Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1980, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1980, Blaðsíða 8
Lauf ey Bæringsdóttir Þann 14. febrUar 1979 lést Laufey Bær- ingsddttir á sjúkrahusi hér I borginni. Andláthennarkomættingjum hennar og vinum ekki á óvart þvi hun hafði átt við langvarandi veikindi aö striða og starfs- dagar hennar orönir langir ogstrangir. Sú kynslóð, sem óxUr grasi um siðust u alda- mót, átti við harðari og óbliðari kjör að búa en æskufólk okkar tfma. Breytingar til batnaðar i þeim efnum eru svo stór- stigar að vart er hægt að gera sér þær I hugarlund. Skortur rikti þá á alþýðuheim- ilum til sjávar og sveita. Þá var oft langt að þreyja þorrann og góuna hjá fátæku fólki. Skólganga barna var stutt og snemma var börnum haldið að vinnu þó kraftarnir væru ekki miklir. 011 tækifæri þurftiaðnota til þessaðhafa til „hnffs og skeiðar" hjá mannmörgum fjölskyldum. Laufey fór ekki varhluta af þessari lifs- reynslu. Ekki var þvl að undra að hún gerðist vegmóð hin siöari ár og hvildinni var hún fegin eftír svo langan og erilsam- an dag. Laufey Bæringsdóttir var fædd þann 14. juli árið 1896 aö Sælingsdalstungu i HvammssveitlDalasýsluogvar þvi á 83. aldursári þegar hUn lést. Foreldrar henn- ar voru Bæring Jónsson og Margrét Siguröardóttir ogvar hún næst yngst af 12 börnum þeirra hjóna. Atta af systkinun- um naöu fullorðinsaldri, hin létust öll I bernsku. Þegar Laufey var fjögurra ára, misstihúnföðursinnogvarmóðir hennar þá vanfær að yngsta barni þeirra hjóna. Heimiliö leystist upp eins og sagt var á þeim árum og varö Laufey þá aö fara til vandalausra. Skilnaðurinn viö möðurina hafði mikil áhrif á hið viökvæma litla barn og svo fast greyptist þessi atburður I hugaLaufeyjaraðfram tíl hinstu stundar var þessi skilnaðarstund henni ofarlega I huga. Tólf ára að aldri komst Laufey aft- ur til móður sinnar og hafa þaö eflaust verið miklir fagnaðarfundir fyrir þær mæögur báöar. Slðar á ævinni gat Laufey endurgoldið móöur sinni alla hennar ræktarsemi, þvi Laufey var þess umkom- in að taka móður sina, Margréti, til sln og annast um hana siðustu árin, en Margrét andaðist á heimili Laufeyjar I hárri elli árið 1940. Laufey dvaldist á æskustöövum slnum I Dölunum til 16 ára aldurs, þá lá leið henn- ar til Reykjavikur I atvinnuleit. Hún réöst sem vinnukona til góðs fólks hérna I borg- inni. Ariö 1920 giftist hún fyrri manni sln- um, Ólafi Eyjólfssyni frá Kötluhóli I Leiru. Stuttu eftír giftinguna fórst Ólafur meö vélbátnum Hauki frá Vatnsleysu- 8 strönd. Eftir andlát Ólafs flutti Laufey til tengdaforeldra sinna aö Kötluhóli og þar • ól hún son sinn, Ólaf. Ekki átti hún þess kost að hafa barnið hjá sér vegna erfiðra aðstæðna, heldur varð hún að skilja það eftir hja tengdaforeldrum sínum og fór til Reykjavikur I atvinnuleit. Slðar átti hún þesskostað taka Ólaf til sin, en hann var þá 12 ára aö aldri. ólafur er nií kvæntur Dagbjörtu Guðjónsdóttur og eru þau hjdn búsett i Hafnarfirði. Ariö 1932 giftist Laufey eftirlifandi manni sinum, Hinriki Jórmundi Sveins- syni, styrimanni úr Reykjavik. Hjóna- band þeirra reyndist mjög farsælt og hef- ur sambúö þeirra varað i 47 ár. Hinrik hefur jöfnum höndum stundaö sjó- mennskuogútgeröum ævina. Þau hjónin fluttust til Flateyjar á Skjálfanda skömmu eftir að þau giftust og voru þar biísett allt til ársins 1949, en þá fluttust þau til Reykjavfkur aftur eftir erilsaman starfsdag og byggðu sér reisulegt hiís aö _Granaskjoli 5 hér i borginni. Fiskisæld mikil var við Flatey á árum áður ogmun það öðru fremur hafa laðaö þau hjón til aö flytjast þangað. Hinrik var góöur sjómaður ogmikill aflamaður. Róið var á litlum bátum og stutt var á hin feng- sælu mið ogmikill afli oft að landi dreg- inn. Hinrik átti sina eigin báta áþessum árum. Umsvif þeirra hjóna fóru vaxandi með árunum og oft voru margir i vinnu hjá þeim. Hinrik byggöi þar reisulegt IbUðarhUs og aöstöðu til fiskvinnslu og mun hin dugmikla kona hans ekki hafa latt hann I þeim framkvæmdum. Starfs- dagurinn var oft langur og þá sérstaklega á sumrin þegar mest af aflanum var dreginn á land. HUsmóöirin þurfti að sjá þeim, sem hjá þeim unnu, fyrir fæði og öðrum aðbúnaði og vann auk þess jöfnum höndum við fiskvinnslu þegar stund gafst frá búverkunum. Laufey var mjög táp- mikil ogduglegkona og taldi ekki eftir sér þo að starfsdagurinn yröi stundum lang- ur. Stundirnar til hvlldar munu oft hafa veriðfáarhjáhenniyfir sumarmánuðina. Flatey á Skjálfanda er fögur eyja og Ut- sýn til landsins heillandi á fögrum og björtum vordegi. Þarrikir „nóttlaus ver- aldar veröld" eins og skáldið sagði. A síð- ari árum ræddi Laufey oft um árin sem þau hjónin dvöldu i Flatey og það trygg- lynda oggóða fólk, sem þau kynntust þar. Efst var henni i huga sólsetrið I Flatey á fögru sumarkvöldi og dimmir og skamm- ir dagar vetrarins viö hið ysta haf. NU eru gömlu félagarnir allir fluttir burt Ur Flatey og eyjan komin iauön. Snögg getur breytingin orðið á skömmum tima. Laufey og Hinrik eignuðust tvær dætur, Guörunu, sem er fædd I Flatey árið 1936 og er hUn gift Jónasi Runólfssyni, fram- reiöslumanni. Yngri dóttirin heitir Margrét, fædd I Reykjavfk árið 1944. Maður hennar er Agust Guðmundsson, deildarstjóri. Kynni okkar Laufeyjar hófust árið 1952. Þá festi ég og kona mln kaup á Ibúð í hUsi þeirra hjona I Granaskjóli 5. Kunnings- skapur okkar hjónanna við þau Laufeyju og Hinrik varð brátt mjög náinn og mikill samgangur var milli heimilanna. Laufey varágætlegagreindogskemmtíleg kona I allri umgengni. HUn var gædd mjög rlkri klmnigáfu og gat alltaf séð það spaugi- lega iflestum málum. Þessieiginleiki var snar þáttur i eðli Laufeyjar. Gaman var á góðum stundum að rabba við þau hjónin og maður kom alltaf Iéttari f Iund af þeim samfundum. Laufey hafði mikið yndi af þvi að spila á spil og mörg kvifldin sat ég hjáþeimaðspilum.Margtvarþá spjallaö ogofthlegiöhátt.Égogkonamín þökkum Laufeyjufyrir þá miklu hlýju og vinsemd, sem hún sýndi tveimur ungum börnum okkar á þessum árum. Börnin okkar áttu alltaf athvarf hjá þeim h jónum á efri hæð- inni og vel var litið eftir þeim. \ í mörg ár hafði Laufey átt við margs konar sjUkleika að stríöa. HUn æðraðist samt aldrei og bar sin veikindi af stakri hugprýöi. Maður hennar og dætur reynd- ust henni mjög vel I langvarandi veikind- um og léttu henni erfiðar stundir. Ég og kona min þökkum Laufeyju að leiðarlokum liðnar samverustundir. Það er göfgandi að kynnast fólki eins og hUn var. Við sendum eftirlifandi manni henn- ar, börnum hennar og öðrum nánum að- standendum innilegar samUðarkveðjur. Far þU i friði Laufey min. Blessuð sé minning þin. Klemens Jónsson. Leiðrétting Fyrirsögn greinar Páls Þorsteins- sonar I Islendingaþáttum 26. janúar s.l. er Þuriður G. Sigjónsdóttir. Fyrirsögnin á aö vera þannig Þuriöur H. Sigjónsdóttir, Hofi. Þetta leiðréttist hér með. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.