Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Blaðsíða 8
70 ára Kjartan Bergmann skjalavörður Alþingis, 70 ára. Fyrir riimum áratug átti ég þvi láni að fagna að kynnast einum af bestu son- umþessa lands. Kjartan Bergmann Guöjónsson hefur um langan tima verið buröarstoð Ung- mennafélagsins Vikverja hér i Reykjavik. Kjartan tók þátt i stofnun félagsins 1964 og hefur si'öan verið félaginu sú stoö er félagiö hefur haft hvaö mestan stuðning af. Meö þessum oröum hygg ég, að á eng- an sé hallaö, og allir Vlkverjar taki undir af heilum hug með mér. Allan þann tima sem Kjartan þjálfaöi félagið var vegur þess mikill og glfmu- manna um allt land. Þvi verður að segja eins og er aö á öllu landinu eru ekki marg- ir sem hafa fetaö I fótspor Kjartans hvaö snertir leikni i að kenna, og vinna aö framgangi Islensku glimunnar, áhugi hans og ódrepandi elja viö að vinna að framgangi þessarar ævafornu Iþróttar er slikur aö fá dæmi eru um slikt. Allan sinn starfsferil hefur Kjartan lagt mikla rækt við Iþróttir. Ungur að árum fór hann i tþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar. Þar lagði hann sérstaka rækt við fimleika, glimu og sund, og naut þar kennslu, hinna færustu manna. í 3 áratugi kenndi Kjartan glimu viðs- vegar um landið, og er þvi ekki út i hött aö fullyrða að hann hafi sett mark sitt á glimuna um allt land. 1933-38 er Kjartan við búskap á Sigmundarstöðum I Hálsa- sveit. Hann gengur i lögregluna i Reykjavfk 1945 og er þar til 1951, en þá gerist hann framkvæmdastjóri I.S.I. 1 þau ár sem Kjartan var framkvæmda- stjdri Í.S.l. var mikið um að vera á iþróttasviðinu hérlendis, t.d. voru stór sérsambönd stofnuðm.a. Knattspyrnu- og Sundsamband Islands. Kjartan tók þátt i stofnun Glimusambands Islands og var þar formaður um árabil. Ljóster aðafrekaskrá Kjartans er löng, og ætla ég mér ekki að fara að tiunda hana hér, en ég hefi leitast við að tina hér litið eitt til, en mikið og þó mest ósagt eins og að hann hefur tekið mjög virkan þátt I störfum U.M.F.l. Kjartan Bergmann er fæddur 11. mars 1911 að Flóðatungu i Stafholtstungum, foreldrar hans voru Guðjón Kjartansson og Sólveig Árnadóttir. Kjartaner giftur Helgu Kristjánsdóttur úr Reykjavik en þau eiga 3 dætur. Ég vil óska þér Kjartan, konu þinni og dætrum til hamingju með timamótin og jafnframt óska þess að við glimuunn- endur megum sem lengst njóta góðs af kröftum þinum. Fyrir hönd Ungmennafélags Vikverja i Reykjavik, Kristján B. Þórarinsson- Jósef Heimir Óskarsson Fæddur 20. mai 1964 Dáinn 1. jan 1981. Jósef Heimir var sonur hjónanna Dagnýjar Jóhannsdóttur og óskars Hálf- dánarsonar Aðalstræti _11, Isafirði. Mér er ljúft að minnast frænda mins litla. Litill var hann að visu ekki, en yngsta barn foreldra sinna. Hann var brottkvaddur svo skyndilega og óvænt I hörmulegu slysi. Við höföum rétt kvatt gamla árið og heilsað hinu nýja þegar okkur barst þessi harmafregn. Það er alltaf jafn óskiljanlegt, þegar ungt fólk I blóma lifsins er burt kallaö I skyndi. Ég á margar góðar minningar um kynni min af þessari fjölskyldu, ég man eftirfjórum litlum drengjum, eins klædd- um og ótrúlega prúðum. Brátt kom það i ljós að Jósef hafði talgalla sem útheimti langa göngu milli sérfræðinga, og aö lok- um uppskuröi. A þessu timabili dvaldi hann oft langdvölum hjá móðurömrnu sinni i Reykjavik. Hefur þetta verið hörð raun fyrir ungan dreng, þrátt fyrir ást og umhyggju ömmu hans. Loks er hann hafð' fengið böt meina sinna var hann komin á skólaaldur og samhliða venjulegu nám> þurfti hann að læra að tala. Með frábær; um dugnaði tókst honum þetta. Ég mundj vilja segja eitthvaö ástvinum hans t’1 huggunar en mig skortir orð. En hugsun þeirra verður fögur minning um góðan dreng sem hverfur héðan áður en skuggar lifsins hafa sett mark sitt hann. Ég vil biðja guð að blessa og styrk^ foreldra hans, ömmu, bræður og aðra Þ sem líða vegna þessa atburðar. Blessuð sé minning hans. isrendingap*Ttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.