Íslendingaþættir Tímans - 09.09.1981, Síða 7
Margrét Ólöf
Guðbrandsdóttir
fyrrum húsfreyja 1 Bæ
á Selströnd, níræð
Sunnudaginn 2. ágúst s.l. átti niræðis-
afmæli frú Margrét Ólöf Guöbrandsdóttir,
fyrrum húsmóðir i Bæ d Selströnd.
Margrétfæddist þann 2. ágúst árið 1891
að bænum Byrgisvik i Arneshrepp á
Ströndum, en sá bær er nU kominn I eyði
eins og fleiri bæir á þeim slóðum, dóttir
hjónanna Guðbrandar Guðbrandssonar
hreppstjóra og Kristinar Magnúsdóttur,
enþau fluttust siðar að bænum Veiðileysu
i sömu sveit.
Margrét.sem varsjötta iröðinni af átta
systkinum, var send aðeins vikugömul til
systur Kristinar, Kristbjargar, og manns
hennar Arngrims Jónssonar, en þau
bjuggu þá aö bænum Reykjarvik i
Bjarnarfirði.
Ólst hún þar upp við öll algengustu
sveitaverk er þá tiðkuðust. 1 Reykjavik
var hún siðan allt fram til ársins 1924, en
þann 30. mai það ár giftist hún Guö-
mundi Ragnari Guðmundssyni, miklum
sóma- og heiðursmanni, frá Bæ á Sel-
strönd og fluttist hún þá þangað og hófu
þau þar búskap og tóku þar við búi föðurs
Guömundar, Guðmundar Guðmundssön-
ar, og hans konu Ragnheiðar Halldórs-
dóttur.
Margrét og Guðmundur bjuggu miklu
rausnarbúi i Bæ og var þar engum þurf-
andi frá synjað. Þau eignuðust sex börn,
en af þeim komust fimm til fullorðinsára.
Auk þess tóku þau að sér bróðurson
Margrétar á fjórða ári og ólu hann upp.
Börnin eru: Kristbjörg gift Skúla
Bjarnasyni á Drangsnesi, Ragna gift
Guðmundi Halldórssyni á Drangsnesi,
Bjarni kvæntur Lineik Sóley Loftsdóttur,
bóndi i Bæ, Branddis Ingibjörg gift
Bjarna BjarnasyniiHafnarfirði, Ingimar
kvæntur Sigriði Skagfjörð I Reykjavik,
Ingimundur dó sama ár og hann fæddist.
Fósturbarn, Lýður Sveinbjörnsson
kvæntur Rósbjörgu Þorfinnsdóttur I
Hafnarfirði.
I kringum 1950 var byggt tvibýlishús I
Bæog fluttu Bjami og hans f jölskylda þá I
aÖra ibúðina, en Guðmundur og Margrét I
bina. Er Guðmundur Ragnar dó árið 1973,
en það var Margréti mikill missir, tók
Bjarni alfarið við búskapnum, en Margrét
bjóáfram isirmi ibúðalltþartilifyrra, en
þh var byggt nýtt ibúðarhús, og býr hún
nú hjá Bjarna og hans fjölskyldu.
'slendingaþættir
Margrét hefur alltaf verið góö til heils-
unnar og er enn,nema hvað heyrnin bilaði
snemma og hefur farið árversnandi. En
góð sjón bætir þetta að nokkru upp. Sem
dæmi um góða sjón má nefna það, að hún
les blöðin eins og ekkert sé, gleraugna-
laust, enda bæði prjónar hún og saumar I
af miklu kappi. Eru ótaldir allir vettl-
ingarnir, sokkarnir, útsaumspúðarnir og
myndirnar sem hún hefur gert um æfina.
Allt frá vorinu 1974 og fram á þetta vor
hef ég verið við grásleppuveiðar i Bæ og
hef égþá alltaf veriðiheimilihjá henni og
alltaf kunnað mjög vel við mig. Er
skemmst frá þvi að segja að alltaf hafa
móttökurnarverið jafn hlýlegar og góðar,
enda hefur maður alltaf fundið að maður
var velkominn og aðbúnaðurinn alltaf
verið góður I alla staði.
Sem dæmi um hann má nefna, að ekki
kom m aður svo af sjónum að ekki væri til-
búið hlaðið matarborð með öllu tilheyr-
andi. Færi maður ekki á sjó var þar I stað-
inn veisluborð með kaffi og kökum, enda
fór maður alltaf frá Bæ nokkrum auka-
kllóunum ri'kari, enda varthjá þvi komist
sllkur var aðbúnaðurinn ætið.
Margrét er enn vel ern á niræðisafmæl-
inu slnu og fylgist vel með, og er ég ekki I
nokkrum vafa um það að hún á eftir mörg
ár enn ólifuð.
Ég vil svo I lokin þakka Margréti kær-
lega fyriralltsem hún hefurgert, ogá eft-
ir að gera, mér og mi'num og óska henni
hjartanlega til hamingju með nlutiu árin.
Sigurður Skagf jörð Ingimarsson.
Astríður Guðrún
Eggertsdóttir
Fædd 24. nóvember 1894
Dáin 29. júll 1981
Stórbrotin kona hefur kvatt þessa jörð
eftir langan og viðburðarikan lifsferil.
Margs er að minnast frá samvistunum við
hana og mikið að þakka. Okkur sem
tengdumst henni á einhvern hátt og nut-
um hennar við er hollt að ihuga hve ótal
margt hún gaf af andlegum þrótti sinum
og þroska. Hún var sannfærð um já-
kvæðan tilgang lifsins og guðspekin var
hugðarefni hennar. Svo mikil var sjálfs-
stjórn Ástriðar að aldrei sá ég hana reið-
ast. Enginn þurfti að biðjast fyrirgefning-
ar. Hún gerði kröfur til sjálfrar sin og þá
um leið til þeirra sem meira máttu sin.
Hinum sem erfiðlega gekk á lifsbrautinni
reyndi hún að leiðbeina og hjálpa. Þau
voru mörg hvatningarorðin hennar
ömmu. Svo rik af visku, samúð og skiln-
ingi. Bréf hennar til min skrifuð frá ann-
ari heimsálfu, skilja eftir óendanlega
mikinn fjársjóð fyrir unga sonardóttur
hennar i framtiðinni. Við mæðgurnar
sendum elskulegri ömmu blessunaróskir
yfir móðuna miklu og minnumst hennar
með virðingu og þökk.
Ragnheiður Pálsdóttir.