipeg, og voru þau
gefin saman 12. mai 1916. Lina dó I San
Carlos, Kaliforniu, 20. des. 1956. Attu
þau fjögur börn, sem öll eru á lifi, þrjú
fædd I Japan og sú yngsta i Winnipeg,
Anne Margrethe Bahnsen, San
Francisco, Steingrimur Octavius,
McArthur, Kaliforniu, Niels Erik, San
Francisco, Carol Esther Dowd, St.
Louis, Missouri.
Seinni kona séra Octaviusar, sem
hann gekk aö eiga 6. júní, 1959, var þá
ekkja, dóttir David Ostlund og Inger
Nielsen, konu hans, Liv Cecelie aö
nafni.
Liv og Georg bróöir hennar voru vön
aö segja: „Faöir okkar var Svii, móö-
ir okkar norsk, en viö erum seyö-
firzk.”David Ostlund rak prentsmiöju
nokkur ár á Seyöisfiröi, siðar I
Reykjavik, en fjölskyldan fluttist til
Ameriku 1915. Liv, sem var bæöi
hjúkrunarkona og kennari i handa-
vinnu, giftist Einari Böövarssyni
Oddsson 28. janúar 1918, sem vann viö
röntgenmyndagerö og dó 14. mai 1947,
i Oakland, Kaliforniu. Foreldrar hans
voru báöir fæddir nálægt Reykholti I
Borgarfiröi.
Séra Octavius lauk miöskólaprófi I
Selkirk, Manitoba 1908, faðir hans
varö prestur norskra safnaöa i Park
River, North Dakota og þar i grennd,
1894 , og varö svo prestur islenzka
safnaöarins i Selkirk 1900 og þjónaöi
honum þangaö til 1927, er hann lét af
prestsstörfum á 40 ára prestsafmæli
sinu. B.A. prófilauk Octavius áriö 1913
frá Gustavus Adolphus College I St.
Peter, Minnesota. A hátiðarhaldi viö
þann háskóla 50 árum sföar var séra
Octavius heiöraöur meö „Distinguish
ed Graduate Award,” veitt aöeins
nokkrum sem skaraö hafa fram úr.
Hann lauk guöræðiprófi frá Chicago
Lutheran Seminari, Maywood,
Ulinois, 1916, og slöar stundaöi hann
nám I sálarfræði viö Columbia háskól-
ann I New York 1922. Prestvlgslu fékk
hann 25. júnl, 1916, á þingi Hins
evangelisklútherska kirkjufélags ls-
lendinga I Vesturheimi. Hann haföi
kennt og aöstoðaöi viö préstsstörf á
námsárunum, en vigsla hans var til
trúboðsstarfs i Japan, og var hann
leystur frá þvi starfi eftir 25 ár, meö
komu ásamt fjölskyldunni til Banda-
rikjanna haustiö 1941, réttum mánuöi
áöur en árásin varö gerö á Pearl Har-
bor.
Séra Octavius fór strax aö sinna
ýmsum kirkjustörfum, en á meðan á
striöinu stóö var hann i ábyrgðarmik-
illi stööu hjá stjórninni i Washington,
þarsem þekking hans á japönsku máli
og málefnum var þýöingarmikill
grundvöllur. Þaöan af veitti séra
Octavius ýmsum stöfnuöum prests-
þjónustu um timabil á hverjum staö,
viða meðfram Kyrrahafsströndinni.
Konsúlsstörfin voru llka margfalt
meiri en heiöursstaöa, þau voru oft
tlmafrek i San Francisco i allan þann
aldarfjóröung og meir, sem hann
sinnti þeim. Liv, kona hans, dó fyrir
fáeinum árum eftir langvarandi las-
leika, og þegar heilsa séra Octaviusar
fór aö bila, flutti hann suöur til Esther
dóttur sinnar I St. Louis.
Octavius Thorláksson var friöleik-
maöur, eins og systkini öll, snar i
hreyfingum, fjörugur og skemmtileg-
ur i' viðræöum, og vildi öllum gott
gera. Hann var glaölyndur og bjart-
sýnn og um leiö þolinmóöur I raunum.
Hann var fjölhæfur, meö brennandi
áhuga á öllum þeim mismunandi
störfum, sem hann tókst á hendur.
Þakkarskuld samferöamanna hans er
mikil, og mun veröa bjart yfir minn-
ingu hans um mörg ókomift ár.
Valdimar Björnsson
islendingaþættir
11