Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Side 2
eru þau hjón bæði sönghneigð og áhugasamir kórfélagar. Þótt opinberu störfin hafi verið bæði mörg og mikil, þá gaf Alexander sér tíma til bústarfa. Hann hafði yndi af sauðfé og átti sér til gagns og gamans kindur, sem hann fór vel með, enda skiluðu ærnar miklum afurðum og hrútar frá honum voru eftirsóttir til kynbóta. Margt fleira mætti nefna, en hér verður látið staðar numið. Framanskráð störf gefa það til kynna, að Alexander hefur notið og nýtur mikils trausts samstarfsmanna sinna og þeirra er hann þekkja og það að verðleikum. Frá unga aldri hefur hann verið samvinnumaður og framsóknarmaður og oftast í fylkingarbrjósti þar sem hann hefur unnið að málum. Hann gjörþekkir atvinnuhætti þjóðarinnar og lífsbaráttu fólks til sjávar og sveita. Hann hefur vaxið með hverju því verkefni sem honum er falið og alltaf gert sitt besta til að kynna sér málavexti og leysa vandamálin. Hann er framfarasinnaður félagshyggjumaður, ritfær vel og ræðumaður ágætur. Ólafsvík var lengi innilokaður staður. Hafnar- skilyrði þar voru vond af náttúrunnar hendi og þverhnípt björg gengu í sjó fram á tvo vegu, Ólafsvíkurenni að sunnan og Búlandshöfði lengra frá að norðan. Fróðárheiði er skammt frá jöklinum og er yfir 360 metra há. Þar eru veður oft válynd og margur lenti þar í hrakningum að vetrarlagi. í>að þarf því engan að undra, þótt oft væri erfitt til bjargar sér og sínum í Ólafsvík á árum áður. Nú er öldin önnur. Ólafsvík er komin í þjóðbraut með myndarlega hafnaraðstöðu og nýtísku fiskiskip. Fengsælu fiskimiðin nýtast nú betur en áður og öryggi sjómanna meira. Þar býr margt fólk og duglegt. Uppbygging öll bæði hjá einstaklingum og á opinberu og félagslegu sviði er með myndarbrag og staðurinn snyrtilegur og ber hann þess vott, að þar hafi verið vel stjómað og heppilega að öllu unnið. Fólkið þar býr að heita má við öll lífsins þægindi. Þetta hefur ekki gerst þama af sjálfu sér frekar en annars staðar. Til áð ná þessum árangri þurfti vökula forystu, dugnað, fyrirhyggju og gott samstarf. Mér er það vel ljóst að þetta er engum einum manni að þakka. Þarna hefur samstaða fólksins ráðið miklu. Hitt er mér líka jafn ljóst að forystan brást ekki, þar sem Alexander var að verki, því hverju máli fylgir hann vel úr hlaði og rökstyður greinilega, jafnframt því sem engu tækifæri er sleppt, sem verða má staðnum til framdráttar. Ég hef staðnæmst nokkuð við Ólafsvík af þvf að þar hefur verið starfsvettvangur Alexanders alla ævi. Þar er af mörgu að taka, en aðeins gerð almenn úttekt á staðnum af vegfaranda, sem þó þekkir nokkuð til mála á staðnum. Alexander hefur frá því hann kom fyrst í þingsalinn verið eins og þaulvanur þingmaður. Þar veldur mestu þekking hans og æfing í meðferð sveitarstjómarmála. Forystumaðurinn frá Ólafs- vík hefur nú fleiri „jám í eldinum“ en áður, en öll eru þau hömruð og unnin af þekkingu, æfingu og því hugarfari að gera sitt besta. Það var vel ráðið af framsóknarþingmönnum og Alþingi að setja hann í fjárveitinganefnd. Störfin þar eru mikil og verkefnin krefjast þekkingar á landi og þjóð og þeim lagalegu skyldum sem fjárveitinga- valdinu ber að virða. Þetta veit ég að Alexander 2 er allt vel ljóst, enda kynnir hann sér ætíð málin, áður en afstaða er tekin. Kvæntur er Alexander Björgu Hólmfríði organista Finnbogadóttur útvegsbónda að Búðum og síðar hreppstjóra í Olafsvík. Heimili þeirra er hlýlegt, myndarlegt og gestrisnin í hávegum höfð. Börn þeirra eru öll myndarlegt fólk. Þau eru Finnbogi lögfræðingur, fulltrúi hjá bæjarfógeta í Hafnarfirði. Eiginkona: Sigríður Halldórsd. Svanhildur flugfreyja gift Marínó Sveinssyni bankam., Lára kerfisfræðingur, gift Þórði Ólafssyni lögfr., Stefán bifvélavirki, kv. Lailu Michaelsdóttur, Örn stýrimaður kv. Aðalheiði Eiríksdóttur, Atli kennari í Ólafsvík. Á þessum tímamótum flyt ég fjölskyldunni heillaóskir og þakkir fyrir góð kynni. Alexander afmælishöfðingjanum óska ég allra heilla nú og í framtíðinni, en jafnframt þakka ég samstarfið og skemmtileg kynni, einnig þakka ég margþætt og farsæl þjóðmálastörf. Það er von mín að við megum lengi njóta starfa þinna. Lifðu heill. Ásgeir Bjamason. Alexander Stefánsson alþingismaður og fyrr- verandi oddviti og sveitarstióri í Ólafsvík er 60 ára í dag. Á þessum tímamótum óska ég honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn. Daginn sem ég hóf að undirbúa þessa afmæliskveðju, var sólríkt og stillt veður hér í heimabyggð afmælisbamsins. Sólin gaf haust- litum gróðursins sérstæða litadýrð, sem er svo heillandi á þessum árstíma. Sólin speglaðist einnig í sjónum á víkinni og dreifði geislum sínum um byggðina. Mér kom í hug sú mikla breyting sem orðið hefur á Ólafsvíkurkauptúni þau 25 ár sem ég hef búið hér. Átt hefur sér stað síórkostleg uppbygging, t.d. endurbygging hafn- arinnar, gatnagerð með varanlegu slitlagi, myndarlegar húsbyggingar og stóraukin fegrun lóða og mannvirkja svo eitthvað sé nefnt. Alexander er fæddur í Ólafsvík 6. október 1922 á heimili foreldra sinna Stefáns Kristjánssonar vegaverkstjóra og konu hans Svanborgar Jóns- dóttur og ólst hann þar upp í hópi 5 systkina. Á æskuheimili hans ríkti mikið félagslyndi og sönggleði og erfði hann þessá eiginleika í ríkum mæli. Hann hefur góða söngrödd og hóf ungur að syngja í kór Ólafsvíkurkirkju og starfaði þar samfleytt þangað til fyrir tveimur árum. Hann h tlgaði Ólafsvfkurkirkju mikið af tíma sínum og Björg kona hans starfaði einnig við kirkjuna í fjölHa ára sem organisti og söngstjóri. Alexander var formaður sóknamefndar um árabil og hafði á þeim tíma m.a. mikil afskipti af byggingu nýrrar kirkju með dyggilegum stuðningi safnaðarins. Árið 1942 giftist Alexander Björgu Hólmfríði Finnbogadóttur kaupmanns frá Búðum og konu hins Laufeyjar Einarsdóttur. Þau stofnuðu heimili í Ólafsvík og eiga 6 börn, Finnboga Hólmkel, Svanhildi, Stefán, Láru Öldu, Örn og Atla. Þau hafa ávallt búið í Ólafsvík og heimilið verið rómað fyrir reglusemi og myndarskap. Á uppvaxtarárunum komst Alexander í snert- ingu við hin almennu störf sem til féllu í sjávarplássinu. Faðir hans var lengi sjómaður og formaður á áraskipum og síðar vegaverkstjóri. Einnig kynntist hann búskaparháttum frændfólks- ins sunnan Heiðar, því faðir hans var ættaður frá Hjarðarfelli og hafði ávallt samband við frændfólkið þar. Alexander hóf störf hjá föður sínum við vegabætur og' einnig vann hann við brúarsmiði hjá Sigfúsi Kristjánssyni. Þar komu fram ágætir smíðahæfileikar hans og um skeið rak hann trésmiðju í félagi við fleiri og stundaði almenn trésmiðastörf. En hugurinn stefndi til fleiri verkefna. Hann stundaði nám í héraðsskólanum á Laugarvatni og síðan í Samvinnuskólanum og útskrifaðist þaðan 1944. Eftir námið hóf hann stó’rf hjá kaupfélaginu Dagsbrún og veitti því forstöðu um árabil. Undir handleiðslu hans efldist fyrirtækið og auk verslunar í kauptúninu, voru viðskipti við nærliggjandi sveitir, m.a. keypt mjólk af bændum og flutt til Olafsvíkur, einnig var byggt og rekið sláturhús. Þá var ráðist í að byggja frystihús en við rekstur þess jókst mjög atvinna í kauptúninu. Þessi umsvif örfuðu fólkið til framkvæmda, kaupfélagið veitti fólki fyrirgreiðslu sem stóð í byggingarframkvæmdum, þá hófu menn eða juku útgerðarumsvif í samvinnu við, eða í skjóli kaupfélapsins. Samkeppni jókst milli fyrirtækja og bátaflotinn stækkaði svo ört, að höfnin rúmaði hann ekki með góðu móti. Árið 1962 urðu þáttaskil á starfsferli Alexand- ers. í sveitarstjómarkosningunum það ár hófst samstarf um hreppsmálefni Ólafsvíkur, sem leiddi til þess að sameiginlegur framboðslisti almennra borgara varð sjálfkjörinn. Alexander var einn þeirra manna sem þá tók sæti í hrepps- nefnd og var jafnframt ráðinn sveitarstjori. Hann hafði þá áður setið í hreppsnefndum sem aðal- eða varamaður. Hann var sveitarstjóri frá 1962 til 1978 og oddviti lengstan hluta þess tfmabils og þar til nú í sumar. Of langt væri að tíunda þær framfarir sem orðið hafa í Ólafsvík síðustu 20 árin, en óhætt er að óska Alexander og samstarfsfólki hans til hamingju með árangurinn. Auk forystu ummálefniÓlafsvíkurhrepps, hefur Alexander valist til fjölda trúnaðarstarfa á vettvangi sveitarstjórnarmála. Hann var fyrsti formaður Samtaka sveitarfélaga f Vesturlands- kjördæmi og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörf- um fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og síðasta kjörtímabil var hann vara|ormaður samtakanna. Alexander hefur helgað Framsóknarflokknum mikið af tíma sínum og starfskröftum. Hann hefur verið í forystuliði flokksins í kjördæminu og gegnt margvíslegum störfum innan flokksins. Hin síðari ár hefur hann setið á alþingi, fyrst sem varaþingmaður og er nú fyrsti þingmaður Vesturlandskjördæmis. Við samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum vitum að þekking hans á þjóðmálum er yfirgripsmikil. Þar kemur honum að notum reynslan af fyrri störfum, ásamt því að hafa að eigin raun kynnst lífsbaráttu fólksins, sem hann starfar fyrir. Alexander er mikill gæfumaður. Heilsa hans hefur ávallt verið góð og starfsþrekið óskert. Hann hefur notið þess að takast á við hin fjölbreyttustu verkefni. Hann og samtíðarfólk hans hefur upplifað mikið ævintýr í atvinnusögu þjóðarinnar og er byggðasaga Ólafsvíkur gott islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.