Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Blaðsíða 4
Jóhann Sveinsson cand. mag. frá Flögn Jóhann Sveinsson var fæddur i Myrkár- dal i Hörgárdal hinn 31. jan . 1897. Foreldrar hans bjuggu þá þar, en fluttust siöar aö Flögu, og viö þann bæ kenndi Jóhann sig. Sveinn faöir Jóhanns var Jóhannesson bónda og smiðs aö Hvassa- felli Jóhannessonar, en móðir hans Hall- friöur Jóhannesdóttir bónda i Flöguseli Gunnlaugssonar. Bæöi voru þau hjón af góðum bændaættum eyfirzkum. mun ég ekki rekja ættir þeirra hér, en visa þeim, sem vita vilja deili á ættunum i æviminn- ingu um Braga ættfræðing, bróöur Jóhanns, eftir Mörtu Valgeröi Jónsdóttur, sem birtist I 11. bindi Sópdyngju, þjóð- sagnariti, sem þeir bræður gáfu lit saman, (1944 og 1951). Eina systur áttu þeir bræöur, Lilju að nafni, er gift var Sigursteini Júliussyni frá Brakanda i Hörgárdal. Hjá þeim hjónum bjó Hall- friöur móðir þeirra, eftir að hún missti mann sinn, er varð bráðkvaddur voriö 1923. Jóhann lauk búfræðiprófi frá Hólum 1917, kennaraprófi 1921 og gagnfræðaprófi utan skóla frá Akureyrarskóla 1924. Settist hann þá I Menntaskólann I Reykja- vi'k og lauk stúdentsprófi þaðan 1927, þrftugur að aldri, og prófi i forspjallsvis- indum við Háskóla íslands 1928. Veturinn 1929-1930 dvaldist hann I Þýzkalandi og Danmörku og sótti námskeið i uppeldis- fræðum í þessum löndum. Haustið 1930 hóf hann nám i islenzkum fræðum viö Háskóla íslands og lauk cand. mag. prófi 1936. Að loknu kennaraprófi varð Jóhann barnakennari I öngulstaöahreppi í Eyja- firöi veturinn 1921-1922 og kennari við unglingaskóla Glæsibæjarhrepps sfðara hluta vetrar 1922-1923. Jafnframt háskólanámi stundaði hann heima- kennslu meira eða minna. Að loknu kand- idatsprófi við háskólann stundaði hann kennslustörf hin næstu ár, við Verzlunar- skóla Reykjavíkur 1936-1937, við Stýri- mannaskólann 1937-1938, 1942-1944, 1946- 1947 og 1948-1949 og við Kennaraskólann 1937-1938. Þá var Jóhann og kennari við unglingaskólann i Keflavik 1938-1939 og við héraösskólann á Eiðum 1940-1941. Arið 1941 var Jóhann ráðinn bókavörður við Borgarbókasafnið i Reykjavik og starfaði viö það, unz hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Jóhann var prófdómari f Islenzku við Gagnfræðaskóla Austurbæjar um hálfa öld. Við Jóhann Sveinsson vorum samstúd- entar, og mér hefir oft orðið það um hugsunarefni, hvernig þaö gat atvik- ast svo, að við skyldum aldrei kynn- ast á menntaskólaárunum, en það átti 4 raunar ekki aðeins við um Jóhann, heldur marga aðra A-bekkinga, sem ég hefi siðar kynnzt og orðið hafa góðir vinir minir. En ég var sjálfur B-bekkingur. Ég man vel, hvernig ég kynntist Jóhanni. Það var i upplestrar- fíiiokkar undir stúdentspróf, og Halldór Vigfússon, samstúdent okkar og hollvinur minn, átti upptök að því. Siðar urðum við Jóhann námsbræður I norrænudeild, eftir að hann hafði orðið að hverfa frá námi er- lendis i' uppeldis- og kennslufræðum, af fjárhagsástæðum, en það voru þær fræði- greinar, sem efstar voru i huga Jóhanns til framhaldsnáms. Það var ekki út i blá- inn að Jöhann valdi sér til náms hér við háskólann íslenzk fræði, þvi að þau fræði munu alla tíð hafa átt hug hans allan, allt frá barnæsku, er faðir hans, sem var góður hagyröingur, kenndi honum fyrstu ferskeytluna. Eftir að við Jóhann urðum námsbræður i norrænudeild slitnaði þráðurinn okkar i milli aldrei. Á háskóla- árum okkar heimsóttum við jafnan hvor annan, og eftir að ég giftist kom hann oft á heimili mitt, aufúsugestur okkar hjóna og barna okkar. Eitt sinn, er hann hringdi I mig, varð Ragnhildur litla dóttir min fyrirsvörum ogbar mér þau skilaboð, að ég ætti aö koma I símann. „Hver vill tala viðmig”, spurðiég. Hún svaraði: „Það er hann Jóhann, sem kveður visurnar”. En Jóhann Sveinsson kom ekki aðeins á heimili mitt og gladdi mig og fjölskyldu mfna með komu sinni, heldur gaf hann mér líka vináttu sina, trausta og óeigin- gjarna vináttu um mörg ár. Kynnum minum við Jóhann átti ég meðal annars að þakka, að ég kynntist Jóhannesi skáldi úr Kötlum og eignaðist vináttu hans, sem jafnan hefir yljað mér um hjartarætur. Jóhann Sveinsson mun jafnan verða minnisstæður öllum þeim, sem honum hafa kynnzt. Hann var mjög sérstæður persónuleiki, bæði í skapi og allri fram- komu, ræðinn og rabbsamur, enda vfða heima. Einkum áttu þó Islenzk ljóð og lausavi'sur hug hans og hjarta. Man ég ekki til þess, að ég hafi nokkru sinni hitt hann svo, að hann færi ekki með eina eða fleiri vísur. Sjálfur var hann hagortur vel og kunni að beita ferskeytlunni svo að hún hitti i mark. Til söfnunar lausavísna og rannsókna á þeim varði Jóhann fristundum sinum um fjölda ára og lagði jafnvel á sig feröalög til fjarlægra lands- hluta til þess að leita uppi kvæðamenn. Fékk hann fræðimannastyrk i þessu skym um mörg ár. Jóhann var og formaður Hagyrðinga- og kvæðamannafélags Reykjavfkur um skeið. Okkur vinum Jóhanns gramdist mjög, hve litið kom út á prenti af vísnasafni hans. Við ásökuðum hann stundum f huganum fyrir afkasta- leysi, en vorum við þess umkomnir að fella áfellisdóm yfir Jóhanni I raun og veru? Er nokkur þess umkominn að áfellast aðra, vitum við i raun og sann- leika aðstæður hver annars og persónú- legar lffsástæður, þótt við höldum oft, að við þekkjum öll lifsverk vina okkar og kunningja og hyggjum okkur vitrari þeim? Jóhann gaf út tvö bindi af vfsna- safni sinu, Ég skal kveða við þig vel 1947 og Höldum gleði hátt á loft 1961. Jóhann birti og nokkur kvæða sinna f blöðum og mun þeirra kunnast „Nóttin með lokkinn ljósa”, fallegt og ljóðrænt kvæði, sem Eý' þór Stefánsson samdi lag við og oft hefir heyrzt sungið i útvarpi. Hann ritaði fjölda greina i blöð og timarit, einkum ritdóma og annað bókmenntalegt efni. Má um þa^ til dæmis nefna „Perlur úr festi” f Skirni 1952 og „Að yrkja stöku” I Unga tslandi 1947, og var það raunar sjálfstæð bók- Jóhann sá að mestu um útgáfu ljóöa Sveins Hannessonar frá Elivogum 1933- Einn var svo ríkur þáttur I háttum Jóhanns Sveinssonar og framkomu, a honum verður ekki fulllýst án þess a minnast á hann, en það var óviðráðanleg árátta hans til þess að nefna menn ek 1 réttum nöfnum sínum, heldur gefa Þe'nj auknefni. Ég held, að hann hafi auknefn okkur flesta skólabræður sina, a.m- ■ sambekkinga sfna, kom þar til al<Ju.jSu munur hans og ungra æringja, sem ský ekki eldri háttu hans og höfðu i fraIT1 áreitni við hann. Ég man, að mér ko þetta i' fyrstu undarlega fyrir, og valð’ oft fyrir mér að átta mig á auknefnú islendingaþ®^ir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.