Íslendingaþættir Tímans - 23.12.1980, Page 4
Þorgeir Stefán Jóhannsson
Fæddur 25. mars 1932
Dáinn 13. mai 1979
Kallið er komiö
komin er nii stundin
viðskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn siðasta blund.
Þessar ljóðlinur komu i huga minn er ég
fregnaði hiö ótimabæra ldt Geira vinar
mins 13. þ.m., vinar mins sem sýnt hafði
svomikið þrek I veikindum undanfarinna
mánaða.
Þorgeir Stefán Jóhannsson var fæddur
25. mars 1932 að Tungu i Bakkagerði i
Borgarfirði eystra og var þvi nýorðinn 47
ára gamall er hann lést. Foreldrar hans
voru Jóhann Helgason bondi að Ósi i
Borgarfiröi eystra og Bergrún Arnadóttir
kona hans sem látin er fyrir nokkrum ár-
um.
Þorgeir var einn af 12 börnum þeirra
hjóna sem á legg komust, en tvö systkina
hansdóu mjög ung. Það má þvi'geta nærri
aðstundum hefur verið þröngt i húsinu að
Ósi og systkinunum þar þvi lærst ungum
að taka til hendi.
Þorgeir var aðeins lOára gamall þegar
hann var sendur i sveit aö Dratthala-
stööum i'Hjaltastaðaþinghá, og var hann
þar á sumrum um margra ára skeið við
heyvinnu og önnur störf. Þegar aldur
leyfði fór hann i brúarvinnu og gekk um
tima að allri algengri vinnu sem fáanleg
var á þeim árum, enda var Geiri ekki
gamall þegar ljóst var að hann var ekki
eftirbátur annarra systkina sinna I
dugnaði og þreki enda munum við sem
vorum svo lánsöm að fá að verða honum
samferða lengur eða skemur á lifsleið
hans ætið minnast hans fyrir hjálpsemi
hans, ósérhlifni og drengskap.
Þorgeir lauk prófi frá Miðskóla Stykkis-
hólms og 1953 frá Samvinnuskólanum.
Hann lagði gjörva hönd á margt á sinni
alltof stuttu ævi enda virtist allt leika i
höndum hans, jafnt i eldhúsinu sem i bil-
skúrnum. Stuttu eftir aö hann útskrifaðist
úr Samvinnuskólanum réðst hann sem
verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Suður-
nesja f Keflavik og gegndí hann þvi starfi
um nokkurra ára skeið. Þaðan réðst hann
á skrifstofu Skipaútgeröar rikisins hér I
Reykjavik og starfaöi þar i fjögur ár. Þá
var Þorgeir forstjóri Sælgætisgerðar I
nokkur ár og ntí siðast var hann
verslunarstjóri i Rafbúð SÍS i Ármúla 3.
Árið 1955 kvæntist Þorgeir eftirlifandi
konu sinni, Valgerði Magnúsdóttur og
4
eiga þau fjögur mannvænleg börn: Ellert
Jón, f. 1.12. 1956, Rögnu Rún f. 16.9. 1957,
JóhannBergf. 8.10. l960ogIduGuörúnuf.
11.12.1967. Ég var svo lánsamur aö kynn-
ast Vallý og Geira báðum i Samvinnu-
skólanum og naut ég hans þá strax i
mörgu eins og svo oft siöar á lifsleiðinm
enda virtist Geiri vinur minn alltaf vera
aflögufær og ekki sist af hlýhug og vin-
áttu. Frændrækni var Þorgeiri mjög i blóð
borin svo sem þeim systkinum öllum,
langt umfram það sem algengt má telja,
enda er gestrisni þeirra hjóna þekkt langt
út fyrir þeirra nánasta vina- og frænda-
hóp.
Við hjónin erum svo lánsöm að hafa
verið heimilisvinir Vallýar og Geira um
margra ára skeið. Þau bjuggu sér fallegt
og gott heimili og voru þau hjónin alla tið
einstaklega samhent um að láta hinum
mörgu gestum sinum, hvort sem voru af
yngri eða eldri kynslóðinni, liða vel. Við
hjónin vorum einnig svo lánsöm að eyða
með þeim sumarfrisdögum okkar nokkr-
um sinnum og fyrir þetta allt erum við
þakklát. Minningarnar eru huggun okkar
i sorginni enda af mörgu góðu að taka,en
þess eins að sakna að hafa ekki borið gæfu
til að eiga með Geira fleiri samveru-
stundir.
Vallý min. við hjónin sendum þér og
börnunum ykkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og
frændfólkið allt i sorg ykkar og hjálpa
ykkur til að horfa fram á veginn.
Reimar Charlesson
söngkona
Fædd 22.október 1910 — Dáin 14,október
1980
Helga Jónsdóttir söngkona á Akureyri
fæddist á Húsavlk 22. október 1910. For-
eldrar hennar voru Guðný Helgadóttir frá
Haganesi i Mývatnssveit og Jón Flóvents-
son verslunarmaöur á Húsavik. Þau hjón
byggðu sér bæinn Haganes við Búðarána
á Húsavlk og þar ólst Helga upp og f jögur
systkini hennar og fóstbróðir að auki.
Sem ung stúlka stundaði Helga versl-
unarstörf á Akureyri og notaði þá einmg
timann til að læra söng hjá Benedikt
Elvar. Siöan fór hún I Samvinnuskólann I
Reykjavik og þar naut hún samtimis til-
sagnar Sigurðar Birkis fyrsta söngmálá'
stjóra þjóðkirkjunnar, i söng.
islendingaþaettir
Helga Jónsdóttir