Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 7
Þegar ég kom á heimili þeirra á seinni árum stöðvaöist athyglin öðru fremur við bókasafnið. Það er mikið og fagurt en það var einkum þáttur Margrétar sem hélt huganum föstum. Húnerágætur bókbind- ari og þar er mörg bókin i þeim glæsibún- ingi sem hún hefur búið orðsins list og andans speki. Meðan ég skrifa þessi orð verður mér tiðum litið til bókar sem er tækifærisgjöf frá þeim hjónum. Þyrnar Þorsteins Er- lingssonar i vönduðu skrautbandi eru alltaf dýrgripur en hér er þó um annað og meira að ræða. Þessi vinargjöf hefur minjagildi sem ekki verður metið til fjár. Hún er tákn þess kærleika sem leggur listræna fegurð i umbúðir andans. Þessi dýrgripur býr yfir þeim huggandi mætti að þegar ég handleik hann finnst mér að Jón Helgason sé ekki að fullu misstur þrátt fyrir sviplegt og að minu viti ótima- bært fráfall hans. Og nú verður þessi minjagripur mér varanlegt tákn um vigð- an þátt i sambúð og samstarfi þessara hjóna. Betri tækifærisgjöf sé ég ekki hvernig hefði verið hægt að velja. Halldór Kristjánsson. + Laugardaginn 4. júli var ég á ferðalagi um Borgarfjörð i góðum og skemmtileg- um félagsskap. Við sigldum á Akranes, sáum inneftir grænum og bláum Hval- firði, ókum siðan i Borgarnes, þá um Mýrarogþvinæst uppsveitir beggja meg- in Hvitár en loks um Uxahryggi á Þing- völl, og svo til Reykjavikur. Veður var blitt og indælt, Borgarfjörður hló við okkur. Engum gat dulist að hann væri eitt fegursta og búsældarlegastá hérað lands- ins. Þann sama dag varð Jón Helgason rit- stjóri bráðkvaddur norðan fjalla. Hann var sannur borgfirðingur, ágætur lslend- iugur og einn besti drengur meðal samtiðarmanna. Finnst mér einkennileg blviljun að ég skyldi staddur i átthögum hans eða aámunda við þá er hann lést. Jón Helgáson var ekki langskólageng- inn þó þvi væri likast. Að lokinni barna- fnæðslu heima i sveit sinni stundaði hann nám við alþýðuskólann á Laugum einn vetur og samvinnuskólann nokkra niánuöi. Jön þötti ágætur ndmsmaður. Þó ráðst hann ekki i lengri skolagöngu enda siúdentsmenntun sérréttindi örfárra i þá iið. Hann gerðist blaðamaður og siöar rit- stjóri allt til æviloka. En jafnframt varð hann mikilvirkur og snjall rithöfundur. Blaðamennsku og ritstjórn Jóns lýsi ég ekki enda munu aðrir kunnugri rekja þau störf hans. Samt skal þess getið að hann varð brátt einn af ritfærustu og málhög- ústu blaðamönnum okkar fyrr og siðar. fiánn liföi mestu tækniöld prentlistar á ts- 'andi en var blaðamaöur af gamla skól- ánum. Jóni lét miklu betur að skrifa greinar og afla ritsmiða en hafa i frammi ’slendingaþættir nýtiskulega fréttamennsku þar sem tillitsieysi og ósvifin samkeppni ræður meira en hófi gegnir. Hann var samvisku- samur og heiðarlegur blaöamaður. Þó er enn meiri saga af honum sem rithöfundi. Rithöfundarferill Jóns Helgasonar skiptist i þrjá megináfanga. Fyrsti var sá að hann þýddi f jölda bóka. Er túlkun hans á frægum skáldsögum eftir A.J. Cronin, Eric Kástner, Vilhelm Moberg, Alberto Moravia, David Graham Phillips, Sally Salminen og Leo Tolstoj ærið frásagnar- verð. Helst mætti finna að þýðingum Jóns á skáldskap að still hans sé of þungur i vöfum og sérstæður. Enn betur lét honum að þýða ferðabækur þær eftir Bengt Dani- elsson, Peter Freuchen, Thor Heyerdahl, Nicholas Monsarrat og Knud Rasmussen er hann sneri á islensku. Mun einkum ástæða til þess að fagna árangri hans er hann lagði af mörkum þýðingarnar á Akú- Akú eftir Heyerdahl og Sleðaförinni miklu eftir Rasmussen. Annar áfangi á rithöfundarferli Jóns byrjaði 1950 er hann sendi frá sér rit um Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar sem var árbók Ferðafélagsfislands. Lýsti hann þar skilmerkilega átthögum sinum i Borgarfirði, mannlifi þeirra, atvinnuhátt- um, sögu og menningu. Atta árum siðar hóf hann svo að gefa út ritgerðasafn sitt Islenskt mannlif sem nam alls fjórum bindum. Framhald þess, Vér islands börn, er i þremur bindum og mjög af sama tæi. Jón hafði einlægan áhuga á aldafari liðinna tima og örlögum horfinna kynslóða. Viðaði hann að sér efni i bækur þessar af natni og þekkingu fræðimanns en samdi þær af orökynngi og stilsnilli skálds. Telst varla ofmælt að bestu rit- gerðir hans séu frábærar. Þriðji áfangi á rithöfundarferli Jóns Helgasonar hófst svo 1970. Kom þá frá hendi hans smásagnasafnið Maðkar i mysunni, og brá Jón þar á nýtt ráð. Smá- sagnasöfn hans uröu fjögur á niu árum. Sanna þau ótviræöa skáldgáfu og einstaka málsnilld höfundar. Ætla ég vandfundna islenska rithöfunda er samiö hafi fleiri listrænar smásögur siðasta áratug en Jón Helgason. Rithöfundarhæfileikar hans njóta sin prýðilega i smásögunum, og þær tryggðu honum maklegan sess á islensku skáldaþingi. Orð skulu standa, heimildarsagan um Pál Jónsson vegfræðing frá Elliðakoti i Mosfellssveit, hinn vammlausa mann sem dyggilegast hélt ellefta boðorðið, er mjög af sama tæi og ritgerðir og smásög- ur Jóns. Sameinaði hann þar kosti sina sem fræðimaður og skáld á þann hátt að einsdæmi munu. — Grunar mig að sú bók verði iengi i gildi talin. Jón Helgason frumsamdi sextán bækur i stopulum tómstundum á þremur áratug- um og tók saman að auki fjögur rit um minnisverð tiðindi fyrri alda. Má af þvi ráða hver hamhleypa hann var. Þó urðu afköst hans aldrei á kostnað alúðar og vandvirkni. Málfar Jóns varð stundum nokkuð sérlegt, en bvi réð ásetningur og persónulegur smekkur. Pennaglöp hentu hann naumast. Og rit hans vitna öll um leit hins frjálslynda og heilskyggna manns er skoðar glerbrot þó hann leiti gulls. Jón Helgason orti forðum daga kvæði sem heitir Konan i garðinum og birtist i Borgfirskum ljóðum 1947 en mun kveðið nokkru fyrr. Þaö fjallar um konu er gref- ur eftir fólgnum sjóði i garði sinum og hefur ekki erindi sem erfiði. Niðurlag þess lýsir höfundi sýnu betur en mála- lengingar annarra: Og kannski við séum öll að grafa i garöinn þar sem guliið liggur og fjársjóð dylur moldin og það hve mikið við leitum sé mæli- kvarðinn sem miðað er við þegar daglaunin skulu goldin. Ég kynntist Jóni Helgasyni strax fyrsta vetur minn i Reykjavik en hafði áður heyrt hans að góðu getið. Hann var fé- lagslyndur og vænlegur til umsvifa og for- ustu en eigi að siður duiur i skapi. Mér tók hann eins og yngra bróður. Var ég vel- kominn heim til hans hvenær sem mér datt i hug að leita fundar við hann og jafnt á nóttu sem degi. Fáir menn óvanda- bundnir hafa orðið mér nákomnari. Jón hvatti mig og studdi ungan og óreyndan og varmér alla ævi vinurog hjálparhella. Gööur kunningsskapur tókst og meö fjöl- skýldum okkar er fram liðu stundir. Þakka ég hjartanlega kynni og samskipti við Jón og votta ekkju hans, Margréti Pétursdóttur, og sonum þeirra, Helga, Pétri og Sturlu innilega samúð. Laugardagurinn 4. júli var hlýr og bjartur. Jón Helgason dó þá sviplega á bakka Svartár við fjallasýn, gróðurilm og vatnanið. Það var fagur dauödagi og hon- um samboðinn þó hann sé allt of fljótt á brott úr hópi lifenda. En leitin heldur áfram á nýjum slóðum. Ég fel Jóni þeim guði er skóp ljós og lif. Helgi Sæmundsson t Stundum koma þær stundir i lifi okkar, að okkur finnst sem veröldin hafi á einu andartaki skipt um ham og sé skyndilega oröin önnur ogsvipminni en áður. Þannig fór fyrir mér, þar sem ég var að störfum austur i Rangárvallasýslu fyrir nokkrum dögum og hlustaði jafnframt á útvarpsþul lesa tilkynningar. Allt i einu heyrði ég ekki betur en aö tilkynnt væri lát Jóns Helgasonar ritstjóra. Ég hrökk við, og mér féll verk úr hendi. Gat þetta átt sér stað? Hafði ég ekki tekið skakkt eftir? Þulurinn endurtók tilkynninguna, og I kvöldfréttum litilli stundu siðar var harmafregnin staðfest: Jón Helgason rit- stjóri og rithöfundur var látinn, aðeins 67 ára aö aldri. Veröldin var orðin einum snillingi fátækari, ætt jörð vor hafði misst einn sinna bestu sona. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.