Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Side 3
gera. Þarna fékk hann stærra jarðnæði. Hóf hann
næstu árin að byggja fjós, fjárhús og heyhlöðu úr
steinsteypu, og samhliða stækkaði hann túnið svo
það breiðir sig nú yfir móa og mýrar sem áður
voru.
Simstöð sveitarinnar var á Geirólfsstöðum.
Varð Guðmundur stöðvarstjóri. Var það bind-
andi starf, sérstaklega þegar mikið var að gera.
En fjölskyldan var samtaka og skipti með sér
verkum. Öll símaþjónusta var með ágætum og
sjálfsögð á hvaða tíma sem var. En það var fleira
en símaþjónusta innanhúss sem stöðvarstjórinn
varð að sjá um, það var viðgerð á simalínunni.
Simalinan var lögð frá Hallormsstað árið 1925 yfir
Hallormsstaðaháls í Geiróifsstaði. Á þessa línu
hlóð isingu á vetuma og sleit hana niður og braut
staura. Stöðvarstjórinn á Geirólfsstöðum átti að
sjá um viðgerð á hálsinum að hreppamörkum.
Var það erfitt verk i vondum veðrum og ófærð.
Eað kom sér vel að Guðmundur var þrekmikill
maður. Eftir að símalinan var lögð um sveitina
varð Guðmundur lengst af að sjá um viðgerð á
henni lika. Þetta var mikið álag með öðmm
bústörfum, en aldrei kvartaði Guðmundur, allt
slikt er svo fjarri honum. Á síðastliðnu hausti var
Geirólfsstaðastöðin lögð niður, og símaþjónusta
flutt i Egilsstaði. Hef ég sem þessar linur rita séð
eftir þeirri breytingu.
Við Guðmundur vorum nágrannar i röskan
úratug og á ég margar góðar minningar frá þeim
tima.
Guðmundur er hlédrægur, en glaður og
skemmtilegur i vinahóp. Hann hefur gaman af að
spila á spil og er ágætur spilamaður. Timinn var
Hjótur að liða á kvöldin i gangnakofa á
Geitdalsafrétt þegar Guðmundur var búinn að
taka upp spilin.
Þau Guðmundur og Pálina eignuðust fjögur
myndarleg og vel gefin börn, sem öll hafa stofnað
heimili. Talin í aldursröð: Jónina býr á Lynghól
sem er nýbýli frá Geiróifsstöðum. Sveinn
fafvirkjameistari býr á Egilsstöðum. Stefán
vélvirki býr i Reykjavik og Guðgeir bóndi á
Geirólfsstöðum.
Það var mikið áfall fyrir Guðmund að missa
konu sina, en hún lést árið 1970. Síðan hefur
Guðmundur búið í félagi við Guðgeir son sinn og
h°nu hans Svanborgu Kristjánsdóttur. Sem dæmi
um stórhug og dugnað þeirra feðga má geta þess
ab þeir luku við byggingu á stórum og vönduðum
Járhúsum á siðastliðnu hausti.
Eg óska Guðmundi til hamingju með sjötugsaf-
m£lið og að hann megi ganga traustum skrefum
a,tunda áratuginn.
Heill þér vinur.
Stefán Bjamason Flögu.
m
\v'
V
s|endingaþættir
Jón Björnsson
bóndi, Minni-Hattardal
Fæddur 24. ágúst 1916.
Dáinn 18. mars 1982.
Síðbúin kveðja frá fósturbróður.
„Brugðist getur lukkan frá morgni til
kvelds“.
Fimmtudaginn 18. mars s.l. kom Jón með
flugvél úr Reykjavik á ísafjarðarflugvöll,
skrapp á ísafjörð, finna börnin sín þar, átti
svo erindi á skattstofuna og fleiri staði, fékk
sér bil og vildi hraða ferð sinni heim í
Hattardal, en vegurinn inn í Álftafirði
lokaður vegna fanna, svo bílnum var snúið
til Súðavikur og farið til Björns sonar Jóns,
sem þar á heimili. Litlu eftir komu Jóns-
þangað fær hann aðsvif. Kemst með hjálp í
divan inni í stofu, og liður þar útaf
þrautalaust að virtist.
Jón varupprunninn iStrandasýslu, fæddur
að Hvitahlið við Bitrufjörð, og voru foreldrar
hans Björn Guðlaugsson og Halldóra Helga-
dóttir bændur þar. Björn var Húnvetingur að
ætt, fluttist ungur með móður sinni til Bitru.
Björn og Halldóra eignuðust sex börn, sem
eru eftir aldursröð, Guðlaug ekkja á Akra-
nesi, næst Sveinsina, sem er látin og bjó i
Reykjavík, þá Helgi i Hnífsdal, Halldór í
Reykjavik, svo Jón og yngri en hann,
Halldóra búsett í Keflavík, fór nýfædd i
fóstur að Þambárvöllum til Ástu Ólafsdóttur
og Kristjáns Helgasonar. Björn átti svo sonu
undan og eftir hjónaband, þá Kristin bif-
reiðastjóra i Hnífsda!, og Árna múrara sem
fluttist til Akraness með móður sinni Hall-
dóru Magnúsdóttur, svo til Reykjavíkur.
Ekki ólst Jón upp með systkinum sínum
nema til ársloka 1920. Þá urðu þáttaskil i lifi
þessarar fjölskyldu, Halldóra móðir Jóns
deyr 22. des. 1920. Þá neyðist Björn til að
hætta búskap um vorið, en strax eftir fráfall
Halldóru kemur Björn börnunum þremur i
fóstur.
Foreldrar minir Guðbjörg Jónsdóttir og
Sturlaugur Einarsson bóndi í Snartatugnu,
buðu þá Birni að taka Jón i fóstur
meðgjafarlaust sem hann þáði og einnig
dóttir hans Sveinsinu 11-12 ára. Jón var
einþykkur og átti bágt fyrstu dagana, en
móðir mín náði fljótlega trausti hans svo
heita mátti, fyrstu mánuðina að hann fylgdi
henni eftir milli búrs og eldhúss. Við
unglingarnir tókum honum feginshendi sem
litla bróður. Heimilið var mannmargt 10-14
manns að sumrinu. Þegar árin liðu kom fljótt
í Ijós, að Jón var handlaginn eins og móðir
hans var. Ásmundur bróðir minn var smiður
og eftirlátsamur með smiðatólin og hvergi
undi Jón eins vel og í smíðahúsinu hjá
honuni, var þá að gera hluti úr kubbum eins
og drengir gera oft, sá maður fljótlega að
hagleikur og meðfædd smiðanáttúra leyndist
með þessum dreng, enda reyndi faðir minn
mikið til þess að fá Jón til að læra smiði þegar
hann hefur aldur til að fá full réttindi, en Jón
sagðist mundi geta smiðað eins og hinir. í
Reykjaskóla fór Jón og hafði gott af þeirri
veru. Siðan fór Jón til bróðursonar Sturlaugs
að Gröf í Bitru, hét sá Guðmundur Einarsson
bóndi þar. ( Gröf er hann í vinnumennsku
nokkur ár og sjálfsmennsku, kom sér upp
fjárstofni, og Guðmundur lét hann mjög
frjálsan með alla fjármennsku og umsvif.
Hann kyntist á þeim árum konuefni sinu
Ragnhildi, dóttur Magnúsar Einarssonar og
Sigríðar Gisladóttur sem hófu búskap í
Hvituhlið 1921, 19. april 1942 gengu þau í
hjónaband Ragnhildur og Jón. Nokkru
seinna um, vorið tókst mér undirrituðum að
festa kaup á Minni-Hattardal i Álftafirði
með hjálp Hálfdáns í Búð. Að beiðni Jóns
var ég búinn að leita eftir jarðnæði í tvö ár;
Þau höfðu hvorugt litið land hér fyrir vestan.
Á þessum árum lágu bújarðir ekki á lausu.
Þau komu að kotbæ, og áttu nokkurn bústofn
sem þau seldu i Bitru, en þau áttu bæði þann
hug og dug sem til þurfti til athafna og er nú
Minni-Hattardalur ekki lengur kot, heldur
búsældarleg jörð, með góðri áhöfn og nægum
heyforða ár eftir ár. Mikið munaði um allan
þann liðstyrk, þegar börnin fóru að hjálpa
til. Börnin komust tíu á legg, eitt dó nýfætt.
Þau eru Björn sem býr i Súðavik, kona hans
Framhald á bls. 4
3