Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Side 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 9. september 1981 — 36. tbl. TÍMANS Minnst tveggja lækna: Ragnar Ásgeirsson Kjartan Ólafsson Svo hefur nú skipast að á þessu ári hafa látist tveir fyrrverandi héraðslæknar okkar önfirðinga. Þetta eru menn sem ég, eins og sveitungar minir yfirleitt, standa i þakkarskuld við. Þvi langar mig til að biðja Timann fyrir nokkur orð i minningu þeirra. Þeirra hefur beggja veriö minnst i blöö- um og hérmun saga þeirra littverða rak- in umfram það að minnst er þjónustu þeirra i önundarfirði. Ragnar Asgeirsson var fæddur á Sól- bakka i önundarfirði 14. desember 1911. Hann var af merkum og þróttmiklum ætt- um vestfirskum og virðist mér nú senni- 'legt að frændlið hans sé jafnvel óvenju- lega fjölmennt. Foreldrar hans voru hjón- in AsgeirTorfason og Ragnheiður Eiriks- dóttir. Asgeir var sonur Torfa Halldórs- sonar skipstjóra og útgerðarmanns og brautryðjanda um sjómannafræðslu og Mariu össurardóttur konu hans. Ragn- heiöur er dóttir E iriks Sigmundssonar frá Hrauni á Ingjaldssandi. Margir eru niðjar Sigmundar i' Hrauni og hafa ymsir þeirra sýnt hetjulegt æðruleysi i mannsraunum. En kona Sigmundar var Þuriður dóttir Eiriks TÓmassonar i Hrauni og er ærinn ættbálkur frá honum auk niðja Þuriðar. Móöir Ragnheiðar á Sólbakka, kona Eiriks Sigmundssonar, var Sigriöur Jóns- dóttir á Villingadal og Ragnheiöar Halldórsdóttur á Grafargili, Eirikssonar prests á Stað i Súgandafirði, en hann varö mjög kynsæll um önundarfjörð og Súg- andafjörð. Ragnar Asgeirsson var héraöslæknir okkar önfirðinga 1943-1950. Hann var samviskusamur læknir og ' árvakur i starfi. En hann kom lika við sögu félags- mála og menningar utan við embættiö. Ragnar læknir var Framsóknarmaður og þess er maklegt að minnast i þessu sambandi. Gengi flokksins á Flateyri var nokkurnveginn svo litið sem verða mátti þegar Asgeir Asgeirsson var frambjóð- andi Alþýöuflokksins 1937. Samstarf flokkanna um rikisstjórn haföi þá staöið i 10 ár með nokkurri hvild þó, og margt merkilegt verið gert. Naumast mun islenskt þjóðlif hafa breyst jafnt til bóta á nokkrum öörum 10 árum og þeim. Þessu samstarfi fylgdi það að almenningur gerði ekki greinarmun flokkanna eins og ella hefðiverið. Svo má segja að Asgeir hafi undirbúið og auðveldað gömlum Framsóknarmönnum að fylgja sér með þvi að bjóöa sig fram utan flokka 1934. Nú varð að visu nokkur breyting frá 1937 og þar til Ragnar tók við læknishér- aðinu. Segja má að þá hafi verið til dálitið öruggt flokksbrot á Flateyri. Þaö óx ört á næstu árum og Ragnar átti betri aögang að fólki en aðrir. Hygg ég aðþvihafi vald- ið ljúfmennska hans, falslaus alúð og góð- vild samfara þvi að maðurinn var ákveð- inn I skoöunum og rökfastur i málflutn- ingi. Ragnar var kosinn I hreppsnefnd 1945 og var oddviti Flateyrarhrepps 1946-50. Hér veröa ekki talin störf hans fyrir sveitarfélagið annaö en aö hann beitti sér fyrir þvi aö hús var byggt sem læknisbú- staður og sjúkraskýlifyrir héraðið. Þó að Kjartan ólafsson. margt hafi breyst siðan I heilsugæslumál- um og á annan veg en menn sáu þá fyrir munu allir sammála um að sú fram- kvæmd hafi komið að góðu gagni. Ragnar Asgeirsson varð héraöslæknir á Isafiröi þegar hann fór frá Flateyri og gegndi þvi embætti meöan heilsa leyfði. Vanheilsa striddi á hann svo aöstarfsgeta hans bilaöi fyrir timann og slðustu árin lá hann rúmfastur þrotinn að kröftum. Kjartan ólafsson læknir var fæddur á Þingeyri f Dýrafiröi 11. september 1920. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson skólastjóri og Kristin Guðmundsdóttir kona hans. Kristin var frá Efra-Seli I Hrunamannahreppi og veit ég fátt um ættir hennar en þær voru þar um sveitir. Ólafur varhins vegar fæddur iHaukadal í Dýrafirði og ættaður Ur þeim byggöum og frændmargur þar. Ólafur var forustumaöur i félagsmál- um. Kristin hafði ekki mikil umsvif Ut á viö en hún var góð kona, nærfærin hús- Ragnar Asgeirsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.