Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 6. október 1982 — 39. tbl. TÍMANS Alexander Stefánsson alþingismaður Árið 1959 lögfesti Alþingi núverandi kjör- dæmaskipan. Pað ár kynntist ég mörgu fólki, er ég áður þekkti lítið eða ekki neitt. Meðal þeirra er ég kynntist var Alexander Stefánsson þáverandi kaupfélagsstjóri, sem í dag 6. október er sextugur. Það er ekki þörf á því að kynna hann eða störf hans, því svo þekktur er hann á meðal þjóðarinnar, enda verður hér stiklað á stóru. Alexander er fæddur í Ólafsvík, sonur sæmdarhjónanna Svanborgar Jónsdóttur frá Ólafsvík, ættaðri úr Staðarsveit, og Stefáns S. Kristjánssonar vegaverkstjóra, en hann var af Hjarðarfellsætt, sem er fjölmenn og rakin frá Þórði Jónssyni og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þau voru bræðraböm. í Dalamönnum er eftirfarandi sagt frá Jóni afa þeirra: „Talinn ættaður úr Skagafirði og foreldrar han&nefndir Jón og Björg. Bóndi að Giljalandi í Haukadal fyrir 1732 og síðan til 1738 eða lengur. Kona Jóns var Ragnheiður Sigurðardóttir frá Dunk í Hörðudal. Þau fluttu út í Eyrarsveit á Snæfellsnesi." Ekki skal ég fara lengra út í ættfræðina, en ég get þessa hér, því í Hjarðarfellsætt hafa verið og eru margir félagshyggjumenn, búhöldar ágætir og dugmiklir sjómenn, eins og fram kemur hjá Þórði Kárasyni í bókinni Hjarðarfellsætt. Alexander ólst upp í Ólafsvík og vandist þar öllum þeim störfum sem til féllu bæði til lands og’ sjávar. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni og síðar við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan 1943. Það sama ár gerðist hann starfsmaður hjá kaupfélaginu Dagsbrún í Ólafs- vík og kaupfélagsstjóri var hann þar frá 1947-1961 að hann gerðist skrifstofustjóri hjá Ólafsvíkur- hreppi og síðar sveitarstjóri. Oddviti hrepps- nefndar var hann frá 1964-1979, en sæti átti hann í hreppsnefnd frá 1954-1982. í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 1969 og í stjórn innheimtu- stofnunar sveitarfélaga. í bankaráði Útvegsbanka íslands frá 1976. Hann beitti sér fyrir stofnun samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og formaður þeirra 1969-1976. í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins frá 1979. Varaþingmaður Framsóknar- flokksins frá 1959-1978 að hann var kjörinn alþingismaður og er hann nú 1. þingmaður Vesturlands. Hann var lengi formaður sóknar- nefndar Ólafsvíkursóknar og á þeim árum var byggð myndarleg kirkja, ásamt safnaðarheimili. í kirkjukórnum hefur hann lengi verið, enda söngmaður ágætur og einsöngvari góður. Kona hans hefur verið organisti í Ólafsvíkurkirkju og

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.