Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Side 3
Gunnlaugur Karlsson verkstjóri — Svalbarðseyri unnið hvert haust i sláturhúsinu, þannig aðhann gjörþekkti þar hvert starf, og var öllum hnútum kunnur. Tilveru sína byggöi kaupfélagið fyrst og fremst á verkun og sölu landbúnaðarafurða og þar varð starfsvettvangur hans. Honum voru gefnar frjálsr hendur i starfi sfnu og hann varð húsbændum sfnum hollur og trúr. Þaö var einkum við störf hans i slátur- húsinu, sem ég kynntist honum. Þaö var unun að sjá hann viö kjötmat. Allt gekk svo létt og hiklaust. Hann hafði svo næmt auga fyrir kjöti og útliti þess að einstakt má telja. Svo glöggur var hann, að á blæ- brigðum kjötsins sá hann oft og einatt úr hvaöa sveit gripurinn kom. Hann kenndi mér mikið úm verkun og meðferð á kjöti. Kjötmat getur verið vandasamt starf og valdið tortryggni framleiðandans. Aldrei gaf Gunnlaugur tilefni til sliks. Til þess var þekking hans og öryggi of mikið. Siöustu árin var hann yfirkjötsmaður fyrir Norðurland. A hyerju hausti réð hann tugi af fólki til starfa, við hin marg- víslegustu störf i sláturhúsinu, og það var oft furöulegt hvenaskur hann var að velja starf viö hæfi hvers og eins. Hann var virtur af starfsfólkinu og þær kröfur sem hann gerði til þess, voru vandvirkni og trúmennska. 011 verkstjórn var honum mjög auðveld. Vöruvöndun, bæði hvað varöaði kjöt og garöávexti hafðihann algjörlega i fyrirrúmi, og fyrir það uppskar hann rikulega. Starfið var mjög ónæðissamt, margir áttu erindi til hans, og oft hringdi sfminn. Þá furðaöi ég mig oft á hinu frábæra minni hans. Hann hrúgaði ekki upp á minnismiöum og sneplum i kringum sig, mest var lagt á minnið og það stóðst. Er uppbygging sláturhúsa I landinu hófst, komst Gunnlaugur I nokkurn vanda. Nú skyldu byggð griðarstór hús þar sem eingöngu væri lógað sauðfé. Fyrirmyndin var sótt til Astraliu. Hann sá f hendi sér aö slikt yröi aldrei framkvæmanlegt á Svalbaröseyri. Hann vildi sláturhús þar sem hægt væri aö lóga bæöi sauöfé og öðrum búpeningi. Þaö að byggja sláturhús, sem aðeins starfaði 1-2 mán. á ári, taldi hann fráleitt, hann vildi nýta húsiöallt áriö. Lék honum hugur á að vitahvaða háttNorðmenn heföu á þessum málum. Otvegaði ég honum filmu er sýndi störf i nýju sláturhúsi þar. Hreifst hann mjög af verkmenningu þeirrisem hann sá, og vildi kynna sér þaö nánar. Einkum varþað notkun rafmagns- Islendingaþættir tallu, sem reif gæruna af skrokknum að mestu, sem vakti athygli hans. Aö gerðri fyrirspurn til yfirvalda varöandi þessa aðferð, fékk hann þau - svör, að með þessu móti stórskemmdi hann kjötiö og gæruna. íslenskt sauöfé væri öðruvisi en norskt. Þrátt fyrir þetta ákvaöhann að fara til Noregs I fylgd með aðalfláningsmanni sinum, stjórnarmanni og undirrituðum og kynnast þessu af eigin raun. Ferðin var skipulögð af norskum landbúnaðaryfirvöldum og tókst i alla staði mjög vel. Arangurinn varö sá að hann pantaöi þegar þann útbúnað sem hugur hans stóð til og setti upp haustið eftír. Hann afsannaði meö tilraun sinni þá kenningu, að kjöt og gæra skemmdust og það var raunar tilgangurinn. Þetta var 1973 og siöan hefir áðurnefnd aðferö verið notuöá Svalbarðseyri. Að ég get þessa at- buröar hér er einungis vegna þess, að Gunnlaugur var upphafsmaöur þessarar tækni hér á landi. Um þetta leyti fer heilsa hans aö bila. Hann, sem alla tiö hafði veriö hraust- menni og aldrei falliö verk Ur hendi. Sjúkdómur íhjarta fór aö gera vart við sig. Hann varð að fara gætilega, en það var honum ekki að skapi. Verkefnin voru ærin og best leið honum meö vinnandi höndum. Fyrir kom að harkalega var vegiö aö starfsemi þeirri er hann hafði umsjón meö, og það úr her- búðum sem sist mátti vænta. Meðan heilsan og þrekiö var óskert, lét hann sér slikt hnoö í léttu rúmi liggja og hélt sinu striki, en á seinni árum var eins og þetta angraði hann ögn. Gunnlaugur var dulur aö eðlisfari, ekki allra, og allir voru ekki hans. Hann var róttækur i' llfsskoðun sinni og vinur þeirra er minna máttu sin. Heiðarleika og hrein- skilni haföi hann ætið aö leiðarljósi. Eftír meir en 20 ára náið samstarf var hann oröinn mér góöur vinur. Margar stundir áttum viö saman i ró og næði að loknum vinnudegi og þá var ég þiggj- andinn. Hann hafði unun af lestri góðra bóka, en þvi miður áttí hann erfitt með lestur seinni árin sökum sjUkleika. Dvalir á sjúkrahúsi uröu æ tiðari og lengri en heima dvaldi hann á milli i faömi fjöl- skyldu sinnar, oft sárþjáöur. Það var bit- urt aö sjá þennán sterka og vasklega mann smám saman missa starfsþrek sitt. Það var slöastliöiö haust undir lok sláturtiðar, I haustveðri eins og best getur orðiö við Eyjafjörö. Gunnlaugur haföi dvalið heima um stund. Hann gerði boð fyrir mig, og við ókum fram á bryggju. Þar ræddum við lengi saman. Þetta var einasta skiptiö sem égfann hjá honum aö senn færi lifshlaupi hans að ljúka. Hann sat dreyminn á svip við hliö mér og lét hugann reika til áranna, sem að baki voru. Hann fræddi mig um Svalbaröseyri fyrri ára og alla þá erfiðleika sem oft steðjuöu að. Nú blasti við augum athafna- svæöið og litla þorpið sem honum var svo kært. Hér hafði hann búiö og starfaö og fann aö haustið nálgaöist. Hann virti fyrir sér breytinguna og gleöiglampa brá fyrir i dimmum augum hans. Hann sá bústaði nýrrar kynsloöar, sem óðum er aö taka við. Nýtt og glæsilegt kjöt-frystihús, nýja fjárrétt undir þaki og ekki minnst visir aö varanlegri kjörvinnslu. Hann talaði lágri röddu og var þreyttur, en gleðin yfir þvl að nú væri öllu borgiö leyndi sér ekki. í einkalifi sinu var Gunnlaugur gæfu- maður. Hann kvæntist árið 1941 eftir- lifandi konu sinni Rannveigu Eiðsdóttur frá Svalbarðseyri og eignuðust þau 4 börn, öll starfandi á Svalbaröseyri: Karl kaupfélagsstjóri, Birna, húsmóöir, Hreinn verkstjóri og Eiður kjötiönaöar- maöur. Rannveigreyndistmanni sinum frábær eiginkona og Gunnlaugur mat hana mikils. Hún skóp honum hlýtt og notalegt heimili, þar sem hann naut hvildar og umhyggju eftir dagsins önn. Égog fjölskylda min eigum Gunnlaugi mikið að þakka. Hann var trölltryggur vinum sfnum. Útförhansvargerð frá Svalbarðskirkju þ. 10. júli, að viðstöddu miklu fjölmenni. Minning hans mun lengi lifa. AgUst Þorlcifsson Leiðrétting 1 minningargrein um Aöalstein Aöal- steinsson Höfn Hornafirði, féll niður ljóö- lina úr kvæöi. Rétt er kvæöið svona: ,,Ég trúði ekki læknum er ljóðið hann söng um litfögru blómin I klettanna þröng en nú hef ég séö þau og sannleikann veit aö svona er fagurt i Oræfasveit. 1 órofa samhengi litkast hver laut hinn lifvana kvistur er horfinn á braut Og lóan I kjarrinu byggði sitt boi, hér brosir oft döggin i miönætur sól”. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.