Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1980, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1980, Blaðsíða 4
Helga Jóhannesdóttir Sauðárkróki Helga Jóhannesdóttir var fædd 26. jóli 1898 aö Syöri-Villingadal f Eyjafiröi. Dáin 13. nóv. 1979 á Sauðárkróki. Foreldrar: ólfna Ragnheiöur Jónsdóttir frá Hólum í Eyjafiröi og Jóhannes Rand- versson frá Gullbrekku i Eyjafiröi. Htln missti móöur sfna áriö 1905, sjö ára gömul og fór þá til móöursystur sinnar Sigriöar og manns hennar Davlös Eyrbekk aö Skáldastööum f Eyjafiröi. Htln dvaldist hjá þeim f tvö ár, en fór þá aö Kolgrlma- stööum f sömu sveit til vandalausra og var þar i tvö ár, en fluttist til Skagafjarö- ar 11 ára gömul aö Glæsibæ til Jóhannes- ar bróöur sins og konu hans Sæunnar og er hjá þeim til 17 ára aldurs og flutti þá til Sauðárkróks til Geirlaugar systur sinnar og manns hennar Jóns Þ. Björnssonar. Þar gekk hún i unglingaskóla, en áriö 1919 giftist hún Þorvaldi Þorvaldssyni, syni Þorvaldar Gunnarssonar frá Skföa- stööum 1 Laxárdal og Rannveigar Þorvaldsdóttur frá Framnesi I Blöndu- hlfö, og settu þau saman bú sitt á Sauöár- króki. Þorvaldur var fæddur 4. febr. 1884 og dó 27. des. 1930. Þau eignuöust 7 börn. Elstur var Jóhannes (f. 1920, d. 1939) næst kom Rannveig Ingibjörg (f. 1921), þá Ottó Geir (f. 1922), Guörún (f. 1923) Helga (f. 1925 d. 1927), Helga Ragnheiöur (f. 1927) og Sigriöur (f. 1929). Þegar Helga missir mann sinn frá mikilli ómegö bjóöast vinir þeirra hjóna, systkinin Elln og Þóröur Blöndal á Sauöárkróki til aö taka f fóstur yngsta barniö Sigrföi og ólst hún upp hjá þeim. Aöur haföi frændkona Þorvaldar, Ingibjörg Arnadóttir á Stóra-Vatnsskaröi fengiö I fóstur frá þeim hjónum Guörúnu, 42ja vikna gamla. Var hún þún látin heita nafni móöur Ingibjargar, en þau Þorvaldur og Ingibjörg voru systrabörn og mikil frændsemi og rækt meö þeim systkinum á Stóra-Vatnsskaröi og Þorvaldi og fjölskyldu hans. Framan- skráö eru f örusttu máli helstu æviatriöi Helgu, nokkurskonar sögulegir punktar fengnir frá dætrum hennar. Munu þvf vera réttir svo langt sem þeir ná. En ævi Helgu er auövitaö miklu meiri en slfkir punktar, þó góöir séu og nauö- synlegir i þessu þjóöfélagi ættanna. Þaö ættu þeir aö geta sagt eitthvaö um, er veriö hafa henni samtlöa. Þar meö er ekki sagt aö mér takist aö gera þvi nokkur skil. í öllu falli veröur þaö stutt og f öfugu hlut- falli viö þaö sem minning Helgu á skiliö, aöeins punktar skyndimyndir frá nábýli viö þessa móöursystur mfna frá þvf ég fyrst man eftir. Eins og nefnt er i fyrstu 4 llnum hér, var hún fædd fremst i Eyja- firði, Eyfiröingar i báöar ættir svo langt, sem ættartala nær, þ.e. til landnáms- manns Helga magra. Fastbúandi eyfirsk ætt i framfiröi. Fariö yfir ána til þess aö ná sér i maka. Einu sinni noröur f öxna- dal og einu sinni f Fnjóskadalinn, en I hvorugt skiptiö yfir sýslumörk. 1 þúsund ár býr þessi ættstofn I Eyjafiröinum. En svo skeöur skelfingin f tima Helgu. Móöir hennar deyr, tólf barna hópur tvfstrast. Sum eru tekin I fóstur, önnur fara til vandalausra eöa I vinnumennsku. Móöir undirritaös., Geirlaug, tekin I fóstur til Sigurgeirs Danlelssonar bónda Núpufelli I Eyjafiröi og konu hans Jóhönnu móöur- systur systkinahópsins. Sigurgeir, Jóhanna og Geirlaug flytja svo til Skaga- fjaröar og hann byrjar verslun og útgerö á Sauöárkróki. Mestur hluti systkina- hópsins og faöir þeirra, Jóhannes Rand- versson, flytur smámsaman á eftir þeim til Sauöárkróks og nálægra sveita, þar meötalin Helga. Skýringu á þessari skyndilegu og miklu hreyfingu hef ég ekki fengið, nema ef vera skyldi I kjölfar þess mæta bónda frá Núpufelli og athafnasemi hans þar vestra. Má einnig vera aö nokkru óskin um samheldni systkina- hópsins. A Sauöárkróki var slfk samheldni greinileg I öllu falli. Móöir mfn og Helga uröu nábýliskonur. Okkar hús sunnan Templarahúss, Helguhús aöeins ofar. Nokkurskonar tvöfalt heimili fyrir börn beggja húsanna. Hversu langt man maöur til baka? Kannske man ég þaö fyrst er hún bar okkur krakkana á bakinu út I Templarahús á barnaball. Snjór og vatnselgur úti, spariskór og föt máttu ekki vökna. Þetta hafa veriö allmargar feröir, en gaman fannst öllum. Aöra skyndimynd löngu seinna vil ég nefna. Noröurkoma okkar systkina meö llk fööur okkar I hellirigningu og slagviöri um miöja nótt. Viö komum aö kirkjudyrum meö btlinn. Dapurleg koma til Sauöár- króks. Þá stóöu Helga og Heiöa þar viö tröppurnar og biöu okkar. Hlýjaöi mér ótrúlega slfk trygg vinátta og þátttaka á erfiöri stundu. Þriöja atriöi verö ég aö nefna, húsviöskipti. Ragnheiöur (Heiöa) haföi eignast fbúö i góöri, nýrri blokk viö Vfðigrund. Helga flutti þangaö meö henni, þvi þær hafa alltaf fylgst aö. Gamla húsiö varla fulnægjandi föst vistarvera lengur, en gott til skemmri búsetu (sumarhús) meö smærri lagfæringum. Helga bauö okkur systkinum aö kaupa húsiö, viö höföum ekki getaö keypt hús fööur okkar, þegar hann flutti til Reykjavlkur, enda of stórt til sumarnota. Einhver töf varö á ákvöröun okkar m.a. hvernig skyldi fjármagna. En svo komum viö og gengum aö kaupum. Þá féllu tár af hvörmum frænku okkar. Ég held ekki af þvf aö hafa látiö frá sér sitt elskaöa hús, heldur frem- ur gleöitár yfir þvi aö viö skyldum taka viö og hún þá aö vissu leyti eiga þaö meö okkur. Svona var hún og þetta má vel segja nú, enda „átti hún þaö meö okkur” meöan hún var aö venjast nýja húsinu. Þetta eru aöeins nokkrir punktar úr feröalagi okkar Helgu gegnum tilveruna I um sex tugi ára. Hún hefur veriö okkur mikilvæg móöursystir. Kom þaö best I ljós, þegar viö misstum móöur okkar tæp- lega fertuga frá 10 barna hópi. Nábýli, samstaöa f öllu hefur undirstrikaö eöa átt sinn þátt i þessu samhengi. Nú búum viö oft i gamla húsinu hennar og finnst viö vera heima hjá okkur. Trygglyndi hennar og vinátta hefur veriö okkur ómetanleg. Kjarkur og æöruleysi var annar þáttur I hennarskaphöfnsemlæramátti mikiö af. Dugnaöur og starfsafköst án efa sá þriöji, hún var vikingur til vinnu og ódrepandi viö aö bjarga sér og sinni fjölskyldu, berjast áfram meö börnin. ótrauö til hverskonar vinnu er var aö hafa. sláturhús, fiskvinnu og aö fara I veriö sem ráöskona á Suöurnesjum á útgeröarstöö- um þar, þegar minna var annarsstaöar, I sfldinni á Siglufiröi á tvöföldum vöktum, ráöskona hjá vegagerðarmönnum og brúarsmiöumárum saman, þegar ekkert var um vinnu á Króknum, alltaf meö litlu isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.