Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 10.11.1979, Blaðsíða 7
aöi slðan undir ötulli stjórn hans og af miklum þrótti og myndarbrag á fjóröa áratug og lagöi ómetanlegan skerf til borgfirskrar menningar á fyrri helmingi þessarar aldar. Þeir Bræöur sungu viða um héraöið á þessum árum, bæöi á skemmtisamkomum og mótum, I skólum, á hinstu kveðjustundum samferðamanna og viö ýmis önnur tækifæri. Söngur þeirra þótti frábærlega bandaöur og góöur, og uppskáru þeir þakkir og lof manna fyrir list sína og menningarframlag. Ekki hugöu þeir á laun fyrir söng sinn. Gleöin og bræðraböndin, félagsandinn, vináttan og þökkin var það gjald, sem i augum þeirra var öllum launum ofar. Þeir voru gæddir rlkri fórnarlund og félagsþroska og fundu það og reyndu, að fegurö og gleöi llfsins er ávöxtur af fórn. Um skeiö voru þeir Bræöur búsettir I sjö hreppum þessa héraös, en þaö haml- aöi þeim ekki aö koma saman til söngæf- inga og til aö styrkja félags- og bræöra- böndin, þrátt fýrir erfiðar samgöngur þeirrar tiðar. Á hverju hausti höfðu þeir sérstaka „söngviku”, oftast á hinu mikla menningar- og rausnarheimili söngstjór- ans og konu hans á Skáney. Framlag þeirra Bræöratil borgfirskrar menningar verður aldrei ofmetiö né full þakkaö , og þegar menningarsaga þessa héraös veröur skráö, veröur þeirra getiö, og þar ber hæst nafn söngstjórans, sem er kvaddur I dag. Bjarni Bjarnason var mikill áhugamaö- ur um málefni kirkjunnar, svo og allt, sem horföi til betritlöar og meiri mann- ræktar og mannbóta I llfinu. Ungur stofn- aöi hann Góötemplarastúku, og alla ævi var hann stakur bindindis- og reglumað- ur. I áratugi var Bjarni heitinn safnaðar- fulltrúi Reykholtssóknar. Þvi starfi gegndi hann fram undir nirætt og lét sig aldrei vanta á héraðsfundi. Enginn var hann málskrafsmaður á þeim fundum, enda aö eölisfari fremur hlédrægur og dulur, en jafnan reiöubúinn aö leggja góö- um málum lið. Ýmsum fleiri trúnaöar- störfum gegndi Bjarni fyrir sveit sina og héraö, sem hér veröa ekki upp talin, en þeim málum var vel borgið, er falin voru forsjá hans. Hann var maður mjög sam- viskusamur, grómlaus og heiövirður og I hvivetna hinn besti drengur og félags- bróðir. Margs konar trúnaður og viröing var honum sýnd I llfinu. Meöal annars var hann sæmdur riddarakrossi hinnar Islensku Fálkaorðu áriö 1961. Bjarni Bjarnason var vel greindur og viölesinn. Hann var einlægur félags- hyggju- og samvinnumaöur. Og þótt hann virtist stundum fremur fálátur, kunni hann vel aö meta félagsskap og samvistir viö aöra. Mikiöyndi haföi hann af að spila áspil, ogmunu margir minnastmeö gleöi og þakklæti slikra stunda meö honum, oft næturlangt. Bjarni heitinn var trúaður maöur, traustur ogheill. Hann var mjög barngóö- ur, hjálpfús og veglyndur. Jafnan mátti lesa góövild og birtu I svip hans. Og þrátt islendingaþættir fyrir svo háan aldur, var hann lengst af ungur i útliti, léttur og kvikur I hreyfing- um. Yfir öldungnum var heiðrlkja vorsins og æskunnar. Hann horföi á lifið meö aug- um trúmannsins og vormannsins, sem ávallt sér hið bjarta, góða og fagra i lff- inu, væntir ávallt hins bezta, horfir fram til birtunnar og bugast eigi, þrátt fyrir byröar og mótlæti ævinnar. Mörg sln efri ár dvaldist Bjarni heitinn á heimili dóttur sinnar og tengdasonar I Nesi og naut þar góörar aöhlynningar og bjartra ellidaga. Aö siöustu dvaldist hann ISjúkrahúsiAkraness, þar sem hann and- aöistaðkvöldihins 5. þessa mánaöar. Og I dag er hann kvaddur hinstu kveöju I kirkjunni, þar sem hann lék á orgelið og lofaöi Drottin lengur en nokkur annar. Reykholtsdalur og Borgarfjöröur kveöja einn sinna bestu sona meö djúpri viröingu og hjartagróinni þökk. Friöur Guös fylgi honum inn I vorið og á eillföarbraut. Megi hann „vakna viö söngsins helga hljóm I himneskri kirkju” Drottins. Blessuð sé minning góös drengs og göfugmennis. Jón Einarsson, Saurbæ. Bjarni Bjarnason fyrrum bóndi og organisti á Skáney I Reykholtsdal lést I sjúkrahúsi Akraness hinn 5. þ.m. Meö honum er til foldar hniginn einn af frum- herjum og brautryöjendum tónmenning- ar Borgarfjarðarhéraös, hugljúfur per- sónuleiki og einstæður listamaöur. Þessum örfáu oröum minum er ekki ætlað að vera nein upprifjun á æviferli manns.til þess eru mér aörir færari. Mér er eins og öörum, sem nú kveöjum hann einlægar þakkir efst I huga. Ég mun vart veröa svo gamall aö ég gleymi mínum fyrstu kynnum af honumog list hans — þá var ég ungur að árum. Þó orðinn sá bógur aö geta tollað á gömlum dráttarhesti föður mins þær fáu bæjarleiðir sem lágu til kirkjunnar. Þaö er vor I lofti sannkallaö vorveöur — og séra Einar ætlar að messa. Þá er gengiö til kirkju. Ég hrekk litils háttar viö þar sem ég sit viö hliðina á móöur minni, lágur I lofti þegar klukkunum er sam- hringt. Slöan er byrjaö aö leika á orgeliö. Þaö breytist eitthvaö dyr standa opnar inn I áöur óþekkta veröld, fegurri, bjart- ari. Nokkur hópur fólks hefur tekiö sér stööu inni við orgelið meö skrýtnar svartar bækur I höndum, kunnug andlit úr sveit- inni,bændur og búaliö auk nokkurra ung- menna sumra nýkominna heim aö aflok- inni vetrarvist I skólum. Ég hvlsla aö henni móður minni hvaö þetta fólk ætli aö fara að gera —hvaö er hann pabbi aö gera þarna? — en fæ ekki annað svar en áminningu um aö vera stilltur, ég skuli hlusta. Svo er byrjað aö syngja lag Hartmanns, — Nýja skrúðiö nýfærö I — hljómar um okkar litlu kirkju bjartur einradda söngur ungra radda ásamt máttugum tónum orgelsins sem færist i aukana hefja til- veruna I æðra veldi. Ég skynja umhverfið naumast, — skyldi það vera svona hjá Guði. Þótt mikið vatn sé til sjávar runnið siðan þennan eftirminnilega dag, hverfur hann eigi úr minni né fölskvast i daganna rás. Sá neisti var I mér kveiktur, sem ekki varð siðan slökktur. Hafin kynni við söng- gyöjuna sjálfa. Nokkrum árum seinna var ég svo lán- samur að foreldrar minir réðu Bjarna á Skáney I hálfsmánaðartima til aö kenna okkur systkinum, ásamt einni frænku okkar, undirstöðuatriöi I orgelleik. Þaö voru dýrðlegir dagar. Kennarinn ljúf- . menni, sem agaði okkur á þann hátt að ögunin var jafnframt hvatning til frekari dáða. Og kvöldum þeirra daga munum við seintgleyma þegar hann safnaöi heimilis- fólkinu saman við hljóðfærið lét okkur syngja, eöa lék fyrir okkur, stundum fram á nótt. Bjarni lék á orgel með þeim hætti sem kunnugt er þeim er þekktu. Þaö má kannski segja að gömlu stofuorgelin hafi ekki verið merkileg hljóöfæri I saman- burði við pipuorgel höfuðkirkna en sllkir voru túlkunarhæfileikar hans að sumt af þvi sem ég heyrði hann leika hefi ég ekki heyrt aöra gera meö meiri innlifun og næmari tilfinningu. Tilgreini ég sérstak- lega nokkrar styttri preludiur Bachs, auk sönglaga okkar ástsælu tónskálda Inga T. Lárussonar og Sigvalda Kaldalóns. Hygg ég aö ef hann hefði gert orgelleik eingöngu að ævistarfi slnu og notið þeirr- ar menntunar, sem hæfir manni sem er túlkunarlistamaður af Guðs náö þá væri hann löngu þjóðkunnur. En i hugum okkar, sem nutum leiðsagn- ar hans og listar, verður hann hinn ókrýndi meistari stofuorgelsins. Braut- göngumaður sem I byrjun aldar lagði grunninn að söng- og tónmennt I sinni heimabyggð. Oft viö erfiö skilyröi en þó meö þeim árangri aö viö sem byggjum þetta héraö stöndum ekki öörum aö baki hvað það áhrærir. Börnum hans og ættingjum öllum votta ég mlna dýpstu samúö. Viö samvistir og kynni af Bjarna á Skáney vildi ég sist hafa farið á mis, — honum á ég mikiö aö þakka Gamall nemandi 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.