Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Qupperneq 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 20. mai 1981 20. tbl. TÍMANS Ingimar Oskarsson náttúrufræðinffur f. 27.11. 1892 d. 2.5. 1981 Ingimar óskarsson náttúrufræöingur andaöist i Reykjavlk 2. maf, háaldraöur og fékk hægt andlát. Meö honum er fallinn i valinn merkur visindamaöur og sér- stæöur persónuleiki, fræöimaöur af lifi og sál. Ingimar var hár vexti og hold- skarpur, dökkur á brún og brá. t hópi vakti þessi stóri og magri, mikilleiti maöur óöara athygli. Vel var hann máli farinn, bæöi i samtali og sem útvarpsfyr- irlesari. Ungur minnist ég komu hans á heimili foreldra minna. Pabbi og hann gátu talaö timunum saman um grasa- fræöi og báöir höföu yndi af söng og músik. Seinna naut ég kennslu Ingimars i unglingaskóla á Árskógsströnd veturinn 1921. Fræöari var hann góöur og nemend- úr áhugasamir. Bókhneigöur frá barn- ®sku, haföi hann jafnvel bók meö sér til aö lita i á feröum meö heybandslestina heima I Svarfaöardal! Ingimar fór aö fást viö gróöurathuganir og jurtasöfnun úm fermingaraldur, og skipulagöar fannsóknir frá 1925. Ingimar fæddist 27. nóvember 1892 á Klaengshóli i Svarfaöardal. Foreldrar: öskar Rögnvaldsson bóndi þar og kona hans Stefania Jóhanna Jónsdóttir frá Bryta á Þelamörk 2. okt. 1924 kvæntist lúgimar Margréti Kristjönu Steinsdóttur, siöast bónda I Vatnsfjaröarseli Reykja- fjaröarhreppi i N.-lsafjaröarsýslu. Kona Steins var Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Börn þeirra eru þrjú: Óskar, kunnur ÞýÖandi m.a. fyrir sjónvarpiö, Ingibjörg shrifstofustúlka, lengi I Atvinnudeild Háskólans, siðar i Kennaraháskólanum, Magnús, fyrst prentari en siðan hljómlist- ormaður. higimar tók gagnfræðapróf á Akureyri 1913. Þrátt fyrir prýöilegar námsgáfur ''ar skólasetu hans þar meö lokiö. Mun h®öi hafa valdiö fátækt og fremur léleg heilsa. En sjálfsnám stundaöi Ingimar alla ævi ög komst furöu langt. Hann var lengi barna- og unglingakennari á Dalvik, Akureyri og viöar. Stundaöi lika skrif- stofustörf. Var framkvæmdastjóri Rækt- Ingimar óskarsson meögrasapressuna. í sept 1952. unarfélags Noröurlands 1923-1924 og umsjónarmaöur lystigarösins á Akureyri á sumrin 1929—1931. Formaöur Guöspeki- félagsins Systkinasambandiö á Akureyri 1934—1936, ritari þess 1928—1934. Ingimar varö aöstoöarmaöur viö Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans 1947 og fram á siöustu ár (1978). Mun Arni Friöriksson, góöu heilli, hafa veriö hvatamaöur þeirr- ar ráöningar. Þarna gaf siöan oft aö lita Ingimar grúfandi sig yfir smásjána, telj- andi árhringa I kvörnum fiska og gerandi fleiri sædýraathuganir. Haföi raunar byrjaö á skeldýrarannsóknum löngu fyrr, þegar hann var kennari á Dalvík, og ritaö greinar um þau efni. Þótti nemendum nýstárlegt og fróölegt aö sjá hann kryfja ýsumaga og fremja fleira þvilikt. Ahuga vakti hann sannarlega, bæöi þá I skólan- um og síöar meö fjölda fróölegra útvarps- erinda. Ingimar skrifaöi um skeldýr og kuöunga tvö undirstöðurit: Skeldýrafána I. Samlokur i sjó, og II. Sæsniglar meö skel. Nú eru bæði ritin að koma út á ný i einni bók. Haföi Ingimar lokiö undirbún- ingi að mestu er hann lést. Mest starf liggur þó eftir hann I grasa- fræöi. Lengi vel tók hann fyrir eitthvert landsvæöi til rannsókna á hverju sumri og ritaöi siöan svæöislýsingar um gróöur- fariö, t.d. I Svarfaöardal, Hrisey, Flatey á Skjálfanda o.s.frv. Ritgeröir Ingimars eru fjölmargar, flestar i Náttúru- fræöingnum, en sumar I erlendum tima- ritum, og hjá Visindafélagi Islendinga — og þá á ensku. Eftir 1950 rannsakaöi hann aöallega hina merkilegu ættkvisl undafífla og rit- aöi bæöi bók og greinar um þá. Var um skeið einhver helsti undafiflafræöingur á Noröurlöndum. Hann var i útgáfunefnd 3. útgáfu Flóru íslands, ásamt Steindóri Steindórssyni og undirrituöum 1948. Ritaöi, ásamt Ingólfi Daviössyni, bókina Garöagróöur 1950. Sú bók er nú aö koma út I þriöju útgáfu. Samdi texta viö bækurnar: Villiblómi litum og Stofublóm i litum 1963 og 1964, og Fiskari litum 1960. „Lifiö I kringum okkar” 1964. Um ritstörf Ingimars visast ennfremur til bókanna: íslenskir samtiöarmenn 1965 og Kennara- tal á Islandi 1958. Ingimar var kjörinn félagi I Visinda- félagi Islendinga áriö 1931, heiöursfélagi Hins Islenska náttúrufræöifélags 1960 og heiðursfélagi Félags Islenskra náttúru- fræöinga 1978. Heiðursdoktor Háskóla íslands, verkfræöi- og raunvisindadeild I júni 1977. Hlaut heiöursverölaun úr Asu- sjóði. Þetta sýnir aö margir kunna aö meta störf hans. Ingimar var vinnusamur I besta lagi og mjög nákvæmur. Cti i náttúrunni undi hann sér einn langtimum saman, ég held aö hann i huganum hafi talaö viö blómin. Varö barnslega glaöur ef hann fann tegund á nýjum staö, sá nýtt undafifilsafbrigði, eöa rakst á innihalds- rikan rjúpusarp! Heima var nóg aö gera viö skriftir og koma skipulagi á hiö mikla piöntusafn. Þaö þurfti aö raöa tegundum, lima sem flestar jurtir á papplr og ganga úr skugga um aö greiningin væri örugg- lega rétt. Konan bjó honum gott heimili og skildi köllun hans, enda höföu þau, held ég, kynnst viö störf i Gróörarstööinni á Akur- eyri. Börnin vel gefin og starfsöm. Ingimar varö 88 ára. Þó aö starfsævin væri löng, hérna megin, held ég aö heimfæra megi upp á hann orö, sem sögö voru i oröastaö fööur mins á gamals aldri: „Hinum megin hlakka ég til aö vinna”. Ingóifur Daviösson

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.