Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Side 7
varpsins og Hreinn lögfræðingur Akureyrarbæj- En af einhverjum ástæðum stóð samlíf þeirra hjóna skamman tíma og Hulda hélt á brott frá Sörlastöðum, en Páll vann sem áður við ^úskapinn heima - og jafnan síðan. Þótti mér sem J?ak við létta góðvild þessa kunningja míns'mætti finna trega þungra örlaga. Páll var félagslega þroskaður og var kvaddur til °Pinberra starfa heima i sveitinni, en um langvegu Var að sækja og því erfitt um, þótt áhuginn væri fynr hendi. Fyrir rúmlega aldarfjórðungi lést Guðrún húsfreyja á Sörlastöðum og þá yfirgaf Pólkið staðinn. Eg hef enga þekkt sem flutt hafa fiú sinum heimalöndum með meiri þunga en Ulafur Pálsson og börn hans, þau Páll og Jórunn, P“ er þau fluttu bústað sinn í þéttbýlið vestan við Pollinn. Þau systkinin áttu sér iúmgóðan og fagurlega Serðan bústað á Ytribrekkunni á Akureyri. Páll Vann lengi í iðnaði norður við Glerá. Par handlék nann dag hvern kindagærur. Þá mun hugurinn mjög hafa sótt til liðinna daga í fjárleitum suður oni Timburvalladal. Þar i fjölmenninu var Páll kvaddur til trúnaðarstarfa - enda átti hann hvers manns traust - þeirra er honum kynntust. Eitt var ^fkenni um gáfur Páls Ólafssonar, það var tölvísi nans. Allflókin reikningsdæmi voru gjarnan lögð yrir hann - hugurinn vann hratt, og hann svaraði ^sstum af bragði - ávallt réttum niðurstöðum. Páll var skáld gegnum árin. Hin siðustu misseri var Páll sjúkur maður og mnn 15. janúar s.l. gall honum lúðurhljómur allra kynslóða. Ég þekkti allvel hann Pál frá Sörlastöðum. Við v°rum nágrannar um langan tíma. Heimalönd okkar liggja mjög saman um hábungur Vallna- lalls. Páll Ólafsson vann sér í hugum kunnugra æösta aðalsmerki mannanna - hann var drengur góður. Ættingjum hans sendi ég hlýjar kveðjur. Sigurður Eiriksson. Þeir sem að skrifa minningar- eða afmælisgreinar í Islendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum ls|endingaþættir Systkinin frá Eldleysu Jónína Sigurjónsdóttir f. 25.08.1895 - d. 04.08.1979 Guðrún Sigurjónsdóttir f. 13.06.1903 - d. 29.08.1981. Þorgrimur Siguijónsson f. 02.02.1894 - d. 24.11 1958 Kristin Siguijónsdóttir f. 04.08.1886 - d. 19.07.1965 Sveinbjörn Sigurjónsson, f. 19.08.1885 - d. 31.07. 1956 Siguijón Siguijónsson f. 21.07.1890 - d. 02.06.1982 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.