Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1978, Síða 16
70 ára
Sigmundur Guðmundsson
frá Melum í Árneshreppi
Vinur minn og sveitungi, Sigmundur
Guðmundsson frá Melum i Arneshreppi
varð sjötugur þann 26. janúar. Af þvi til-
efni sendi ég frá mér nokkrar lfnur sem
afmæliskveðju til hans, þar sem fjarlægð\
ir skilja okkur að.
Sigmundur er fæddur að Melum i Ar-
neshreppi þann 26. janúar 1908. Foreldrar
hans voru hjónin Elisabet Guðmundsdótt-
ir, Péturssonar frá Ófeigsfirði og Guð-
mundur Guðmundsson, Melum. Guð-
mundur Pétursson i Ófeigsfirði, faðir
Elisabetar, var landskunnur atorkumað-
ur, stórbóndi i Ófeigsfirði, hákarlafor-
maður á teinæringnum Ófeigi, sem nú er
geymdur á byggðasafninu að Reykjum,
og kaupfélagsstjóri á Norðurfirði um ára-
bil. Foreldrar hans voru hjónin á Dröng-
um, Pétur Magnússon frá Finnbogastöð-
um (Finnbogastaðaætt) og Hallfriður
Jónsdóttir Guðmundssonar, bónda á Mel-
um, Magnússonar, bónda sama stað.
Guðmundur á Melum, faðir Sigmundar,
var sonur Guðmundar Jónssonar, bónda á
Melum, Guðmundssonar á Melum,
Magnússonar bónda á Melum frá 1796-
1821, en árið 1820 er Jón sonur Guðmundar
orðinn bóndi á Melum. Er það Melaætt. Af
þessum tveim ættum er margt kjarnafólk
komið, konur og karlar, margt afburða-
gáfum gætt og dugnaði. A Melum hefur
sama ættin búið frá 1796 og fram til 1974 er
Guðmundur bróðir Sigmundar hætti bú^
skap þar, eða í 178 ár. — Þau Guðmundur
og Elisabet, foreldrar Sigmundar voru,
eins og hér hefur verið rakið, náskyld, að
öðrum og þriðja frá Jóni á Melum.
Þau Melahjón eignuðust 12 börn, sem
öll komust á fullorðinsár, 8 synir og 4 dæt-
ur, öll mesta greindar og dugnaðarfólk.
Af þeim eru nú 6 á lifi. Var Sigmundur sá
7. i aldursröð þeirra. Guðmundur faðir
þeirra lézt 1. október 1923, aðeins 54 ára.
Var það mikið áfall fyrir heimilið og syst-
kinahópinn, sem enn var að nokkru i
bernsku og yngsta barnið, Guðmunda, þá
ófætt. Elisabet hélt áfram búskap á Mel-
um með aðstoð eldri barna sinna. Var
Guðmundur, elzti bróðurinn, fyrir búi
með móður sinni þar til hann kvæntist og
fór að búa sjálfur, 1942.
Sigmundur ólst upp i foreldrahúsum og
með móður sinni eftir lát föður sins. Eitt-
hvað var hann i Árnesi hjá séra Sveini og
frú Ingibjörgu. Man ég að frú Ingibjörg
gaf honum þann vitnisburð, að aldrei
hefði hún haft annan eins dugnaðardreng
og Sigmundur hefði þá verið. Honum
þyrfti aldrei að segja verk, sagði hún,
blessuð gamla konan. Hann var snemma
dugmikill og kappsfullur svo aö af bar.
Hann var hamhleypa til allra verka, svo
að segja mátti að hann afkastaði tveggja
manna verki að hverju sem hann gekk.
Hann fór til náms i bændaskólann á
Hvanneyri haustið 1926 og lauk prófi það-
an vorið 1928, þá tvitugur að aldri. Sú
skólaganga varð honum gott veganesti þó
hún væri ekki lengri og undirbúningur
undir það nám litill annar en þá tilskilin
barnafræðsla, veitt i heimahúsum.
Nokkru eftir að Sigmundur kom heim
frá Hvanneyri veiktist hann af illkynjaðri
brjósthimnubólgu og varð að fara á
sjúkrahús þar sem hann dvaldi um skeið.
Tókst að veita honum góðan bata svo
hann varð vinnufær á ný. Hygg ég þó að
hann hafi samt upp frá þvi búið að þeim
sjúkleika að ýmsu leyti. Árið 1931 gekk
hann að eiga Sigrúnu Guðmundsdóttur,
fósturdóttur séra Sveins og frú Ingibjarg-
ar I Arnesi, hinni mestu myndar og gæða
konu. Sama ár fór hann i húsmennsku að
Arnesi, fékk jörðina til afnota hjá séra
Sveini, sem þá var að draga saman seglin
I búskap sinum. Bjuggu þau hjónin þar til
vorstins 1939, er þau fluttu að Melum, i
tvibýli móti móður hans og bróöur, Guð-
mundi.
Áður en Sigmundur flutti að Melum
hafði hann búið vel i haginn fyrir sig og
fjölskyldu sina þar, samhliða búskapnum
i Arnesi. Var hann þá búinn að byggja öll
hús frá grunni, ibúðarhús, gripahús og
hlöður úr steinsteypu. Sýndi hann I þessu
undravert framtak og dugnað. Þegar
hann var kominn að Melum hófst hann
strax handa um ræktunarframkvæmdir.
Ræsti hann fram mýrar með handverk-
færum og plægði með hestum og herfaði.
Jókst tún hans fljótt að miklum mun. Þá
voru ekki komin vélknúin jarðyrkjutæki
til sögunnar, eins og siðar varð. Lá I þessu
geysi mikil vinna og erfiði. Er mér ekki
grunlaust um að sú kappgirni, sem hann
sýndi við þetta, hafi ofboðið honum og átt
sinn þátt i að heilsa hans bilaði svo
snemma sem raun varð á.
Hér heima var hann valinn til ýmissa
trúnaðarstarfa fyrir sveit sina. Sat hann i
hreppsnefnd mörg ár og I skattanefnd um
skeið, þar til sú starfsemi var flutt til f jar-
lægra staða, og i skólanefnd var hann um
nokkur ár. Var hann vel til þeirra starfa
fallinn, ágætur reikningsmaður eins og
hann á kyn til, glöggur á málefni, ritfær
vel og skrifaði prýðilega. Jafnhliða bú-
skapnum og þeim störfum, sem hér hefur
verið minnzt á, vann hann oft utan
heimilis að smiðum og múrverki eftir að
það kom til sögu. Þótti öllum gott að fá
hann til verks vegna dugnaðar hans og af-
kastagetu. Þá var hann oft I essinu sinu og
flugu þá af honum brandarar og gaman-
yrði, sem lifgaði allt umhverfið. Minnast
margir enn þeirra daga er þeir vinnufé-
lagarnir, Guðmundur á Kjörvogi og hann,
komu á heimilin til hjálpar og starfs. Þá
var glatt yfir öllum og störfin gengu með
miklum hraða.
Þau hjónin, Sigmundur og Sigrún,
eignuðust 4 börn, 3 syni og eina dóttur.
Þau eru öll afbragðs vel gefin og mann-
dóms menn. Þau eru:
Sveinn, gjaldkeri prentsmiðjunnar
Eddu. Búsettur I Reykjavik.
Rúnar, flugvallarstjóri á Akureyri.
Guðmundur, kennari i Bolungavik.
Elisabet, starfar á Hagstofu Islands i
Reykjavik.
öll hafa þau aflað sér góðrar menntun-
ar. Sveinn lauk námi I Samvinnuskólan-
um, en hin systkinin luku öll prófum við
Menntaskólann á Akureyri og bræðurnir,
Rúnar og Guðmundur, siðan BA prófum.
— Fór þar saman dugnaður þeirra sjálfra
að koma sér áfram við nám og störf, og
metnaður og góður vilji Sigmundar að
styðja þau á þeirri braut.
Sumarið 1962brugðu þau Sigmundur og
Sigrún búi á Melum og fluttust til Akur-
eyrar. Þar hefur hann átt heima siðan.
Framhald á bls. 15^
Islendinqaþættir