Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Qupperneq 12
Ragnar Birgir Baldvinsson
Góöur vinur er allur. Baráttunni er
lokið tveggja ára baráttu ungs manns
sem var fullur af lffsþrá og gerði
áætlanir fram á siöasta dag, hvernig
hann ætlaði að búa i haginn fyrir fjöl-
skyldu sina i framtiðinni. Og hann
gafst ekki upp fyrr en i fulla hnefana.
Riimur mánuður er liðinn siðan hann
gekk i hinzta sinn að störfum I Sjálfs-
bjargarhúsinu, þar sem öllmatseld og
framreiösla var undir hans stjórn. A6
kvöldi þess vinnudags ók hann sem
leið lá vestur I Dali, þar sem hann
haföi eyöibýli á leigu, eyddi þar helg-
inni I hópi vina og venzlamanna en
siðan lá leiðin á Borgarspitalann þar
sem hann lézt að kvöldi 24. sept.
Fjörutiu ár þykir ekki löng manns-
ævi, en Ragnar var búinn að reyna
margt upplifa margt, bæði súrt og sætt
á ekki lengri ævi. Létt lund og rik
kimnigáfa fleytti honum yfir ýmsa
örðugleika sem á leiöinni urðu. Glettn-
in sem blikaöi i augum hans er hann
skaut að manni athugasemdum sin-
um, gleymist seint.
Ragnar var fæddur 3. ágúst 1937 I
Keflavik, en skóla og manndómsár sin
bjó hann i Reykjavik. Fimm ára
gamall fékk hann lömunarveiki og
lamaöist á fæti. Bar hann þess menjar
æ slðan. Hann valdi sér þó að starfa við
afgreiöslu I kjötverzlun lærði siöan
matreiðslu varmörgárá sjóen siðasti
starfsvettvangur hans var eldhúsið I
Sjálfsbjargarhúsinu. Þangað réöst
hann áður en húsið var tekið I notkun,
vann þar störf brautryðjandans.
Hann kynntist vistfólki heimilisins
trúlega betur en nokkur annar starfs-
maður þar. Mörg undanfarin ár stóö
hann fyrir ferðum fatlaðra til sólar-
landa og var þá gjarnan fararstjóri
sjálfur. Hann átti hugmyndina að
kaupum bifreiðar fyrir fólk I hjólastól-
um, sem Kiwanisklúbburinn gerði að
veruleika og opnaði þar með dyr
margra sem við hjólastólinn eru
bundnir, út í hina viðu veröld.
Tvitugur að aldri gekk Ragnar að
eiga eftirlifandi eiginkonu sina Sigriði
Erlu ólafsdóttur. Þeim varð fimm
barna auðið, sem öll erui foreldrahús-
um, nema elzta dóttirin. Þau sjá nú á
bak umhyggjusömum heimilisfööur,
sem var sLvinnandi heimaog heiman,
að bættum hag heimilisins.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra hefur nú
misst einn af sinum beztu félögum.
Hann vann af lifi og sál að bættum
kjörum fatlaðra i landinu. Hann vissi
hvar skórinn kreppti þvl að „sá er
eldurinn heitastur, er á sjálfum brenn-
ur.” Fritima sinum jafnt og vinnutima
eyddihanni þágu fatlaðra. Ekkert var
taliö eftir sem stuðlaö gæti að bættum
kjörum þessa fólks.
Ragnar var félagslyndur maöur og
hrókur alls fagnaðar á vinafundum.
Litið dæmi um félagslýndi hans má
nefna er einn félagi norður á Akureyri
átti merkisafmæli og honum datt i hug
að, .skreppa ’ ’ norður m eð kvöldferö og
koma til baka með morgunferð. Hug-
myndinni var hrundiöi framkvæmd og
veröur öllum ógleymanlegt er hlut
áttu að máli. Hann kunni að gripa
tækifærið, þegar það gafst, eigin-
leikar, sem of fáum eru gefnir.
Við kveöjum góðan vin og félaga.
Fleiri verða samverustundimar ekki
að sinni, en þó hann sé okkur horfinn,
þá munum við lengi enn ylja okkur við
endurminningamar frá liðnum dög-
um.
Eiginkonu hans og börnum sendum
við innilegar samúöarkveðjur.
Hvil i friði góði vinur.
P.E.T.
Guðmundsdóttir
Guðný
f. 17. október 1895
d. 9. janúar 1978
I dag fimmtudaginn 19. janúar
verður til moldarborin heiðurskonan
Guðný Guðmundsdóttir Laugavegi 137
hér I borg.
Guðný var fædd 17. október 1895 aö
Arahóli á Miðnesi. Foreldrar hennar
voru Sigurborg Torfadóttir og Guð-
mundur Þorsteinsson sjómaður. Guö-
ný var ein af 9 systkinum, og á þeim
tima er hún var að slfta barnskólum
bjuggu að Móhúsum á Miönesi hjónin
Sigriður Jónsdóttir og Einar Hafliða-
son. Voru þau barnlaus og fólust mjög
eftir að fá Guðnýju til fósturs, og af þvi
varö þegar Guðný var sex ára gömul.
Þetta hefur eflaust ekki veriö sárs-
aukalaust hjá foreldrunum, aö senda
eitt barnið sitt frá sér, en fjölskyldan
var stórog fátækt mikil og þau vissu —
eins Guðný sagöi — að hún var að fara
til góðs fólks. E n oft varð henni hugsað
til systkina og foreldra á uppvaxtrár-
um þó að fósturforeldrarnir væru
henni góö.
Guðný vann alla þá vinnu eins og
stúlkur unnu viö sjávarsiöuna I þá
daga, en þá var krafan um llfsþægindi
ekki sú sama og I dag. Aðalatriðiö var
aöhafa isig og á. Guðný var mjög lag-
leg kona og yfir henni mikil reisn og
myndarleiki. Man ég aö einn fullorð-
inn maður sagði mér fyrir 30 árum að
hún hefði gengiö undir nafninu Suöur-
nesjasólin meöal ungra manna á
Suöurnesjum I þá daga.
Guðný fluttist til Reykjavlkur árið
islendingaþættir