Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 2
Þaö er ekki ætlun mln aö rekja æviferil Jdns Helgasonar, ritstjóra. Þaö gera aörir. Frá því aö ég frétti hiö skyndilega og óvænta frdfall Jóns hefur mér hins- vegar oröiö hugsaö til þess meö hvaöa oröum ég mætti lýsa þakklæti minu og annarra Framsóknarmanna fyrir hans mikla æfistarf I þágu Framsóknarflokks- ins. Þegar ég nii sest niöur til aö skrifa þessi þakklætisorö, finn ég hve fátækleg þau hljdta aö veröa. Jóni Helgasyni kynntist ég fyrst ungur af afspurn í gegnum fööur minn. Hann hreifst af rithæfni Jóns, ekki sist hinni næmu tilfinningu hans fyrir islenskri tungu og sögu. Þaö var aöalsmerki Jóns hvort sem um er aö ræöa bækur eöa blaöagreinar, eins og ég hef sjálfur fengiö svo vel aö kynnast siöan. Jón hóf störf sem blaöamaður 22 ára gamall driö 1937. Var þaö hans aðalstarf allttil æfiloka. Allan þennan tima skrifaði Jón i blöö Framsóknarflokksins, fyrst I Nýja-Dagblaöiö 1937—38 og slðan Tim- ann, aö frátöldum 7 drum frd 1953—61 er hann ritstýröi vikublaöinu Frjdls þjóð. Frá 1961 var Jón ritstjóri Tlmans. A þessum langa starfstlma lætur Jón Helgason eftir sig mikiö ritverk, eins og gefur aö skilja. Margt af þvl eru ger- semar. Nægir aö nefna mikinn fróöleik um íslensk og erlend málefni I Sunnu- dagsblaði Tlmans sem lít kom frá 1962— 1974 og Jón ritstýröi lengst af. Jón Helgason var mikill áhugamaöur um þjóömál. Hann var félagshyggju- maöur af hugsjón. Hann vildi sjá ísland óháö og sjálfstætt. Styrkleikann vildi hann sækja I samvinnu einstaklinganna. Jón Helgason baröist fyrir hugsjón sinni I slnum skrifum bæði um þjóömál og stjórnmál. Jón skrifaöi ætlö tæpitungu- laus. Hann skrifaöi mjög gott mál og markvisst. Meö þvl sem Jón lét frá sér fara haföi hann mikil áhrif. Auk blaðamennskunnar var Jón um- fangsmikill rithöfundur. Hann þýddi ýmsar góöar bækur á íslenska tungu og frumsamdi slöari árin margt, bæöi skáld- rit og bækur um sögulegt efni. Fráfall Jdns Helgasonar bar aö mjög óvænt. Hann hafði ekki kennt sér meins. Hans biöu mörg ritverk sem hann hugöist snúa sér aö af krafti. Það er illt aö missa sllkan mann. Sárastur er þó aö sjálfsögöu harmur hans nánustu. Þeim votta ég mlna dýpstu samiiö. Þó md þaö ef til vill vera þeim nokkur huggun aö Jón fékk aö fara á þann máta, sem hann heföi áreiöanlega helst kosiö, dn sjiikdómslegu og kvala. Meö þessum fdtæklegu oröum kveö ég Jón Helgason, ritstjóra og þakka honum ómetanlegt æfistarf I þágu Framsóknar- flokksins. St eingrlm ur Hermannsson. 2 Fráfall Jóns Helgasonar, ritstjóra Tlm- ans, bar aö meö snöggum og óvæntum hætti svo aö vinir hans og vandamenn stóöu orölausir og höggdofa viö fregnina. Þeir vissu ekki annaö en honum slægi hraust hjarta i brjósti. Samt varö hann bráðkvaddur á miöjum degi án nokkurrar viövörunar. Hann var aöeins 67 ára aö aldri, staddur viö áfangaskil I llfi sinu og hugði gott til þess aö sinna hugöarefnum sem biöu hans, vænti sjálfur góöra ára framundan og aörir honum nákomnir aö njóta hans. Svo skjótt getur sól brugöið sumri. Jón tók sér flugfar noröur til Akureyrar föstudaginn 3. júli i tilhlökkunarferö sem staöiö haföi til. Hann ætlaöi aö eyöa ein- um ljúfum sumardegi viö bakkafagra veiöiá meö ágætum vini sinum og svila, Finni Daníelssyni skipstjóra á Akureyri. Næsta dag óku þeir vestur aö Svartá. Síð- degis námu þeir staðar viö neösta veiöi- svæöiö þar sem Svartá fellur djúpblá, prúö og bakkafögur til móts viö Blöndu. Þeir settu saman stengur en áöur en Jón gengi stuttan spölinn fram á bakkann og minntist viö ána snart gesturinn, sem allra biöur, hjarta hans sprota slnum og hann dó inn I land sitt. En Svartá streymdi áfram út I elfina og hélt bláum streng sinum skýrum og tær- um i móöunni langt niöur I dal. Þannig mun strengur Jóns Helgasonar ritstjóra einnig halda sér og skera sig úr langt fram I tlmans straum, ekki aöeins i vitund þeirra sem næstir honum stóöu eöa þekktu hann vel og mega muna þann mann, heldur einnig I vitund þjóöarinnar. Verk hans eru þeim mætti gædd, einkum bækur hans. Þar á hann sinn streng sem lengi mun óma og þjóö hans njóta. Jón Helgason fæddist á Akranesi 27. mal 1914, en foreldrar hans bjuggu þó á Stórabotni i Hvalfiröi þá og lengi síöan, og þar ólst Jón upp i stórbrotinni náttúrufeg- urö sem vlgði hann landinu meö ómáan- legum hætti. Foreldrar hans voru Oddný Sigurðardóttir og Helgi Jónsson, hrepps- stjóri. Þau hjón höföu áöur eignast son, sem lést við fæöingu. Siöan fæddist þeim annar sonur, sem var Jón og þarf varla getum aö leiöa, aö honum var vel fagnaö, enda varö ástríki mikiö meö foreldrum og honum. Móöir Jóns lést er hann var rúm- lega tvltugur, en Helgi faöir hans naut siöar aldurs I góöri umhyggju á heimili sonar sins og tengdadóttur I Reykjavlk. Fósturbróður átti Jón, Þórmund Erlings- son, siðar bónda I Stórabotni, fööur Jóna- tans prófessors. Hann var aö mestu alinn upp hjá foreldrum Jóns en nokkru eldri. Jón fór i Laugaskóla rúmlega tvítugur og naut þar góös námsþroska undir hand- arjaöri Leifs Asgeirssonar frænda sins, sem þá var nýtekinn viö skólanum. Siöan settist hann i Samvinnuskólann en var þar aðeins hluta úr vetri, þvi aö hann stóöst ekki þaö boö aö gerast blaöamaöur á Nýja dagblaöinu, sem hóf göngu sina 1937. Þar meö haföi hann valið sér lifsbraut, sem ekki var auðvikið af. Þegar Nýja dagblaö- ið var sameinaö Timanum 1938 réöst Jón þangaö ásamt Þórarni Þórarinssyni, og þeir uröu buröarásar blaösins næsta ára- tuginn. Jón annaðist frá öndveröu frétta- starfiö og var skráður fréttaritstjóri 1947-53 eftir aö Timinn varö dagblað. En áriö 1953 réöst Jón ritstjóri Frjálsrar þjóðar, blaös Þjóövarnarflokksins, og var það i sjö ár, 1953-60. Árið 1961 kom hann aftur aö Timanum og varð ritstjóri hans. Þvi starfi gegndi hann til dauðadags. Jón Helgason var einnig ritstjóri timaritsins Dvöl árin 1942-43 og hann fór á blaöa- mannanámskeiö I Stokkhólmi 1938. Á fréttastjórnarárum sinum viö Tim- ann mótaöi hann innlendan fréttaflutning blaösins meö þeim hætti sem af bar og b'.aöiö bjó langi aö. Þar naut sin gagnger þekking hans á högum lands og þjóöar, næmleiki hans á þær fréttir og djúprætt tilfinning fyrir fólki, sögu og landsháttum- A þeim árum ritaöi hann einnig daglegan þátt um mál dags og vegar og vakti at- hygli fyrir málfar og ritfærni. A rit- stjórnarárum sinum viö Tlmann eftir 1961 mótaöi hann og annaöist i áratug Sunnu- dagsblaö Tlmans sem varö I höndum hans bæöi fróölegt og skemmtilegt aö efni og naut mikilla vinsælda. Þar bar hæst frá- sagnir hans af llfi og örlögum fólks frá liðnum árum og öldum, og þar komu fram þeir höfundarkostir sem mest voru metn- ir slöar I bókum hans. Siöasta áratuginn skrifaöi Jón margt af sundurleitara tagi I blað sitt og hafði ritstjórn á hendi. Jón Helgason var formaöur Blaöa- mannafélags Islands 1948 og stóö þá fyrir fyrstu kjarasamningum, sem félagiö geröi viö blööin. Hann var formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna I Reykja- vík eitt ár og I stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1938-44, átti sæti i fu11' trúaráöi framsóknarfélaganna i Reykja- vik og var varamaður i miðstjórn Fram- sóknarflokksins til 1953. Siöan var hann i framkvæmdastjórn Þjóövarnarflokksins árin 1954-60 og i stjórn Þjóövarnarfélags Reykjavikur. Áriö 1946 var hann fram- bjóöandi Framsóknarflokksins I Hafnar- firöi i tvennum kosningum og áriö 1956 frambjóöandi Þjóövarnarflokksins Borgarfirði. Jón var áhugamikill um þjóðmál og heill og ódeigur i baráttu fýrir þeim málstaö sem hann taldi vé Islensks þjóðfrelsis og menningar, en hann kunm ekki vel viö sig I pólitísku dægurþrasi og lagöi oftast orö i þann belg meö öörum hætti en þar tiökast. Jón Helgason sendi frá sér um eöa yf'r tuttugu bækur og allar vonir stóöu til Þes® aö þeim mundi enn fjölga. Fyrsta bók hans var Arbók Feröafélags tslands 1950, lýsing á ættar- og fæöingarhéraöi hans, Borgartiröi. A .uununi 1958-62 kom Js' íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.