Íslendingaþættir Tímans - 25.11.1978, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 25.11.1978, Blaðsíða 4
Gullbrúðkaup: Gísli E. Jóhannesson °g Sigurborg Ólafsdóttir Skáleyjum Einhvern veginn barst mér meö blæn- um, aö þau Skáleyjahjónin, Sigurborg ólafsdóttir og Gisli E. Jóhannesson, ættu 50 ára brúökaupsafmæli þann 23. júní 1978. Að eiga gullbrúðkaup er vissulega merkur áfangi á langri og geftudrjúgri leiö. sém aöeins fáum útvöldum hlotnast. Aölita til baka virðiast ef til vUl ekki svo langt, en séhorftfram á veg, mun flestum finnast sú leiö æriö löng. Og aö baki liggur löng saga, og jafntþó hún sé hvergi skráö. Þann 23. júni 1928 búndust þau Sigur- borgog Gisli heitum um ævarandi trúnaö. Trúnaö, sem ég held aö ekki sé ofmælt aö aldrei hafi fallið skuggi , hvaö þá blettur á. Ég var viösfjarri á ööru landshorni, þegar þessi atburður geröist, og kann þvi ekki aögreinafrá atburðum,enég veit, aö dagur sá var hamingjudagur fleirum en þeim ungu hjónunum. Mæöur þeirra voru nánar vinkonur, og vinátta rikti milii heimila þeirra beggja og hafði svo veriö lengi. Þegar hér var komiö sögu, haföi Gisli veriö stoö og stytta móöur sinnar, Mariu Gísladóttur, er þá var ekkja, en enn haföi búsforráöá Skáleyjum hálfum á móti Skúla Bergsveinssyni, og frænku Mariu, Kristinar Einarssdóttur. Sigur- borg var heimasæta i Hvallátrum, yngsta dóttir hjónanna, Ólinu Jónsdótturog ólafs Bergsveinssonar, Bróöur Skúla. Þau ungu hjónin settust aö I Skáleyjum og hófu þar búskap, en Maria, móöir Gisla, var áfram á heimili þeirra og dvaldist meö þeim alla tiö, meöan ævi hennar entist, eöa þar til áriö 1959, er hún andaöist 91 árs aö aldri. Þeim ungu hjón- unum farnaöist vel búskapurinn, þegar frá byrjun, og enda þótt bú þeirra yröi aldrei mjög stórt á nútima mælikvaröa, reyndist þaö notadrjúgt og gjöfult um margt, enda þekktu þau frá blautu barns- beini, að Breiðafjarðareyjar, þótt gjöful- ar séu, láta ekki gæöi sin i té i rikum mæli öörum en þeim, er látiö geta i móti dugnaö, árvekni, nýtni og hagsýni. Ollum þessum kostum voru ungu hjónin búin, enda ekki ööru vön i uppeldi sinu. Þau vissu, aö kröfur allar uröu þau aö gera til sjálfra sih, en ekki annarra, ef vel ætti aö farnast. Nútima kröfugerö var þá ekki enn komin til sögunnar. Menntunar höföu þau hvorugt notiö, eöa öllu heldur skdla- 4 göngu, svo að teljandi væri, annarrar en þeirrar, er gott sveitaheimili veitti sonum sinum og dætrum á þeirra tima visu, en reynslan hefur svo oft sýnt, aö reynzt hefur mörgum notadrýgri en löng skóla- ganga. Að visu var Gisli viö nám i Lýö- skólanum I Askov veturinn 1925-1926, og mun sú námsdvöl og ferö hafa reynzt honum notadrjúgt veganesti, þó stutt væri, enda var hann greindur vel og fróö- leiksþyrstur. Söngelskur var hann og haföi góöa söngrödd. Sigurborg mun hins vegar engrar skóla- göngu notið haf a, var hins vegar uppalin á mannmörgu og stóru heimili og haföi af reynslunni notiö þar þeirrar leiösagnar, er siik heimili veittu á þeirri tiö. Auk þess haföi hún notiö nokkurrar handmenntar af eldri systrum sinum, er báðar höföu notiö leiösagnar i þeirri grein. En þrátt fyrir þaö hafa þessi sæmdarhjón sýnt þaö, aö þau voru vanda þeim vaxin aö veita forstööu mannmörgu og umsvifamiklu heimili, annastogala upp sin eigin börn, 7 aö tölu, og koma þeim öllum til nokkurs þroska, auk margra annarra barna og unglinga, er nutu skjóls á heimili þeirra lengur eöa skemur, einkum þó aö vori og sumri. Ólafur, faðir Sigurborgar, dvaldi sin siðustu æviár á heimili þeirra, og fleiri gamalmenni nutu þar umönnunar lengur eöa skemur. Um heimili þeirra lék ávallt léttur andi, likastur hlýrri vorgolu, þar var aldrei hret né hrið. Bæöi voru þau hjónin ávallt létt i lund og samhent i öllu. GIsli kunni vel aö meta græskulausa kimni og gat oft I önn og amstri daganna slegiö á þá strengi og þá oft á sinn eigin kostnaö frekar en annarra. Hann var ákafamaöur viö alla vinnu og hliföi sér hvergi, enda voru afköst hans ærin og létt með honum aö vinna. Gestrisni var þeim báöum i blóö borin og gott var aö vera gestur þeirra. Um þetta allt get ég vitni borið af eigin reynslu, eftir aö hafa dvaliö islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.