Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Side 6

Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Side 6
Bjarni Bjarnason Skáney í Reykholtsdal F. 30. sept. 1884 D. 5. júni 1979. „Syngiö Drottni nýjan söng. SyngiB' Drottni, lofiB nafn hans, kunngjöriö hjálp- ráö hans dag eftir dag. Komum meö lof- söng fyrir auglit hans, syngjum gleöiljóö fyrir honum. — Ég vil lofa Drottin meöan lifi, lofsyngja Guöi minum, meöan ég er til”. Þessiorö Heilagrarritningarkoma mér i hug, er ég sest niöur til aö rita nokkur minningar- og kveöjuorö um sveitunga minn og frænda, Bjarna Bjarnason á Skáney, sem látinn er i hárri elli og verö- ur kvaddur frá Reykholtskirkju i dag. A langri ævi haföi hann sungiö Drottni sin- um lof og þökk og lagt fram stærri fórn og meiri þjónustu I þágu kirkjusöngs en nokkur annar í byggö hans. Aö leiöarlok- um skal þess minnst, aö veröleikum og fyrir þaö þakkaö, sem hann lagöi fram til eflingar kirkjulifi og menningar I byggö- um Borgarfjaröar. Bjarni Bjarnason var fæddur á Huröar- baki i Reykholtsdal hinn 30. september áriö 1884. Foreldrar hans voru Bjarni Þorsteinsson, bóndi þar, og kona hans, Vilborg Þóröardóttir. Voru þau hjón af kunnum borgfirskum ættum. Bjarni var sonur Þorsteins Þiörikssonar á Huröar- baki og konu hans, Steinunnar Asmunds- dóttur frá Miövogi. Frá þeim er mikill ættbogi kominn, og taldi Kristleifur fræöi- maöur Þorsteinsson, aö „táp og dirfska” væri einkenni þessarar ættar, sem jafnan er nefnd Huröarbaksætt. Vilborg á Huröarbaki var hins vegar af Deildar- tunguætt. Foreldrar hennar voru Þóröur Oddsson, bóndi á Litlakroppi, og kona hans, Helga Þorvaldsdóttir, bónda á Stórakroppi, Jónssonar, bónda og danne- brogsmanns f Deildartungu Þorvaldsson- ar, sem hin geysifjölmenna Deildar- tunguætt er frá komin. Tveir voru synir þeirra Huröarbaks- hjóna, sem uppkomust. Auk Bjarna, sem hér er minnst, var Þorsteinn óöalsbóndi á Huröarbaki, látinn 1963. Hinn 3. október áriö 1908 kvæntist Bjarni Bjarnason HelguHannesdóttur frá Deildartungu, vel gefinni og mikilhæfri mannkosta konu. Voriö eftir hófu þau bú- skap á Skáney i Reykholtsdal og bjuggu , þar góöu búi hátt á f jóröa tug ára. Bjarni var hygginn og ötull bóndi, framsýnn og framtakssamur. Fertugur aö aldri hlaut hann heiöurslaun Ur styrktarsjóöi Kristjáns konungs IX. fyrir miklar og lofeveröar bUnaöarframkvæmdir. Viö bU- skapinn naut hann ómetanlegs styrks og dugnaöar konu sinnar, sem í engu lét hlut sinn eftir liggja. Bæöi höföu þau lifandi áhuga á ræktun, ekki slst skógrækt, og sýndu hug sinn i verki I þeim efnum. Þau vildu rækta ogfegra landiö og vinna þeirri hugsjón aö græöa sár þess og klæöa þaö skógi. Þau voru I hópi þeirrar æsku, sem stofnaöi Ungmennafélag Reykdæla fyrir rúmum 70 árum. Þau voru sannir fulltrú- ar þeirra vormanna Islands, sem á morgni aldar hófu merkiö ogruddu braut- ina til aukins frelsis og meiri framfara, meiribirtu,meirivormerkja og voráhrifa i lifi og menningu þjóöar. Helga á Skáney andaöist sumariö 1948. Nokkru áöur höföu þau hjónin brugöið búi og höföu þau þá skipt jörö sinni milli barna sinna. Þau hjónin eignuöust fjögur börn. Eitt misstu þau á fyrsta ári, en hin þrjú eru á fööurleiföinni og hafa búiö þar frá unga aldri. Þau eru: Vigdis, húsfreyja i Nesi (nýbýli úr Skáneyjarlandi), gift Guöráöi Davíössyni, bónda þar. Vilborg, húsfreyja á Skáney, gift Marinó Jakobs- syni, bónda þar. Yngstur er Hannes Magnús, bóndi á nýbýlinu Birkihliö i Skáneyjarlandi, kvæntur Brynhildi Stefánsdóttur frá Flateyri. Ollum hefur þeim systkinunum búnast vel á þeirri góðu jörö, sem þau tóku 1 arf frá foreldr- um sinum. Þau hafa komist vel áfram og notiö trausts og viröingar, svo sem foreldrar þeirra. Þó aö Bjarni á Skáney væri góöur og traustur bóndi, er bætti jörö sina mikið aö húsum og ræktun og skilaöi bættu landi i barna sinna hendur, þá er þaö ekki bú- skapurinn, sem mun halda nafni hans á lofti um ókomin ár, heldur þaö mikla og óeigingjarna fórnarstarf, sem hann vann I þágu kirkju og menningar I sveit sinni og byggö. Hann vargæddur óvenju miklum og góöum tónlistarhæfileikum. Frá unga aldri lagöi hann rækt viö þessa náöargáfu sina og miölaöi öörum. Ungur læröi hann orgelleik oggeröist organisti I Reykholts- kirkjuskömmu eftir fermingu. Var hann siðan organisti kirkjunnar samfellt um sjötiu ára skeiö. Einnig var hann i marga áratugi organisti i Siöumúla- og Gils- bakkakirkjum. Spilaöi hann enn I þeim kirkjum, eftir aö hann lét af starfi viö Reykholtskirkju, eöa allt fram undir ni- rætt. Láta mun nærri, aö hann hafi verið kirkjuorgelleikari i þrjá aldarfjóröunga. Hygg ég, aö svo löng og dygg þjónusta I þágu kirkjunnarheyri til eindæma i þessu iandi. Þessi störf leysti Bjarni af hendi með miklum ágætum. Kom þar bæöi til frábærir hæfileikar hans, leikni og snilli, svo og mikil samviskusemi, trúmennska og fórnarlund. Honum var mjög ljúft aö syngja Drottni nýjan söng og lofa nafn hans meö tónum orgelsins. Tónlistin átti hug hans og var honum stöðug uppspretta gleöioghamingju. Þá gleði bar hann inn I lif annarra og jók birtu trúar og menning- ar I umhverfi sinu og samtiö. Þegar Bjarni varö áttræöur, stofnuðu vinir hans, söngfélagar og safnaöarfólk sjóö viö Reykholtskirkju, er bera skyldi nafn hans. Tilgangur sjóðsins var aö kaupa pipuorgel i kirkjuna og stuöla aö eflingu kirkjusöngs I sókninni. Voriö 1966 haföi orgeliö veriö keypt, og lék gamli maöurinn á þaö fyrsta sinni viö ferming- armessu á hvltasunnu þaö ár. Þá var hamingjustund, vitjunarstund I lifi hans og i lifi safnaöarins. Meö orgelkaupunum sýndi sóknarfólk I verki og á veröugan hátt þakklæti sitt og viröingu fyrir þaö mikla fórnarstarf, sem Bjarni haföi innt af höndum I húsi Drottins. Auk orgelleiks i þeim kirkjum Reyk- holtsprestakalls, sem áöur er getiö, spil- aöi Bjarni oft viö messur og athafnir I ýmsum öörum kirkjum I Borgarfiröi. Einnig aöstoöaöi hann viö stofnun kirkju- kóra og leiöbeindi um kirkjusöng viöa I héraöinu. Fyrir þaö eiga kirkjur og söfn- uöir Borgarfjaröar honum mikla þökk aö gjalda. Um skeiö haföi Bjarni á hendi söngkennslu I Lýöháskólanum á Hvitár- bakka og Héraösskólanum I Reykholti. Þá kenndi hann mörgum einstaklingum orgelleik i einkatimum. Voriö 1915 beitti Bjarni Bjarnason sér fyrir stofnun söngfélags i Reykholtsdal, er hlaut nafniö Bræöur. Félag þetta starf- 6 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.