Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1981, Blaðsíða 2
Steinþór O
Fyrstu spurnir, er ég hafði af Steinþóri,
voru frá Hallgrimi Kristinssyni, forstjóra
Sambands isl. samvinnufélaga. Hann
heimsótti flest kaupfélögin sumarið 1921.
Mörg félaganna voru þá nýstofnuð og
voru að hefja starf. Þá var skollin á mikil
fjárhagskreppa að lokinni fyrri heims-
styrjöldinni, sem kunnugt er, og mörg
félaganna komin i Sambandið, sem taldi
sig eiga skyldum að gegna við þau sem
vænta mátti. Meðal þeirra félaga, sem
Hallgrimur heimsótti þá, var kaupfélag
Austur-Skaftfellinga, er þá hafði starfað i
eitt ár rúmlega. Þar komu til fjárhags-
vandræði og ráðning kaupfélagsstjóra,
þvi að sá sem gegndi þvi starfi hafði sagt
þvi upp. Hallgrimur var á fundi meö
félagsstjórninni i þessum erindum. Hon-
um féll vel við stjórnarmenn alla, en hon-
um fannst þó einn sérstaklega eftirtektar-
verður sökum þess, hversu hann var
greiður i svörum um hvert fundarefni, og
hafði jafnan á takteinum rik rök fyrir
máli sinu en væri þó yngstur fundar-
manna. Þessistjórnarmaður var Steinþór
Þórðarson á Hala og væri bróðir Þór-
bergs, er þá var orðinn nokkuð kunnur hér
i Reykjavik. Honum hafði ég kynnst litils-
háttar, helsti fyrirlestrartimum hjá Birni
M. ólsen háskólarektor og Jóni Aðils dó-
sent, en ég hafði stundum sótt kennslu-
stundir hjá þeim, er ég var nemandi i
Verzlunarskóla Islands 1913-14.
Fram úr þessum málum réðist svo, að
forstaða kaupfélags Austur-Skaftfellinga
var falin mér, frá ársbyrjun 1922, átti ég
þvi fyrir höndum að kynnast Steinþóri
nokkru nánar. Hafði ég ætið mikið saman
við hann að sælda, bæði meðan fjárhags-
erfiöleikarnir voru mestir og miður
ánægjulegir og einnig eftir að hagurinn
batnaði og fært reyndist að snúa sér aö
öðru en getuleysi og vantrú á framtiðina.
Steinþór var ætið hinn glöggskyggni og
velviljaði stjórnarmaður, sem alltaf var
gott að leita til um úrræði, hvort sem var
um ánægjuleg efni að ræða eða önnur
þyngri. Stjórn félagsins var öll samhent
og vann af heilindum, kaupfélaginu til
hags og velfarnaðar öllum ibúum félags-
svæðisins.
Steinþór var æfina út, sami trausti sam-
vinnumaðurinn. Ég hítti hann nokkrum '
Af marggefnu tilefni skai
það ítrekað/ að í íslendinga-
þætti Tímans eru ekki tekn-
ar greinar upp úr öðrum
blöðum. Birtar erugreinar
sem komið hafa í Tímanum
á útfararc(egi viðkomandi.
Afmælisgreinar éru ekki
«ndurbirtar.
1
sinnum, er hann var á ferð hér i Reykja-
vik, og kom til hans heim á Hala og naut
gestrisni hans og skemmtunar.
Ég færi honum bestu þakkir fyrir alla
vinsemd hansog traust mér til handa. Ég
votta konu hans og börnum fyllstu samúð
svo og tengda- og barnabörnum og öðrum
ástvinum, og bið þeim öllum framtiðar-
heilla. Jóntvarsson.
+
Það eitt er víst að allir verðum vér
brottkallaðir af þessu jarðsviði, jafnvel
sumir f blóma lifsins, aðrir I hárri elli.
Samt er erfitt að sjá á bak hærugráum
hal, slíkum sem Steinþóri Þórðarsyni á
Hala. Svo samgróinn var hann umhverf-
inu i Suðursveit og Halabænum, að hvort-
tveggja fær aðra og fölari mynd þegar
hann er ekki lengur innan þessa ramraa.
Þvl fór mér f þessu efni þannig, að ég
einhvern veginn hugsaöi aldrei um það aö
þessi aldna kempa hyrfi á braut og ekki
væri lengur hægt að eiga við hann oröa-
ræður, sér til ómetanlegrar ánægju og fr-
oðleiks.
Lögmálið stendur og Steinþór Þóröar-
son bdndi, félagsmálakempa, frásagnar-
snillingur og sfðast en ekki síst, óvenju-
hlýr maður, er horfinn vinum og sam-
ferðamönnum.
A langri æfi eöa liðlega 88 ár, starfaði
Steinþór á Hala á sviði allra félags- og
menningarmála jafnt f Suöursveitsem og
i sýslufélaginu sem heild. Hann sparaði
sig hvergi, var hiö minnsta i stjórn félaga
i 20 ár og allt að 52 en þann tima sat hann f
stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga.
Slfkt er áreiöanlega algjört einsdæmi á
landinu. Þar sem þessi störf eru flestum
vel kunn ætla ég ekki aö tfunda þau frekar
hér.
Steinþór var á vettvangi þessara mála
allra, afburða liðsmaöur, svo tjá mér þeir
sem gerst þekktu.
Fram á sfðasta ár var hann brennandi
af áhuga á málefnum sýslunnar, fylgdist
með öllu og ræddi málin. Það var lær-
dómsrfkt að heyra hann tala að aöalfund-
um kaupfélagsins, þar var hugsjóna-
maður, eldhugi sem hafði hugmyndir og
ákveðnar skoðanir, og það f takt við tfm-
ann. Steinþór staðnaöi aldrei. Hann skildi
nútfð, vildi halda I þaö besta úr fortfð, en
ávallt var þó hugurinn við það hvernig
þessir þættir yröu þannig ofnir saman aö
framtiðin mætti færa fólkinu heill og
hamingju. Það færi betur að fleiri
geymdu samvinnuhugsjónina svo tæra og
óbrenglaða eins og Steinþóri á Hala veitt-
ist auðvelt I 60—70 ár, grunntónninn er
nefnilega enn óbreyttur.
Ég kynntist ^teinþóri ekki fyrr en ég
settist að héi i sýslu fyrir liðlega 7 árum.
Ég er afar þakklátur fyrir þau kynni.
Mér fannst hátfölegt að ganga i stofu á
Hala og setjast á tal við heimilisfólk. Það
eru góðir straumar f þeim húsum og sam-
band til ýmissa sviöa, þó jarðsviðiö sé nú
raunar hvaö mest notað. Þau ágætu hjón
Ingibjörg Zophóniasdóttir og Torfi Stein-
þórsson hafa búsforráð en i þeirra skjóli
voru þau hjón Steinþór heitinn og kona
hans Steinunn Guömundsdóttir, sem lifir
mann sinn í hárri elli.
Börn voru og eru mörg á Hala, þarna
lifðu og störfuðu saman kynslóðir, 4 ætt-
liðir, ýmist f sambýli eða nábýli.
1 þessu samfélagi var Steinþór á Hala
ættarhöfðinginn, að verðleikum metinn og
miðlaði af fróöleik og hjartahlýjan
streymdi til allra, ekki aðeins hans nán-
ustu, heldur einnig til gests og gangandi-
Engan mann hef ég fyrirhitt sem hafði
slfkt firna minni og kunni svo vel frá aö
segja, að list varð, sem Steinþór Þórðar-
son á Hala.
Þegar ráöist var i útgáfu timaritsins
„Skaftfellings” 1978 datt mér enginn fýi‘r
i hug er ég sem ritstjóri fór að hugsa um
efnisaðföng. Gerði ég gamla manninum
orð að senda nú greinarkorn I heftið eftir
eigin efnisvali. Innan mánaðar barst mér
þykkt bréf og Ur þvi kom handrit 51 síöa,
ritað styrkri hendi og ekki að merkja að
höfundur væri 86 ára. Grein Steinþórs bar
heitið „Sjósókn I Suöursveit”. 37 prent-
aöar sfður af stórmerkum fróðleik er
þannig margt bjargaðist frá glötun, allt
skýrt og vei framsett. Steinþór talaði og
ritaði óvenju gott mál, var skýrmæltur og
kjarnyrtur f besta lagi.
Þann 6. jUnf 1980 hitti ég Steinþór á Hala
sföastí mannfagnaði, þegar byggðasafnið
hér í sýslu var opnaö. Hann var málhress
og hugsunin skýr, en sjáanlega var nú
likamlega þrekiö byrjað aö bila. Þó flutti
Steinþór samkvæminu ávarp og var það
vel og skörulega framsett, svo sem ávallt
hafði verið hans háttur. Nú kvaddi hann
fólk og kvaðst trúlega ekki oftar stfga inn
fyrir þröskuldinn á „GömlubUð”, og sU
varð raunin.
Ég leit við á Landspftalanum I Reykja-
vfk 7. desember s.l., en þar lá Steinþór og
beið aögerðar, sem ekki var fært að fram-
kvæma. Hann var enn bærilega styrkur i
andanum, spurði um aflabrögö linubát-
anna og hafði áhyggjur að tfðarfari heima
fyrir, sem hann fylgdist vel með. Viö
ræddum um hugsanlega heimferö fyr>r
jól. SU ferð var farin, þó eigi alla leið að
Hala, heldur kom Steinþór á Elli- °8
hjúkrunarheimilið á Höfn og virtist hress-
ast verulega þar, tók gleði sina allvel
aftur. Þrekiö var á þrotum og sjUkleikinn
sigraði. Steinþór Þóröarson frá Hala lést
20. þ.m.
Vfsdómur, jákvætt lífsviðhorf, sem
m.a. var fólgið í prUöu og hlýju viömóti.
mun koma f hugann þegar minnst er
Steinþórs á Hala. Björt veröur ávalli
minningin um sterkan persónuleika. _
Ég votta öllum ættingjum samúð mína-
Höfn I Hornafirö'
27. janUar 1981
Friöjón Guðrööarson
Islendingaþaettii”