Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Blaðsíða 4
Marinó Guðjónsson Fæddur 18.september 1903. Dáinn 6..júli 1979. Þann 12. júli sl. var til moldar borinn Marinó GuBjónsson, gjaldkeri Bila- smiðjunnar hf. til heimilis að Þykkvabæ 17, Reykjavik. Hann andaðist á Borgar- spitalanum i Reykjavlk, 6. júli s.l. eftir stutta legu, en siðari árin hafði hann átt við vanheilsu að striða, sem að lokum réð hans skapadægri. Marinó var fæddur að Geitagili i örlygshöfn i Rauðasandshreppi. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðjón Bjarnason frá Helgastöðum i Biskups- tungum og Guðbjörg Brynjólfsdóttir frá Kaldbak i Ytrihrepp. Báöir foreldrar hans voru þvi Árnesingar og Sunnlendingar i ættir fram. Guðjón og Guðbjörg bjuggu fyrstu hjúskaparar I Reykjavik, en laust fyrir siBustu aldamót fluttu þau til PatreksfjarBar, og siBar aB Geitagili, en þar bjuggu þau fram undir 6riB 1930, er þau fluttu aftur til Reykjavikur. GuBjón var trésmiBur, og vann hanneinnig aB iBn sinni ásamt búskapnum. Marinó ólst upp i stórum systkinahópi aB Geitagili og eru þau nú öll látin nema yngsti bróBirinn Alexander, sem býr i HafnarfirBi. Samkvæmt tiBaranda þess tima þurfti Marinó ungur að árum aB vinna höröum höndum og dæmi um það, hve vinnan var mikill þáttur I lifi ung- menna þá, er þaB aB strax aB lokinni fermingu á fermingardaginn fór hann á fyrstu vorvertiB út i Kollsvik. Næstu árin vann hann á heimili foreldra sinna og á vertiBum viB Patreksfjörö. AriB 1923 flutt- ist hann til Reykjavikur, og átti hann þar heima allt tii dauöadags. Þegar til Reykjavikur kom hóf Marinó trésmiðanám og lauk 'nann þvl áriB 1927. AB námi loknu vann hann viö hús byggingar næstu árin allt fram yfir 1940, en þá fór hann aB vinna hjá Agli Viíhjálmssyni hf. viB yfirbyggingar bifreiöa. AriB 1942 stofnaöi hann ásamt fimm öörum BilasmiBjuna hf, og var þar starfsferill hans eftir þaö, fyrst bæöi viB smiBi og gjaldkerastarf, en siöar starfaBi hann eingöngu sem gjaldkeri eftir aö umfang fyrirtækisins var þaB mikiB aö þaö var fullt starf. 6. janúar á þrettandanum áriB 1932, kvæntist Marinó eftirlifandi konu sinni GuBrúnu Helgu Theódórsdóttur, fæddri 9. mai 1907. Það var mikiB gæfuspor I lifi þeirra beggja, þvi elskulegri og sam- rýndari hjónum hefi ég ekki kynnst um dagana. Aldrei féllu þar styggöaryrBi á milli og ást þeirra og viröing hvors fyrir ööru virtust engin takmörk sett. Þegar 4 Marinó og GuBrún hófu búskap sinn voru þau saman f heimili ásamt GuBbjörgu og GuBjóni foreldrum Marinós, fyrst qaö Bergþórugötu 27 er þeir feBgar höfBu byggt, en siöar aB Bergþórugötu 59. Foreldrar Marinós létust báöir á heim- ili þeirra, Guöbjörg áriB 1936, en GuB- jón 1947. Hjá þeim Guöbjörgu og GuBjóni var dótturdóttir þeirra 4 ára, er komiö hafBi til þeirra sem kornabarn, MálfriBur GuBmundsdóttir, og var hún þar áfram á heimilinu til fulloröins ára. Einnig var á heimilinu Steinunn ÞórBardóttir, móöir GuBrúnar, þá ekkja, en hún lést áriö 1953. Allt þetta fólk naut ástrikis og góðrar umönnunar á heimilinu svo lengi sem þess þurfti meö. Þeim hjónum varB 5 barna auöiö og var þeirra barnalán mikiB, öll börnin elskuöu og virtu foreldra sina og alla tiö var þar mjög náiB samband vináttu og kærleika. Börn þeirra hjóna eru þessi: Theodór Steinar kvæntur Magðalenu SigriBi Elia«s dóttur og eiga þau þrjú börn, Guörúnu Helgu, Elias og Steinunni Huldu, og er Guörún Helga elsta barnabarniö, en hún gifti sig 30.júni s.l. og varö afi hennar þeirrar ánægju aönjótandi aB vera viö veglegt brúökaup hennar. Kristrún gift Inga GarBari SigurBssyni tilraunastjóra á Reykhóíum og eiga þau einn son, Hörö Ævarr. Asta Maria gift Bjarna J.Ó. Agústssyni húsgagnasmiö og eiga þau þrjár dætur Asdisi Ósk, Elinu Rósu og Dagný Hrönn. Anna Lóa gift Pálma Sigurössyni bifreiöastjóra og eiga þau þrjá syni, Marinó, Steinar og Sigurö. Gunnbjörn nemi viö Háskóla lslands, I foreldrahúsum. Unnusta hans er Sigrún Baldursdóttir Kynni min af Marinó hófust fyrir 25 árum siöan, er ég kom fyrst á heimili hans meö dóttur hans Kristrúnu unnustu minni og slöar eiginkonu. ViBmótiB var hlýtt og handtakiB traust, þegar ég var boBinn velkominn á heimiliö og allt frá þeirri fyrstu stundu til sIBasta dags var alltaf sama hlýja og elskulega viömótiö, þegar ég kom á heimili tengdaforeldra minna, en þar sem viB hjónin höfum búiB allan okkar búskap úti á landi, komum viö alltaf til Reykjavikur sem gestir og aldrei kom þaö til greina aö fara annaö til dvalar en til þeirra. Margs er aB minnast frá þeim 25 árum, sem ég þekkti Marinó og allt er þaö á einn veg, hugljúft og elsku- legt, sama hvaö upp i hugann kemur. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem viB áttum viö laxveiöiár, sem voru alltof fáar, ekki þaö aö þaö væri aöalatriBi aö veiöa sem mest, heldur hitt aö vera meö honum úti I náttúrunni viB árniö og hreina náttúru. Þaö var honum mikils viröi og þar leiö honum virkilega vel. Marinó haföi mikla unun af allri ræktun og þess vegna fékk hann sér sumar- bústaöaland I Arbæjarblettum og mikla natni og umönnun sýndi hann þeim gróöri sem hann þar ræktaöi, hvort heldur þaö var til augnayndis eBa gagns. Þegar svo slöar Arbæjarblettir voru teknir undir byggingarlóBir fékk hann eina lóö til aö byggja á sem hann og gjörBi og þá hélt hann og þau hjón áfram aö rækta á sinu gamla sumarbústaöalandi skrúögarö, þar sem sama natnin og umhyggjan kom alltaf fram. Ljúfar eru minningar frá þeim stundum er afmæli voru á heimili þeirra hjóna, þvi þá kom jafnan saman stór hópur frænda og vinafólks. Þar var i hávegum höfö hin góöa gamla islenska gestrisni. Avallt var tekiö lagiö og sungiB mikiö og var Marinó þá hrókur alls fagnaöar, enda söngmaBur góöur og mikill músikmaöur,' i var m.a. kórfélagi i Karlakór IönaBarmanna meöan hann starfaði. Þá var ljúft aö minnast þeirra mörgu stunda, þegar afabörnin priluBu upp I fangiö á afa, alltaf áttu þau sama góöa athvarfiB þar, hvort sem eitthvaö bjátaBi á eöa allt lék I lyndi, þvi hann gladdist meB glööum og hryggöist meB hryggum, þannig var hann. Nú skal staöar numiö i upprifjun liBinna ára þótt aöeins séu nefnd örfá atvik. Þótt Marinó flyttist ungur aö árum frá sinni heimabyggö bar hann alla tiö sterka Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.