Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Side 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 10. nóv. 1979. Nr. 37 TIMANS Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hagstofustjóri Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hagstofustjóri lést 22. febrúar 1979 nærri 99 ára gamall. Otför hans fór fram 2. mars 1979 frá Dómkirkjunni. Meö fráfalli hans á þjóöin aö baki aö sjá gagnmerkum embættismanni og fræöimanni. Mér er ljúft aö kveöja þennan forvera minn á Hagstofunni og lærimeistara meö nokkr- um oröum, en geri mér ljóst, aö þau ná skammt, er slikur maöur á I hlut, enda enginn kostur aö gera dagsverki hans viö- hlítandi skil i blaöagrein. Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur 5. apríl 1880 á Brú i Biskupstungum og voru foreldrar hans Þorsteinn Narfason bóndi þar og kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir. Þau vorubæöi af traustum bændaættum komin. Börn þeirra voru sex og komust þau öll til fulloröinsára. Var Hannes þjóö- skjalavöröur elstur, en Þorsteinn yngstur og 20 ára aldursmunur á þeim. Þeir Þorsteinn og Tómas Guðmundsson skáld eru systrasynir. Þorsteinn ólst upp með Hannesi bróöur sinum frá 11 ára aldri. Stúdent varö hann 1902, með ágætiseinkunn og efstur þeirra 20 sveina, sem þreyttu stúdentspróf þá. Þegar haustið 1902 hóf hann nám i hag- fræöi viö Hafnarháskóla og lauk kandidatsprófi i þeirri grein með hárri einkunn i' ársbyrjun 1906. Mun hann hafa verið fjóröi Islendingurinn sem tók próf i þessari fræöigrein. Eftir heiníkomu gerö- ist hann starfsmaður i atvinnu- og sam- göngumáladeild Stjórnarráösins, en frá ársbyrjun 1909 fluttist hann I fjármála- deild þess, þar sem hann vann aðallega aö hagskýrslugerö. Sú grein af starfsemi fjármáladeildar var skilin frá henni meö stofnun Hagstofunnar I ársbyrjun 1914, og var Þorsteinn þá sjálfkjörinn til aö taka viö embætti hagstofustjóra. Þvi starfi gegndi hann um 37 ára skeiö, til ársloka 1950, enda varö hann sjötugur á þvf ári. Þorsteinn helgaöi Hagstofunni mestan hluta starfskrafta sinna og hann vann þar ómetanlegt brautryðjendastarf viö mjög erfiðar aöstæöur, bæöi inn á viö og út á viö. Þó að hann hafi hlotið almenna viöur- kenningu fyrir störf sin viö forstööu Hag- stofunnar, held ég, aö fæstir geri sér ljóst, hvilikt feiknastarf hann leysti þar af hendi. Vinnudagur hans á Hagstofunni var aö jafnaöi frá þvi snemma á morgn- ana og til 7-8 á kvöldin, og oftast haföi hann heim meö sér skjöl til kvöldvinnu. Sumarleyfi tókhann sér ekki nema endr- um og eins og þá aöeins fáa daga ár hvert. Og afraksturhans var eftir þessu, bæöi að magni og gæöum. Ég hika ekki við aö segja, aömeöal embættismanna á þessari öld standi fáir eða engir honum jafnfætis aö þvi er varðar skyldurækni, afköst og vandvirkni i starfi. Ef telja ætti upp öll opinber störf Þorsteins og störf i þágu félagssamtaka o.þ.h. yrði þaö æði langur listi, sem ekki verður birtur hér. Astæöa er til aö taka fram, að hin fjölmörgu aukastörf hans I ráðum, nefndum o.fl. voru aldrei verk- efni, sem færöu honum mikil laun fyrir litla vinnu. öll slik störf hans voru meö þvi marki brennd, að þau kostuöu hann mikla vinnu. Ótaldar eru þær nefndir, þar sem meginhluti starfsins hvildi á honum, vegna starfsorku hans og ósérhlífni, og vegna þekkingar hans á þeim málefnum, sem um var fjallað hverju sinni. Nefndir ográö, sem Þorsteinn starfaöi i eða með, voru yfirleitt meö mikilvæg verkefni, og ber þar hæst landbúnaöar- vi'sitölunefnd 1943, sem hann var formaö- ur fyrir. Samkvæmt sameiginlegu áliti hennar var lögfest ný skipan verðlagning- ar búvöru, sem slðan I stríösbyr jun hafði veriö eitt helsta deiluefni stjórnmála- flokka og talið mjög erfitt úrlausnar. Þó að hin nýja skipan verðlagningar búvöru gilti i raun aðeins eitt verölagsár, var hún tekin litið breytt inn i framleiösluráöslög 1947, og hefur haldist aö mestu óbreytt siöan. Þar var ákveöiö, aö úrslitavald um ákvöröun búvöruverðs skyldi vera i hönd- um hagstofustjóra sem oddamanns I geröardómi, er úrskuröaöi mál, sem ekki næöist samkomulag um i Sexmanna- nefnd. Þessufylgdi meiri vandi og ábyrgö en áöur haföi veriö lagt á embættismann ríkisins. Einsætt var, aö þetta hlutverk heföi ekki veriö faliö hagstofustjóra, ef i þvi embætti heföi ekki veriö maöur, sem allir hlutaðeigendur treystu vegna rétt- Þorsteinn Þorsteinsson á hausti 1978 sýni hans, vitsmuna og þekkingar. Ritstörf Þorsteins voru ótrúlega mikil aö vöxtum og fjölþætt. Er þar fyrst aö nefna öll rit Hagstofunnar I hagstofu- stjóratlö hans. Hann var sjálfur verk- stjóri viö samningu allra rita i útgáfu- flokknum Hagskýrslur Islands, skrifaöi itarlegan inngang meö þeim öllum og sá um útgáfu þeirra. Hér var um aö ræöa 130 hefti, mörg þeirra þykkar bækur. Þá sá hann sjálfur um útgáfu þeirra. Hér var um að ræöa 130 hefti, mörg þeirra þykkar bækur. Þá sá hann sjálfur um útgáfu mánaðarritanna Hagtlöindi og Statistical Bulletin (varösiöar ársfjóröungsrit), sem erfyrir erlenda áskrifendur. Hann annaö- ist og útgáfu á nafnalistum manntalsins 1703, sem gefnir voru út i heftum á árun- um 1924-47. Ýmis önnur rit samdi hann og gaf út sem hagstofustjóri eöa sem starfs- maöur I fjármáladeild Stjórnarráösins, áöur en hann tók viö forstööu Hagstofunn- ar. — Þorsteinn var ritstjóri handbókar- innar „Iceland”, sem gefin var út af Landsbankanum (uns Seölabankinn tók viö þvl riti). Þessi bók kom fýrst út 1926, og stöan 1930, 1936 og 1946 undir ritstjórn

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.