Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Síða 5
tryggö til átthaganna. Hann var einn af stofnendum BarBstrendingafélagsins i Reykjavik, ótrauBur var hann aB vinna félaginu allt þaB gagn er hann mátti hvort heldur þaö var sem óbreyttur liösmaBur eöa i trúnaöarstörfum. Nú þegar Marinó er horfinn yfir móBuna miklu hlýtur söknuBur okkar allra aö vera mikill er þekktum hann best og þá alveg sérstaklega GuBrúnar eftir n.r 50 ára hjónaband, en hljótum viö ekki aö þakka Guöi fyrir aö hafa fengiö aB kynnast honum og umgangast hann, þvi viB hljótum aö vera betri menn af kynnum okkar viB hann. BiB ég svo GuB aB styrkja alla þá sem um sárt eiga aB binda viö frá- fall hans. BlessuB sé minning hans. lngi Garöar SigurBsson. _L_ I í lok siöustu aldar fór islenzkt þjóöfélag aö breytast úr bændasamfélagi þaö form, sem viB þekkjum i dag. Þá myftduö- ust þéttbýliskjarnar viö sjávarsiöuna, sem urBu aö fiskiþorpum. Eitt þeirra þorpa, sem þá tóku aö myndast, var Patreksfjöröur á Vestfjöröum. Laust fyrir siöustu aldamót settust aö i þessu litla þorpi ung, sunnlenzk hjón, GuBjón Bjarnason, trésmiBur, og kona hans Guöbjörg Brynjólfsdóttir og uröu meöal frumbyggja þorpsins. Þau staö- næmdust þar þó ekki lengur, heldur fluttu yfir fjöröinn og hófu búskap aö Geitagili i örlygshöfn. Þar voru þau um allmörg ár næstu nágrannar foreldra minna og knýttust þar vináttubönd, sem entust ævi- langt. Enda þótt ættir þessara hjóna stæöu ekki i vestfirzkum jarBvegi, litu börn þeirra jafnan á sig sem Vestfiröinga og ræktu skyldur viB þá átthaga sem allir ættarþræöir lægju þangaö. Þau Gilshjón eignuBust 8 börn og var Marinó næst yngstur þeirra. Fæddur aö Geitagili 18. sept. 1903. 1 þessum fáu linum veröur ekki gerö til- raun til aö lýsa æviferli Marinós i einstök- um atriöum, heldur aöeins drepiB á örfá atriöi. Marinó ólst upp hjá foreldrum sinum viö algeng störf, eins og þá geröist I islenzkri sveit. Hann fluttist til Reykja- vikur ásamt foreldrum sinum upp úr 1920. Hann fetaöi i fótspor fööur sins og nam trésmlöi. Siöar gehBist hann einn af stofn- endum BilasmiBjunnar og starfaöi viB þaö fyrirtæki til æviloka. Áriö 1932 kvæntist Marinó Guörúnu Theódórsdóttur, ágætri konu ættaBri úr Arnessýslu. 1 sameiningu skópu þau börnunum sinum 5 fagurt og hlýlegt heimili, þar sem góövild og gest- risni jafnan rikti. Marinó Guöjónsson var hógvær maBur og hávaöalaus. Hann var glaösinna og félagslynáur og átti hægt meö aö blanda geöi viö annaö fólk. Hann var söngvinn og hafBi yndi af tónlist og var fyrr á árum vel Islendingaþættir liBtækur i félagsskap, þar sem söngur var iBkaöur. Eins og áöur sagöi leit Marinó á sig sem Vestfiröing, enda þótt ættir hans væru ekki sprottnar úr þeim jarBvegi. Hann gerBist þvi snemma á árum virkur félagi i Baröstrendingafélaginu i Reykjavik. Hann sat I stjórn eöa varastjórn i meira en 30 ár, nú siöast I aöalstjórn félagsins. Marinó var ekki málskrafsmaöur, sem hátt hafBi á fjölmennum fundum, en þeim mun tillögubetri og fáBhollari og vann störf sin af alúB og festu. Sérhverjum félagsskap er eftirsjón aö, er slikir menn falla i valinn, þar verBur skarö fyrir skildi. Viö félagar BarBstrendingafélagsins þökkum Marinó aö leiöarlokum öll störf hans i þágu félags okkar og flytjum konu hans og börnum dýpstu samúöarkveöjur. Þá flytjum viö og Alexander, bróBur hans, samúBarkveöjur, en á einum mánuBi hefur hann þurft aö sjá á bak tveim syst- kinum sinum, þvi Bjarnveig systir hans lést i siöasta mánuBi. Viö systkini frá Kóngsengjum þökkum ævilanga vináttu og sendum öllum ætt- ingjum og venslamönnum Gilssystkina innilegar samúöarkveöjur. Vikar Daviösson. t Mér er bæBi ljúft og skylt aB minnast mtns ágæta vinar og samferöamanns um áratugi nú þegar hann er allur. ViB bjuggum undir sama þaki árum saman, og fjölskyldur okkar voru nánast eins og ein fjölskylda, enda kona min alin upp hjá foreldrum hans og siöar á heimili Marinós og hans góöu konu. Þaö var löngum stór fjölskylda og þætti nú ærin þröng á þingi, en meB guös hjálp og glööu geöi rikti ein- drægni og samheldni I fjölskyldunni. Ef velja ætti Marinó einkunnarorö gætu þau veriB: Heiöarleiki, hófsemi og misk- unnsemi. Þessir eiginleikar voru rikir i lifi hans alla tiö. Einnig má minnast þess aö hann var sérlega söngelskur. A hátiöis- dögumí og tyllidögum i fjölskyldunni var alltaf mjög gestkvæmt og þá var Marinó hrókur alls fagnaBar og stjórnaBi söngn- um og oft var hressilega tekiö undir, eru margar ljúfar minningar frá slikum kvöldum, um þaö geta hinir mörgu vinir og frændliB boriö. Kona min þakkar nú elskulegum frænda sinum og fóstra og viö hjónin bæöi eigum honum og Guörúnu konu hans þakkarskuld aB gjalda fyrir hiö liöna, hjálpsemina og vináttuna, sem aldrei bar skugga á. Nú rikir sorg og söknuBur I Þykkvabæ 17 og GuBrún mln hefir mikiö misst og fjölskyldan öll. En aöeins þeir sem mikiö hafa átt, geta mikils misst. Timinn mun lækna sárin og sefa sorgina, en eftir standa hugljúfar minningar um elskuleg- an eiginmann og góBan föBur, fóstra og afa, og vin. En ástin er björt, sem barnsins trú hún blikar i Ijóssins geimi. Og fjarlægö og nálægö fyrr og nú, oss finnst þar I eining streymi. Frá heli til llfs hún byggir brú, og bindur oss öörum heimi. Svo orti Einar Benediktsson i hinum fagra sálmi sinum, og veit ég aB Guörún min getur af heilum hug tekiö undir meö skáldinu og huggun er aB trúa þvl aö Vort llf, sem svo stptt og stopult er, þaö stefnir á æöri leiöir. Og nú mun hinn hæsti launa Marinó Guö- jónssyni rikulega aB afloknu ósviknu dagsverki. Blessuö sé minning hans um alla framtiB. Geir Herbertsson. Marinó Guöjónsson veröur kvaddur, hinsta 3inn, fimmtudaginn 12. júli i Foss- vogskirkju. Hann varfæddur 18. sept. 1903 á Geitagili viö PatreksfjörB. Foreldrar hans fluttu þangaB af Suöurlandi fyrir aldamót. Eftirlifandi kona hans Guörun Helga Theódórsdóttir er uppalin I Reykjavik. Marinó lést aöfaranótt föstudagsins 7. júli, eftir stutta legu á Borgarspitalanum. Þau hjónin Marinó og Guörún eignuöust 5börn: Theódór, bifreiBasmiöameistara, kvæntan MagBalenu Eliasdóttur, Krist- rúnu, gifta Inga Garöari Sigurössyni til- raunastjóra, Astu Mariu, gifta Bjarna A- gústssyni húsgagnasmiöameistara: Onnu Lóu, gifta Pálma Sigurössyni og Gunn- björn, ókvæntan, sem stundar nám I viö- skiptafræBi. Marinó var læröur trésmiöur og stund- aöi þá iBn langt fram á áratuginn 30 — 40 aö hann fór aö vinna viB yfirbyggingar á bifreiöar hjá Agli Vilhjálmssyni. Þaö leiddi til þess aö 1942 geröist hann einn af fimm stofnendum h/f Bilasmiöjunnar. SIBan höfum viB unniB hjá sama fyrirtæk- inu. Þegar viö hófum rekstur Bllasmiöj- unnar var Marinó einróma kjörinn gjald- keri fyrirtækisins vegna þess aö viö þekktum hann allir aB einstakri reglu- semi og nákvæmni viö allt sem hann geröi og um heiöarleika hans efaöist enginn og hefur þaö allt staöist I þau rúmlega 37 ár sem hans naut viö. Hann er hæglátur og dagfarsgóBur og hugsaBi mest um aö störf hans væru vel og rétt af hendi leyst, en ný- breytni alla var honum litiB um. A gleöistundum var Marinó hrókur alls fagnaöar. Hann var söngmaBur góöur og músikalskur, söng I karlakór iBnaöar- manna á meöan kórinn starfaöi, enda fannst honum engin gleöi ef ekki var sungiö og spilaö. Hann átti gott plötusafn. Marga gleBistund hef ég átt á heimili þeirra hjóna, þar var góBur andi og margt fólk og glatt enda bæBi hjónin af svokall- aBri Vikingslækjarætt. Nú er skarB fyrir skildi, en minningin er góö og gleymist ekki. Vertu sæll og þökk fyrir samveruna. Gunnar Björnsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.