Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Blaðsíða 2
Ingibjörg Magnúsdóttir frá Efri-Hömrum Ásahreppi Ég orövana eftir þeim horf&i, sem unni ég heitast og þráöi sem mest — þeim triilyndu ástvinum öllum. sem dskirnar gátu viö hjarta mitt fest. Þú blessaöa ástvini alla I öndvegi hjartans frá gleymsku ég ver, og geymi i geislum og tárum þá gulltöflu hverja, sem dýrmætust er. (Jön Magnússon) Spiritisminn hefur breytt hugmyndum okkar á sviöi trúmála, lýst upp sumstaöar sem áöur var tömt myrkur. Dauöinn er fæöing yfir á æöra sviö. Þar er tekiö á möti hverri mannssál meö meiri ástúö og nákvæmni en maöur þekkir til á jarönesku sviöi, ungur sem aldinn, fátækur eöa rikur. Guö fer ekki i manngreinarálit. Alveg sérstakt fólk hefur þaö hlutverk meöhendi aö taka á móti okkur viö vista- skiptin, og þetta fólk er sérstaklega valiö vegna sérstakra hæfileika þess, vegna ástúöarþelsins. Fullyrt er aö gamlir menn og konur yngist upp i æöra heimi, og nái blóma- aldrinum þar sem hæfleikar mannsins njóta sin best á aldrinum 35-55 ára. Hvernig fer fólk aö þekkjast aftur eftir langan viöskilnað? A æöra sviöi lifsins þar sem andinn er allt, þekkjast menn fyrst og fremst fyrir andlegan skyldleika, hugurinn ræöur þar.meiru um en sjálfir andlitsdrættirnir. Þaö veröa þvi engin vandræöi á þvf aö viö getum þekkt ættingja okkar aftur. „Orofa tryggö viö forna vini”. Ingibjörg haföi bjargfasta skoöun og trú á sambandinu viö lifiö aö loknu þessu. Ingibjörg Magnúsdóttir fæddist 22. júli mælikvaröa bókstafstrúarmanna né kennisetninga kirkjufeöra fyrri alda. Hann varö ákveöinn spiritisti og sann- færöur um llf eftir þetta llf. Tengsl hans I þessum efnum viö hina látnu konu sína voru ekki aö fullu rofin viö skilnaöinn. Brjánslækur hefur miklum stakka- skiptum tekiö siöan Guömundur hóf þar búskap, ekki sist Ibyggingum og ræktun. Upphafsmaöur þeirra framfara er nú fallinn frá en verkin tala og synimir tveir og börn þeirra munu skilja hlutverk sitt. Sigurvin Einarsson 2 1908 aö Efri-Hömrum I Asahreppu Rangárvallasýslu, en andaöist 9. okt. sl. eftir langar og strangar sjúkdómslegur, jarösungin frá Fossvogskirkju 22. okt. sl., kveöjumál fluttá séra Bragi Friöriksson prófastur I Garöabæ. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin frú Stefania, f. 14.10 1878, Amundadóttir frá Bjólu i Djúpárhreppi og m.h. Magnús, f. 23.8. 1870, Björnsson frá Króki, Gaul- verjabæjarhreppi, Arn. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sinum á Efri-Hömrum. Var Ingibjörg I hópi 19 barna en 15 komust upp. Hefur vafalaust fljótt komiö til hennar kasta aö h jálpa til viö heimilis- störfin og annast yngri systkinin sin. Hefur þaö veriö Ingibjörgu hollur undir- búningsskóli fyrir llfiö. Foreldrar hennar voru mjög samhent og samtaka, sann- kallaöar hetjur I haröri lifsbaráttu. En þrátt fyrir erfiöarkringumstæöur og óbllö kjör, andstreymi og þungar raunir sá þeim enginn bregöa. Þau hjónin áttu sameiginlega örugga guöstrú, sem þau höföu drukkiö i sig hjá göfugum foreldrum og þar fundu þau styrk og traust, þegar mest á reyndi. Systkini Ingibjargar voru þessi er upp komust: Þóra Ágústa f. 14.6. 1895. átti Guöíaug Halldórsson. Þorbjörn, f. 13.10. 1897,ókv. bóndi á Efri-Hömrum. Magnea, f. 14.4. 1899,"átti Jens Jensson. Bergþóra f.15.3.1902. átti Jakob Bjarnason. Þorkell Öskar, f.10.7.1909. bóndi á Efri-Hömrum. Asta, andaöist rúmlega þritug á Vífils- stööum. Ragnheiöur dó i frumbernsku. Ingibjörg Kristin, f. 26.4. 1913, átti Magn- ús Magnússon. Þuriður, f. 26.10. 1911, átti Björn Eggertsson.Kristján Öfeigur, f. 5.7. 1910, bóndi á Efri-Hömrum. Sigrlður dó 19 ára gömul. Skúli f. 1.7. 1915, kv. Stefaniu Stefánsdóttur. Jónina Margrét, f. 9.5. 1917, átti Jón Lúðviksson, Ingunn, f. 10.9. 1920, átti Vilhjálm Oddsson. Ingibjörg var stórgáfuö kona, félags- lynd, hreinskilin og blátt áfram i allri framkomu. Tækifæri hennar til að mennt- ast voru takmörkuð, en hún aflaöi sér þrátt fyrir þaö mikillar þekkingar i skóla llfsins, ljóðelsk og söngvin. Ingibjörg var hin mesta- myndarkona, frið sýnum, mörgum góöum kostum búin. Ingibjörg giftist 1929 Snæbirni Isak Kristmundssyni frá Þjóðólfstungu viö Bolungarvik. Eignuöust þau þrjá sonu, sem allir eru á lífi og gegnir borgarar. Kristmundur, ókv. bjó i heimili foreldra sinna, og siöar meö móöur sinni. Stórkostlegt ástúðarsamband, kær- leikur og umhyggja umlék Ingibjörgu frá honum sem lét sér einstaklega annt um móöur slna, öörum til veröskuldaörar eftirbreytni. Viljum viö þakka honum þessa miklu alúö. Magnús kv. Aðalheiði Siguröardóttur. Jón, kv. Höllu Sigurðardóttur. Eftir aö heilsufari Ingibjargar tók að hnigna og stundum lá hún þungar sjúkra- hluslegur, en bráði af og hún fékk að dvelja i heimahúsum, þá dvaldi hún hjá Magnúsi syni sinum og Aöalheiöi tengda- dóttur. Stundaöi tengdadóttirin hana af sérstakri vandvirkni og samviskusemi, beinllnis fædd til þess að likna og hjúkra- Ingibjörg var frábær kona, elskuleg frænka, aösópsmikil og hlaut hvarvetna athygii. Skapgerö hennar var heil °ý traust. Hjálpfýsi henar og hjartahlýja gleymist ekki. Lif hennar var fagurt. Hdn andaðist eins og fyrr segir 9. okt. á Borgarspitalanum i Reykjavik á sjötug- asta og þriöja aldursári. Sonum hennar, tengdadætrum, barna- börnum, systkinum votta ég dýpstu sam- úö. Guö blessi minningu hennar. Frænka islendingaþættii'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.