Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 6
Eiríkur Þ. Valberg fæddur 20. júlí 1950 dáinn 26. sept 1982 Mlnir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Þessi orð Bólu-Hjálmars koma mér oft í huga, þegar hver váfregnin af annarri hefur borist að eyrum. En þær minna á þá staðreynd, að „Allar veraldar vegur víkur að sama punkti." Þetta er sú eina örugga vissa, sem bíður okkar allra. Þess vegna ættum við líklega ætíð að vera viðbúin, en svo reynist þó sjaldnast, jafnvel þegar dauðinn kemur sem þráður lausnari. Svo var þegar andláf Eiríks Valberg bar að sunnudaginn 26. fyrra mánaðar. Linnulaus barátta í meira en þrettán ár við illvígan sjúkdóm er öllum erfið lífsraun, en eigi síst er það biturt hlutskipti þeim, sem mætir slíkum dómi þegar á æskuárum. Við sem höfum átt þess kost um langa starfsævi að virða fyrir okkur hvern barna - og unglingahópinn af öðrum í skólasal við starf og leik, spyrjum.okkur oft sjálf hver framtíð bíði þeirra. Þar blasir við blómi þjóðarinnar, sem vekur fögnuð og fyrirheit eins og fyrstu vorblómin. í draumsýn eygjum við þar á meðal komandi forystumenn og leiðtoga þjóðarinnar, jafnvel einhvem þann sem auðnist að vísa þjóðum Framhald af bls. 4 þar víðsýni mikið og fagurt um að litast á kyrrum og björtum sumardegi. Þaðan blasa við auk innsýnis til Borgarfjarðar, Akrafjall og Reykja- nesfjallgarðurinn og óvíða frá er Snæfellsjökull fegurri tilsýndar. Jón undi vel á Urriðaá hjá þeim hjónum Sigurði Guðjónssyni og Hólmfríði Þórdísi Guðmunds- dóttur, enda reyndust þau og böm þeirra honum einstaklega vel. Eiga aðstand- endur Jóns þeim mikið að þakka. Vinnu sína á Urriðaá stundaði hann af mikilli natni og samviskusemi enda var hann nærgætinn við skepnur. Hafði hann til dæmis mikið yndi af að koma á hestbak og mun hafa brugðið sér á hestbak fram á seinustu ár. Kindumar skipuðu ekki síður veglegan sess í huga hans. Hafði hann á orði síðastliðið vor, er hann lá helsjúkur, að líklega yrði ekki mikið lið í sér við sauðburðinn þetta árið. Jón var einstaklega heiðarlegur og grandvar maður, vildi öllum vel og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var barngóður, en það kom meðal annars fram í samskiptum við börnin á Urriðaá og böm systkina hans. Er Sveinn 6 heims fram á friðarveg. Sjaldnast þekkjum við kennarar þó nema lítið eitt til heimilshaga bamanna, og því verður spáin enn óvissari. Ingvar hálfbróðir Jóns reisti nýbýlið Sveinsstaði naut hann ómetanlegrar hjálpar Jóns og var mikil vinátta með þeim bræðram. Jón tjáði sig lítið við annað fólk og fór dult með hugsanir sínar og tilfinningar. En innanþröngs hóps gat hann verið glaður og notið sín vel, hafði mikla ánægju af að rabba við menn um hluti sem hann hafði áhuga á. Jón fór sjaldan út fyrir sína heimabyggð nema þá helst einu sinni á ári þegar minnst var að gera í sveitinni eða þegar hann þurfti að leita læknis í Reykjavík. Fór hann þá til Reykjavíkur og nágrennis til þess að heimsækja systkini sín, ættingja og vini, og var hann ætíð auðfúsu gestur. Hafði hann sjálfur mikla ánægju af þessum ferðum. Við sem þetta skrifum viljum þakka Jóni þær góðu stundir sem við áttum með honum, því hann dvaldi meðal annars hjá foreldrum okkar í Reykjavík. Tókst með okkur góður kunnings- skapur allt frá því við vorum litlir drengir. Jón andaðist úr krabbameini og var sjúkrahúsvist hann orðin nokkuð löng. Hinsta hvíldin reyndist því úr því sem komið var líknsamur gestur. Sigurgeir Þorgrímsson Óskar Þorsteinsson Öðru máli gegndi þegar Eiríkur Valberg var einn þeirra efnisungmenna, sem átti leið um skóla minn. Allt frá fæðingu hafði ég þekkt hann og vissi því hverjum mannkostum hann var gæddur og hvert uppeldi hann hafði hlotið. Spáin utn farsæla framtíð hans var því eigi aðeins óskadraumur. Og þótt æviárin yrðu aðeins rösk 32 og almenn afrekaskrá hans marki ekki tímamót í þjóðsögu, þá reyndist hann venslafólki, vinum og samferðamönnum sú Guðsgjöf, sem þeir allir þakka og sakna. Eiríkur Þórarinn Valberg var fæddur hér í Reykjavík 20. júlí 1950. Foreldrar hans eru hjónin Samúel Valberg húsgagnabólstrari nú skrifstofumaður hjá Gjaldheimtunni, og Guðný Kristmundsdóttir húsfreyja og starfsmaður á Hrafnistu. Eiríkur var næstelstur af fimm bömum þeirra hjóna, og átti sín bernsku- og unglingsár með þeim í foreldragarði. Að loknu landsprófi miðskóla vorið 1966 og gagnfræðaprófi 1967 hóf hann nám í Kennaraskóla íslands. Eftir eins vetrar nám þar bauðst honum ársdvöl sem skiptinemi í Bandaríkjunum og dvaldi þar í Ohio. í Cleveland til vorsins 1969, en varð þá að hverfa skyndilega heim sakir alvarlegs sjúkdóms. Hófst þar óslitin og erfið barátta. Að loknum rannsókum hér og sakir tækjaskorts lá leiðin þegar til læknisaðgerðar og meðferðar í Noregi- Síðan hefur linnulaus barátta staðið, dvalið hér og erlendis á sjúkrahúsum, stöðug meðferð færustu og bestu sérfræðinga og einstök að- hlynning foreldra og systkina. Horfur vora þegar mjög alvarlegar og raunar tæpast von nema örfárra lífára, en aukin þekking, ný meðöl og tæki og einstakt lífsþrek og lífstrú hins unga manns hafa gefið honum rösk 13 ár frá því að hann kenndi sjúkdómsins. Þrátt fyrir þrotlausa erfiðleika hélt Eiríkur áfram námi sínu í Kennarskólanum og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1972. Næstu tvo vetur starfaði hann sem fastur kennari við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki, en varð að hverfa frá starfi síðara vorið og ganga undir alvarlega læknisaðgerð. Þar á eftir var sýnt, að hann yrði að dvelja hér i Reykjavík, þar sem sérfræðikunnátta og búnaður sjúkrahúsa væri best til staðar hvenær sem þyrfti- Þar eð kennsla hafði látið Eiríki vel, svo sem vænta mátti, þá vildi hann ótrauður sinna þeim störfum áfram, og hóf því kennslu svo fljótt sem hann gat hér við Fellaskóla í Reykjavík. En veikindin ágerðust sífellt, og svo fór að hann varð að hætta þeim störfum, enda sjúkrahúsdvalir tíðar og stundum langar. En lífsviljinn og starfslöngunin brást ekki. Fyrir aðstoð góðra manna og eigi síst Guðrúnar Helgadóttur, þá deildarstjóra við Tryggingar- stofnunina, bauðst honum starf þar eftir því sem kraftar hans leyfðu. Gegndi hann því um árabil íslendingaþættir Jón Guðmundur Sveinsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.