Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 7
eftir mætti og reyndist enn sem fyrr farsæll 1 starfi, trúr, glöggur og viljugur til að leiðbeina fólki og greiða úr vandamálum. Á unglingsárum hafði hann með lipurð og natni unnið við afgreiðslustörf í versluninni Málaranum a.m.k. •vö sumur. bessir eru helstu þættir í starfsævi Eiríks, þrotlaus barátta, undanhald í óvinnandi stríði, en aldrei uppgjöf. Þar kom þó fyrir réttu ári, að 'sknar hans úrskurðuðu, að nú hefði hann ekki líkamsþrek til frekari starfa. Sá dómur varð þessum unga og viljuga manni mikil og sár þrekraun. En örlögum sínum kemst enginn undan, og Eiríkur vissi fyrir löngu hvert stefndi °g ræddi það æðrulaus við vini og vandamenn. ^akti og athygli alþjóðar er hann gaf þess kost asamt sjúkrasystur sinni að ræða við fréttamann sJónvarps um viðhorf og vanda sjúklinga, sem hefðu orðið herfang illvígra meina. Æðruleysi þessara þjáningarfélaga vakti undrun og aðdáun °g reyndist gott framlag til skilningsauka og bættra viðhorfa og viðbragða almennings. Erfið lífsreynsla Eiríks bugaði hann aldrei. Hann var fróðleiksfús, fylgdist vel með mönnum °g málefnum, gerði furðu víðreist um lönd og álfur allt frá því að hann fór kornungur með frænda sínum og félaga í hjólreiðar um Danmörku, síðar til lengri eða skemmri itynnisferða og dvala allt frá norðurslóðum Skandinavíu til sólareyja nær miðbaug, austur til Rodos og aftur til Vesturálfu. Þannig leitaði hann sér lífsþreks og þekkingar og naut þess þrátt fyrir allt að vera til. Fomsögur okkar geyma margar snjallar •nannlýsingar, en engin frásögn, engin höggmynd eða málverk gefur öðrum rétta mynda af þeirri Persónu, sem við höfum kynnst, jafnvel átt ®visamleið með. Hver tilraun til mannlýsinga nær Því skammt. Ég veit þó, að allir kunnugir verða mér Sammála er ég segi, að Eiríkur Valberg hafi verið Sóður drengur. Hann var hæglátur og hæverskur, P° gamansamur og glaðlyndur svo sem spila- f^iagar hans ungir sem aldnir kynntust vel. “arngóður var hann, og eigi var hann gamall er áann gætti trúlega systkina sinna eða frændbama svo að hinir eldri ættu heimangegnt að kvöldi. ”ndi smáfólkið vel gæslu hans og unni Eiríki æ S|ðan. Honum þótti vænt um börn, þess vegna var ar|n líka góður kennari, sem hefði markað ^ðrgum farsæl ævispor, ef heilsubrestur hefði elclíi hindrað svo skjótt göngu hans á þeirri starfsbraut. En þótt dvöl hans yrði hvergi löng, Vorki í starfi né á stað, þá kynntust honum n?argir, og vináttu hlaut hann hvarvetna. Vinum S|num var hann tryggur og þakklátur sem og Verjum þeim, er veitti honum stuðning og rétti am hjálparhönd. Mestur var þar skerfur foreldra ans og systkina. Síðan ber að nefna lækna og JUkrunarfóIk Landspítalans, sem allar stundir ntu honum aðhlynningu af þeirri þekkingu og Jartahlýju, sem létta líkamsþrautir og veita aarrró. Mér er ljúft og skylt að flytja hér Pakklæti Eiríks og venslafólks hans til starfsliðs P'talans, en mörg hin síðari ár var Magnús Karl nrsson umsjónarlæknir hans þar, ljúfmenni ® ælcnir at iiti og sal. y starfslið, elskulegu foreldrar og systkin. 1 sem höfum fylgst náið með allri ykkar 'slendingaþættir Kristinn Jónsson Framhald af bls. 8 í nokkur ár við sæmilegan hag, í óvígðri sambúð. Þau eignuðust saman 8 syni og eina dóttur. Allt vel gefin börn. Mörgum árum síðar gengu þau í heilagt hjónaband, þegar Guðjón föðurbróðir hans, hreppstjóri á Eyri, var orðinn uppgefinn á að skrifa upp á skattskýrslur fyrir þá fjölskyldu- samsetningu,sem hann taldi vera hið mesta vandaverk í sínum embættisferli. - Stjúpdætrum sínum reyndist Kristinn sem besti faðir og hefur engan mun á þeim gert og sínum eigin bömum, nema þá betur. Þegar hinn kunni stórbóndi og athafnamaður, Eiríkur Guðmundsson, varð að hætta búskap á Dröngum æxlaðist það svo, að Kristinn festi kaup á því stórbýli og fluttist þangað búferlum sumarið 1953. Bjó hann á Dröngum mörg ár, stóru og góðu búi. En þegar allt var komið í eyði kringum hann, var orðið erfitt að halda uppi búi svo fjarri allri byggð við torleiði á landi og sjó. Neyddist hann þá að gefa upp búskap í Dröngum. Fluttist hann þá að Melum og bjó þar í tvö ár. Ekki festi hann yndi þar og fluttist þaðan að Seljanesi aftur. Bjó hann þá þar fá ár og nytjaði jafnframt hlunnindi Dranga eftir því sem við varð komið. Þegar öll byggð norðan Eyrarháls lagðist niður á einu bretti og hann var einn orðinn eftir á Seljanesi varð honum heldur ekki stætt við búskap þar. Fluttist hann þá með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Ekki átti það líf vel við skapgerð hans og lífsviðhorf. Heim að Seljanesi og að Dröngum hefur hann leitað á hverju ári þegar vetri tekur að halla og ekki sett það fyrir sig að vera þar einn þar til aðrir úr fjölskyldunni sáu sér fært að koma á eftir. Og ekki hefur hann farið þaðan á haustinn fyrr en honum var ekki stætt á öðru. Hefur hann í því sýnt sérstaka þrautseigju og einlyndi meira en öðrum honum vandabundn- um hefur þótt hóf að. Aðra parta vetrar hefur hann haft aðsetur í Bolungavík, nú um nokkur ár. Á sumrin nýtir hann hlunnindi jarða sinna, Seljaness og Dranga. Er þar marga efiðleika yfir viðleitni til að styrkja Eirík á löngum þjáningar- ferli hans, lofum þann mannkærleika og mildi, sem þið hafið sýnt og aldrei orðið lát á. Nú er þessu æviskeiði lokið. Ef einhverjum finnst að þar hafi lífið beðið ósigur, þá er það rangt. Minnumst þess, að „sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó.“ Eiríkur Valberg var gæfumaður, því að hann hefur auðgað allt sitt venslafólk, vini og samfylgdarmenn af ljúfum minningum, án nokkurs skugga. Hverjum hlotnast meiri hamingja? Þótt við samfögnum öll þeim friði, sem Eiríkur hefur nú hlotið, þá er söknuður okkar sár. En dýpstur er harmur ykkar, foreldra hans og systkina, Aðalbjargar Kristínar, Lárusar, Krist- mundar og Ingibjargar. Þið hafið líka átt mest, því að slíkur var Eiríkur ykkur öllum. Innilegustu samúðarkveðjur og þakkir fyrir góða dreng. Helgi Þorláksson að stíga og ekki heiglum hent. - Síðustu árin hefur hann lagt fyrir sig bátasmíði og sífellt verið að færa sig upp á skaftið í stærð þeirra. Síðast þeirra er stór trilla, sem hann hefur skírt, Örkina hans Nóa. Er það hreint undrunarefni hverjum tökum hann hefur náð í því við svo ófullkomnar aðstæður. Þar hefur sköpunargleði hans fundið sér farveg. Ég hefi nú stiklað á stóru um æviferil og umsvif Kristins þau sjötíu ár, sem hann er búinn að lifa. Vona ég að hann eigi eftir að bæta drjúgum þætti við það sem orðið er. Kristinn hefur ekki bundið bagga sína sömu hnútum og almennt gerist og farið sínar eigin leiðir á ýmsan hátt og það svo að nokkur vandkvæði hafa orðið fyrir hans nánustu að fylgja honum eftir, svo að honum hafi þótt við hæfi. Hann er drengskaparmaður og drengskapar- hugsjón íslendingdasagnanna á drjúgar rætur í vitund hans. Snemma heillaðist hann af „roðanum í austri" og taldi þar hilla undir þjóðskipulag jafnréttis, frelsis og bræðralags. Var hann lengi harður baráttumaður kommúnismans. En hann hefur orðið að þola þá raun sem margir aðrir hans skoðanabræður, að sjá foringja þeirrar hugsjónar, sem tignaðir hafa verið sem guðir, falla hvem af öðrum af stalli dýrðar sinnar, afhjúpaða sem mestu níðinga og glæpamenn samtíðar sinnar. Þetta hefur haft sín áhrif á skoðanir hans og gerir hann nú skop og góðlátlegt grín að þeim hlutum. Enda mundi enginn síður en hann hafa þolað það stjórnmálakerfi, í raun. Undir „ráðstjórn" hefði eflaust orðið að sjá honum fyrir „góðri vist“ og pillum, því réttlætiskennd hans er ósvikin og sterk, ekki síst gagnvart þeim sem minna mega sín. Eins og áður er drepið á, er það oft óblandin ánægja að ræða við Kristin um hin margvíslegu hugðarefni hans. Honum er þá tamt að bregða skemmtilegum húmor yfir viðræðuefnið, því hann kann þá list að sjá og tjá alvöruna í skoplegu Ijósi. Af því og öðru er hann eftirsóttur til viðræðu. Það leggja ótrúlega margir leið sína að Seljanesi þó um torsótta leið sé að fara, og er það marglitur hópur. - Kristinn hefur sjálfur gefið nokkra skýringu á því. Verður hún ekki hér uppi höfð. Kemur þar margt til, svo sem fræðimennska hans og sterk greind samfara einstakri gestrisni við erfiðar aðstæður. Allt á þetta sinn þátt í að laða menn að honum til samfunda, svo þeir telja ekki eftir sér, þó um torleiðir sé að fara til að njóta viðtals við hinn sérstæða „uppflosnaða" bónda, eins og hann kallar sig stundum sjálfur (með nokkrum trega). Þetta er nú orðið lengra mál en ég ætlaði. En ég ætla þó bót í máli, að ég lifi það ekki að þurfa að minast hans látins, því sá er aldursmunur okkar. Vini mínum, Kristni, óska ég svo allrar blessunar á þessum tímamótum ævi hans, um leið og ég þakka honum og konu hans góð kynni og vináttu á liðnum árum. Veit ég að þar get ég mælt að sama fyrir hönd sveit'mga minna og annarra sem hafa haft af honum nokkur kynni. - Megi honum endast heilsa og fjör um ókomin æviár. Guðmundur P. Valgeirsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.