Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Side 8
Xngimar H. Jóhannesson kennari 13. nóv. 1891 2. april 1982 Meö Ingimar Jóhannessyni er genginn einstakur drengskaparmaöur, sem á langri ævi hefur skilaö þjóö sinni heilla- drjúgu starfi og notið óskoraös trausts og virðingar samferðamanna. Það er ekki ætlun min að minnast hér fjölþættra starfa hans að félags- og menningarmálum. Það munu aðrir, mér hæfari, gera. Kveðjan er þökk gamals nemanda til elskulegs vinar og velgjörðarmanns fyrir trausta einlæga vináttu og holla leiðsögn. Margs er að minnast og mikið að þakka. Það allt er geymt i' þakklátum huga. Ingimar heitinn var kennari af guðs náð og sannur ræktunarmaður i' þess orös bestu merkingu. Frá ungum aldri áttu hugsjónir gömlu ungmennafélaganna og Góðtemplara- reglunnar um bætt og fegurra mannlff sterk itök i honum og hygg ég að þessar tvær merku félagsmálahreyfingar hafi öðrum fremur mótað lifsviðhorf hans, ásamt einlægu trUartrausti og öruggri vissu um tilvist æðri forsjónar. Vinsældir hans meðal gamalla nem- anda voru slikar að fátitt mun vera og sýndu hversu margir töldu sig hafa átt honum skuld að gjalda. Kom það ekki hvað sist fram á niræðis afmæli hans, þegar gamlir nemendur fjölmenntu til þess að hylla hann og votta honum virðingu. Fáir vandalausir menn hafa haft meiri né betri áhrif á lifshlaup undirritaðs en Ingimar heitinn og fyrir það verð ég hon- um ævinlega þakklátur. t minum huga er hann og verður imynd sannrar mann- gæsku maðursem hvarvetnakom fram til góðs og varpaði birtu og yl á lifsleiö sina og þeirra sem samfylgdar hans nutu. Slikra manna er gott að minnast. Sá Drottinn sem hann svo fagurlega tignaði veiti honum nU hlutdeild i dýrð rikis sins. Astvinum hans öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og þakka fyrir að hafa átt hann að vini meö þeim. Blessuð sé minning drengskaparmannsins Ingimars Jóhannessonar. Tómas Sturlaugsson t Þegar Ingimar Jóhannesson varð ni- ræður á siðasta hausti, urðu ýmsir til að minnast hans i blöðum. Nemendur hans Ur barnaskóla vestur i Mýrahreppi og austur á Eyrarbakka, rifjuðu upp farsæl áhrif frábærs kennara og leiðbeinanda. Sjálfur hefur Ingimar gert grein fyrir bernsku sinni og æsku i ritgerð um móður sina i ritinu Móðir min húsfreyjan, III. bindi. Hér verðurfæst af þvirifjað upp, en aöeinstil þess visað, þó að mér finnist að mér sé skylt að minnast Ingimars með nokkrum orðum, og þá einna helst vegna þess sem mér finnst að fremur hafi borið undan hjá hinum. Ingimar Hallgrimur Jóhannesson var fæddur i Meirá-Garði i Dýrafirði, 13. nóvember 1891. Foreldrar hans voru hjón i húsmennsku þar, Jóhannes Guðmunds- son og Sólveig Þórðardóttir. Ingimar var frændmargur um Vestfirði. Jóhannes, faðir hans, var Guðmundsson, Hallgrims- sonar, Guðmundssonar, Hákonarsonar. Þá er komið að Hákoni Bárðarsyni á Arnarnesi, sem varð flestum mönnum kynsælli um Dýrafjörð og önundarfjörð, end^ voru börn hans sem ættir eru frá komnar 12 að tölu. Guðmundur sonur hans á Brekku á Ingjaldssandi, langalang afi Ingimars, fórst i mannskaðanum mikla i önundarfirði vorið 1812. Móðurætt Ingimars hefur verið fjöl- menn um Vestfiröi sunnanverða og Breiðafjörð. Þvi hafa ætt menn hans verið býsna margir á Vestfjarðakjálkanum sunnan DjUpsins. Ingimar var nemandi i skóla sr. Sig- tryggs Guðlaugssonar á NUpi tvo fyrstu veturna sem hann starfaði. Seinna sótti hann nám á Hvanneyri og lauk þvi 1913. En hugur hans stóð til kennslu og eftir nokkurra vetra vinnu við kennslustörf fór hann i kennaraskólann og tók kennara- próf 1920. Hann kenndi 9 ár á Eyrarbakka. Siðan var hann skólastjóri heimavistarskólans á FlUðum i Hrunamannahreppi 8 ár. Loks kenndi hann 11 ár við Skildinganesskóla i Reykjavik og eitt ár við Melaskóla. Eftir það var hann svo íulltrúi á fræðslumálaskrifstofunni. Þetta er i fáum orðum starfsferill skólamannsins. Áður hef ég vikið að þvi, að nemendur hans bera honum hið besta orð sem kennara og leiðbeinanda. Hins er svo vert að geta, að samfara þessu, var mikið starf við félagsmál kennara og stéttarmálefni. Ingimar sinnti þeim vel og þar eins og annars staðar naut hann trausts og var valinn til ýmiss konar trúnaðarstarfa. Ingimar giftist 2. desember 1922. Kona hans var Sólveig dóttir Guðmundar ís- leifssonar á Háeyri. Börn þeirra eru fjög- ur: Sigriður húsfreyja i Reykjavik, kona Vilhjálms Árnasonar, lögfræðings, Sól- veig húsfrú i Hafnarfirði, kona Kristins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra, Guð- mundur, garðyrkjumaður i Birtingaþolti, kona hans er Ásthildur Sigurðardóttir og Ásgerður húsfrú i Reykjavik, og starfs- maður öryrkjabandalagsins, kona Vikt- ors ÁgUstssonar, simvirkja. Sólveig kona Ingimars lést 1971. Eftir það var hann lengstum á heimilj Sigriðar dóttur sinnar. Persónuleg kynni min við Ingimar urðu einkum af tveimur rótum. Annað er það, að viðhöfðum báðir verið inámi á NUpi og raunar i skóla sr. Sigtryggs. Hitt er það, að við vorum samstarfsmenn i bindindis- hreyfingunni. Þarna bar ekki mikið á milli. Mér virt- ist að sama lifsstefna og sömu hugsjónir lægju til grundvallar, hvort heldur var að halda á lofti minningu sr. Sigtryggs.vinna að uppeldismálum i anda hans, eða efla þá bindindishreyfingu sem byggist á sjálfsstjórn og virðingu fyrir heiibrigðu lifi og fegurð þess. Ingimar er þvi i min- um huga mikil fyrirmynd, alvörumaður, sem hafði óvenjulega næma sjón á fegurð lifsins i margskonar myndum, en slikt opnar mönnum góðar og hollar nautna- lindir, og veitir það löngum styrk og jafn- Framhald á bls. 7. 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.