Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Blaðsíða 3
ár á Fljótsbakka í Reykdælahreppi, en fluttist meö þeim ellefu ára gamall að Breiðumýri og átti þar heima upp frá því langa ævi eða þar til hann andaðist á SjúkrahUsinu á Húsavik 14. febrúar s.l. Ungur hleypti hann heimdraganum, var á Hölaskdlaog í vinnu og vistum i fjarlæg- um sveitum. En hann hvarflaði aftur heim á fornar slöðir. Hann giftist 28. júnf 1920 Gerði Sigtryggsdóttur frá Hall- bjarnarstöðum I Reykjadal. Gerður var f®dd 11. júlí 1896, en andaðist á Sjúkra- húsinu á Húsavik 4. júli 1978. A það hjóna- band bar aldrei skugga. Jósep hafði átt við langvarandi heilsu- leysi að striða og þó að þau hjónin önduðust bæði á sjúkrahúsi höfðu þau bæði notið frábærrar umönnunar barna °g tengdadætra i heimahúsum meðan kostur var. Það var aðeins siðustu dagana sem leitað var annars athvarfs. Jósep og Gerður bjuggu allan sinn búskap á Hreiðumýri alltaf í þröngbýli aðeins á hluta jarðar. Þau höfðu ekki stórt bú en ' fersælt, voru veitendur en ekki þiggj- endur. Þau komu upp niu börnum og er •nannvænlegri hópur vandfundinn. Þetta er ósköp venjuleg saga hjóna I Svnit á þessu timabili. Þau uxu upp á aldarmorgni,fylgdu breytingum tímans, Wku þátt í félagsstörfum nágrennis síns, komu upp mörgum börnum, bættu að- stöðu slna og umhverfi. En það er til önn- Ur og sérkennilegri hlið á lifi þeirra og starfi sem ég tel að megi ekki strax falla I Steymsku. HUn er fáum kunnari en mér °§ engum skyldara að reyna að rifja hana uPp. Usndsímastöð var sett upp á Breiðu- strax og simi var lagður 1906. Yfir 40 r var símstöðin I ibUð Jóseps sem þó Vlrtistekkialltof stór fyrir og hann og fólk ans sá um afgreiðsluna. Stöðin átti að Vera opin þrjá tlma tvisvar á dag eða sex ma alls daglega en var I raun opin allan iarhringinn. Það var meira að segja °flð I simastofunni svo að hægt væri að vara á nóttunni. Breiðamýri stendur við mssgötur og margur þurfti að fá að >>komast í sima” á öðrum timum sólar- Ungs en reglugerð sagði til um, e.t.v. I 'smikilvægum erindagerðum, en ekki ar að þvi spurt- Menn fengu sfna af- ©■eiðslu. k>ö réð hér einna mestu að læknissetur jar á Breiðamýri, fáa metra frá bæ oseps, t þann lag^ni var hægt að ná I síma ^enær sem var á nótt eða degi, væri hann sta?a’ ^V1aAtaf var svarað I símann á tal nn' ’Brelðumýri. Hér get ég trútt um s. að þvi að I nær átján ár svaraði ég I ma læknisins þegar Jósep hringdi. Ef ég ^*^1 heima vissi hann hvar ég var og visað á mig. jj. ®knisþjónusta var þá með nokkuð alh11 fnÖ*;i en nlí> en fyrsta skilyröið var þó þj.. f að ná sambandi við lækni. Fólk ‘^i e t.v. ekki alltaf af stórvægilegum til ®^UnL en ekki nema þvl þætti nauðsyn I , ra- Og fyrir utan bætta líðan og stytt s|endingaþættir veikindi er ekki vandi að telja upp röð til- fella þar sem það mun hafa skipt sköpum I brað um lif eða dauða að simstöðin á Breiðumýri svaraði allan sólarhringinn en ekki bara á þeim tímum sem reglugerð ákvað. Það öryggi sem þessi sjálfboða-þjón- usta Jóseps og fjölskyldu hans veitti ibú- um þáverandi Breiðumýrar-læknishéraðs verður ekki metið eða I tölum talið. En það voru fleiri en þeir, sem vissu aö á Breiðumýri var svarað á óvenjulegum timum. Aðaldælahreppur átti læknissókn til HUsavikur, en símstöð þar lokaði á miðju kvöldi og ekki varð þangað náð fyrri en morguninn eftir. En veikindi fara ekki eftir tímasetningum og þörf að ná tali af lækni er ekki i samræmi við reglu- gerðarákvæði f simaskrá. Aðaldælir vissu að það var svarað á Breiðumýri um kvöld og nætur og þangað var beint kvörtunum á þeim tima sólarhrings. Sama gilti um nágrannana I austri Ibúa á Hólsfjöllum og i Möðrudal. Þeim var auðveldara að ná til Breiðumýrar en til lækna sinn á Kópa- skeri eða Egilsstöðum, þvi að auk fjar- lægða voru sfmstöðvarnar lokaðar mikinn hluta sólarhringsins. Og nágrannarnir I vestri I Ljósavatnsskarði og Fnjóskadal gátu að vísu náð símasambandi til Akur- eyrar en Vaðlaheiði var oft erfiður farar- tálmi ef ekki var nóg að tala. Ef einhver heldur að hér sé ofmælt get ég rifjáð upp eitt kvöld og nótt þegar ég fór I vitjun I Egilsstaða-, Kópaskers-, Húsavikur- og Grenivlkurhéröð sömu nóttina, vegna þess að Breiðamýri svaraði en aðrar stöðvar ekki. En ekki var vist að læknir væri heima eða hægt aðná taliaf honum i sima. Menn komu að hitta hann og gátu þurft að bfða hans langtimum saman. Og þetta fólk þurfti aðstöðu, aðhlynningu, húsaskjól næringu, gistingu. Þá kom til kasta Gerðar hUsfreyju. Hún og Jósep voru með afbrigðum gestrisin og allt, sem menn þurftu og til var, var þeim veitt umtölu- laust og eftirtölulaust af góðum hug og eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þeir, sem þannig leituðu ásjár hafa ábyggilega skipt þUsundum, en sjaldan held ég að þar hafi komið gjald fyrir. Hvert ónæöi og út- gjöld þettaskapaðigetur sá einn imyndað sér, sem á horfði. Hér kemur annar liður þeirrar þakkarskuldar, sem ibúar ná- grannasveita Breiðumýrar standa I við Jósep og Gerði. Og má ég enn bæta við þriðja atriðinu. Læknisþjónusta var eins og ég áður hef nefnt með öðrum hætti fyrir tveim til þrem áratugum en nú, minna um sjúkra- húsvistir, meira um vitjanir læknir á heimili. En bflakostur var minnitvegir öðruvlsi^lægri og lakari og yfirleitt var alls ekki rutt af þeim snjó á vetrum. Læknisferðir gátu þvt oft verið langar og strangar ekki slzt i skammdegi, um kvöld og nætur. Einn maður á ferð I misjöfnu veðri og færi er oft illa staddur og fylgdar- maður eða fylgdarmenn gerðu ferðir læknis oft fljótari og öruggari. Ég man ekki eftir þvi að ég færi nokkurn tima eða nokkurs staðar bónleiður til búðar ef ég bað um fylgd I Reykjadal. En eftir að yngstu synir Jóseps sem enn eru búsettir heima á Breiðumýri urðu fullharðnaðir kom það eins og af sjálfu sér að leita til þeirra. Ekki spillti það að þeir eru heljar- menn að burðum og haldnir þeim undar- lega eiginleika að vélar ganga betur ef þeir eru nærstaddir. SUkri beiðni minni um aðstoð var ævinlega sinnt strax, hvernig sem á öðrum verkum stóð og á hvaða tfma sólarhrings sem var. Og birt- ist hér hinn þriðji liður þakkarskuldar minnar og Þingeyinga við Jósep á Breiðu- mýri og heimili hans. Viðsegjum gjarnan: Þetta tilheyrir allt fortíðinni. Það eru fleiri ár siðan simstöð- in á Breiðumýri var lögð niður, sjálfvirki síminn hefur gert alla næturþjónustu óþarfa. Það hefur ekki þurft að bíða eftir lækni á Breiðumýri eða sinna fólki hans vegna I langan tlma, þvi að þar hefur eng- inn læknir verið I nær tólf ár. Og breyttir og bættir vegir, ný tæki, ný takni, aukið rými á sjúkrahúsum, breyttar aðferðir við stundun heimilislækninga eru komnar til sögunnar. Allt er þetta rétt og I sam- ræmi við þróun timanna. En nýjungar, breytt og vonandi bætt viðhorf geta aldrei dregið Ur mikilvægi þess starfs sem unnið var áður en nýjungarnar birtust né dregið úr þakkarskuld okkar við það fólk, sem hjálpaöi okkur að lifa og starfa á þann hátt sem mögulegt var á hverjum tíma. Viðhjónin fluttum til Breiðumýrar fyrir nær þrjátíu árum siðan og dvöldum þar I tæp átján ár. Okkur var tekið þar ókunnugum með þvi viðmóti og hugarfari sem veitir allt en krefst einskis. Sama gilti um börn okkar þegar þau uxu úr grasi og mörg ungmenni sem hjá okkur dvöldu lengri eða skemmri tíma. Og sú afstaða alls heimafólks á Breiðumýri hefur ekkert breytzt öll þessi ár. Það er hægt að reyna að lýsa þessari alúð kurteisi hjartans, vináttu og tryggð meö orðum sem fest eru á blað. En hún verður ekki metin og aldrei goldin. Þóroddur Jónasson 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.