Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Page 8
Björnfríður Ingibjörg Elimundardóttir m® I Björnfrlður Ingibjörg Elimundardóttir andaöist I Borgarsjúkrahilsinu I Reykja- vik 6. júli siBastliöinn eftir langa og erfiöa sjúkdómslegu. Hiln var fædd á Melum á Skarösströnd 10. september 1902 og var þriöja dóttir hjónanna Ingibjargar Guömundsdóttur og Elimundar Þorvaldssonar. Aö þeim stóöu traustar bændaættir um Dali og Breiöafjörö. Þegar hUn var á fyrsta ári fluttist fjölskyldan aö Stakkabergi i sömu sveit. Þar bjuggu þau Ingibjörg og Elimundur meöan þeim entist þrek og dvöldust siöan i skjóli barna sinna til ævi- loka. Þau hvila nú i heimagrafreit á Stakkabergi, og þar var Björnfriöur Ingi- björglögt tilhinstu hvildar 14. júli I fögru veöri aö viöstöddu fjölmenni skyldmenna og vina. Daginn áöur heföi fariö fram minningarathöfn i Laugarneskirkju, en I þeirri sókn haföi hún átt heima siöustu æviárin. Barnahópur Stakkabergshjónanna varö stór, sjö systur og einn bróöir. Þegar sú kynslóö var aö alast upp átti ungt fólk færri kosta völ en nú gerist. Börn annarra en embættismanna og stórbænda þurftu aö sjá sér farboröa fljótlega eftir ferm- ingu, og þaö varö hlutskipti Björnfriöar Ingibjargar. Fyrst fór hún I kaupavinnu til nágranna, en siöar réöist hún til árs- vista og þá fyrst út i Breiöafjaröareyjar. Hún var i Elliöaey hjá ólafi Jónssyni og Theodóru Daöadótturogsiöar I Hergilsey ábúi þeirra feöga Snæbjarnar Kristjáns- sonar og Hafliöa sonar hans. Eyjarnar voru fagrar og gögn þeirra og gæöi mikil, en harösótt var oft aö nytja þau gögn. Litt var skeytt um kynskiptingu þegar þurfti aö taka til hendi, hvort heldur var á sjó eöa landi og þurftu konur þvi aö vera jafnvigar á árina og rokkinn og kambana. Björnfriöur Ingibjörg reri þvl stundum til fiskjar og eitt sinn fór hún meö Hergils- eyjarmönnum til selveiöa I Oddbjarnar- sker. Fá störf sem hún vann um dagana munu hafa veriö henni ógeöfelldari en sú veiöiför enda heldur óvægilega gengiö aö sela- og þó einkum kópadrápinu, og hún var mikill dýravinur alla ævi. Leiö hennar lá aftur upp á land, hún fór i vist til sýslumannshjónanna I Stykkis- hóimi og siöar aö Setbergi á Skóg- arströnd. Þar var húh um sjö ára skeiö hjá Mariu Andrésdóttur og Daöa Daniels- syni og börnum þeirra, og undi hún sér hvergi betur. Þarna var mannmargt heimili og glaövært, félagslif var meö 8 mikium blóma f sveitinni, en hún félags- lynd aö upplagi. Þá fluttist Björnfriöur Ingibjörg til Reykjavikur og vann þar aö ýmsum störf- um til 1936 er hún réöst kaupakona til bróöur mins, Bjarna Gestssonar, aö Björnólfsstööum i Langadal. Dvöl hennar þar varð þó öllu lengri en i upphafi var ætlaö, þvf aö ekki skildu leiöir þeirra úr þvi, meöan lif entist. Ekki gengu þau i hjónaband, en húsfreyjusessinn á Björnólfsstööum fyllti hún meö miklum sóma aDa sina tiö. Hún gekk aö verki meö miklum myndarskap bæöi heimilishaldi öllu og handavinnu, og var framúrskar- andi gestrisin og góö heim aö sækja. Aö vor- og sumarlagi voru fáir dagar svo aö gestlaust væri á Björnólfsstööum. Björnfriöur Ingibjörg var meö afbrigö- um skemmtileg i viöræöum. Hún var stál- minnug og ákaflega ættfróö, og frásagn- argáfa hennar með slikri snilld aö hún gæddi hverja frásögn furöulegu lifi. Hún gat til dæmis sagt þeim sem aldrei haföi I Breiöafjaröareyjar komiö þannig frá lif- inu þar aö allt varð ljóslifandi, fólkiö, lifs- barátta þess og venjur. Þeim Bjarna varö ekki barna auðið. Þó varö barnahópur þeirra stærri en margra annarra, þvi aö á hverju sumrivoru þar börn til dvalar, stundum mörg. Þaö voru bæöi skyld börn og vandalaus, sum nógu stór til aö hjálpa til viö snúninnga og hey- skap, en sum minni. Mörg þessara barna dvöldust þar sumar eftir sumar og svo tóku kannski yngri systkini þeirra viö. öllum þessum börnum mun þaö sameig- inlegt, aö minnast dvalarinnar á Björnólfsstööum meö þakklæti, enda hafa þau mörg og aöstandendur þeirra haldiö tryggö viö þau Björnfriöi Ingibjörgu og Bjarna. Þaö voru ekki einungis börn sem nutu dvalar á Björnólfsstööum. Lengi voru þar áheimili gamalmenni, annaö hvort I hús- mennsku eða sem sjúklingar, og fóru stundum ekki þaðan fyrr en I slna siöustu ferö. Þar vil ég nefna meöal annarra móöursysturmina, Steinvöru Bjarnadótt- ur, og Margréti Siguröardóttur. Siöast átti einræn kona, sem bjó i smákofa i landi næsta bæjar, athvarf á Björnólfs- stööum. Björnfriöur Ingibjörg tók hana heim til sln og hlynnti aö henni á allan hátt þegar eitthvaö bjátaöi á, og heföi hún varla lifaö af kalda vetur og sjúkleika annars. Björnfriöur Ingibjörg tók af lifi og sál þátt I félagsmálum sveitarinnar. Störf hennar i þágu kvenfélags Engihliöar- hrepps má best marka af þvi aö þegar hún fluttist burt geröi kvenfélagiö hana aö heiöursfélaga slnum. Björnfrlður Ingibjörg unni öllu iifi og gróöriog þvi var voriö og sumariö hennar besti timi. Húsdýrin og reyndar allar skepnur voru vinir hennar og blómin voru hennar lif ogyndi. Ensú stund rennur yfir okkur öll, aö elli og þreyta segja til sin. Þvi fór svo aö áriö 1972 seldu þau Bjarni jöröina og fluttust til Reykjavikur. Viö- brigöin voru mikil. Bæöi höföu þau alla ævi veriö i tengslum viö hina lifandi náttúru og lengst af átt allt undir sól og regni. Húnvar alinupp viö hinnviöfeöma Breiðafjörö og margbreytilega fegurö hans og haföi siöar búiö viö mikiö og fag- urt viösýni yfir opinn Húnaflóann, þar sem Strandaf jöllin standa vörö i blámóöu fjarlægöarinnar. En nú er Björnfriöur Ingibjörg komin aftur heim. Þó aö hún væri góöur Hún- vetningur meöan hún dvaldi I þvi héraöi er sú taug römm sem dregur rÁka fööur- túna til og hún hvilir nú heima á Stakka- bergi. Ég sendi siöbúnar samúöarkveöjur til Bjarna bróöur mins og annarra vanda- manna og vina hinnar látnu. Herborg Gestsdóttir Islehdinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.