Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 4
Sigríður Jónsdóttir Fædd 8. ágúst 1891 Dáin 14. mars 1982 Rís þú, íslands stóri sterki stofn með nýjan frœgðardag. Einar Benediktsson Oft komu mér í hug þessi orð skáldsins þegar ég hugsaði til Sigríðar Jónsdóttur. Hún fæddist á Ásmundarstöðum í Norður Pingeyjarsýslu 8. ágúst árið 1891. Hún var ein af stórum hópi mannvænlegra barna sem þau eignuðust þar hjónin Jón Árnason og Hildur Jónsdóttir. Þegar þessi litla stúlka leit dagsins ljós var íslenska þjóðin að rétta úr bognu baki vegna margra alda kúgunar erlends valds og eins mesta harðindaskeiðs sem um getur í sögunni hvað veðurfar og náttúruhamfarir snertir. Ung að árum giftist hún Sigurði Guðmundssyni frá Grjótnesi smið og miklum afkastamanni til allra verka. Þau hófu búskap á Ásmundarstöðum og reistu sér vandað íbúðarhús á þeirra tíma mælikvarða. Mátti ætla að þessara ungu hjóna, sem bæði voru svo vel gerð, biði glæsileg framtíð, og aldamótamennirnir litu vonglaðir fram á veginn. En þá sækja erfiðleikar þau heim. Sigurður missir heilsuna og er meira og minna sjúkur maður allt sitt líf. Er ljóst að við slíkar aðstæður reyndi ekki lítið á húsmóðurina. Hér þurfti mikla hagsýni og reglusemi ef takast átti að sjá mannmörgu heimili farborða. Auk þess sem nú fóru í hönd kreppuárin margumtöluðu, þegar dilkurinn gerði ekki nema 10 krónur til innleggs. Sigríður reyndist vandanum vaxin. Á þessu heimili virtust allir hlutir vera í lagi, nógur matur og fólkið vel klætt, þrifnaður og reglusemi á öllum hlutum, innanhúss sem utan, svo af bar. Þannig liðu árin og börnin uxu úr grasi, elstu synirnir, Jón og Guðmundur komnir til manns, báðir efnilegir og duglegir. Leit svo út sem hér væru til komnar styrkar stoðir svo ekki þyrfti að kvíða framtíðinni. En þá sækir Hvítidauðinn þetta heimili heim, þeir deyja báðir úr berklum með fárra ára millibili. Nú skullu á þessari konu hafsjóar sorgar og trega. Enginn sá henni bregða, hún var enn hin sama Sigríður með sitt höfðinglega fas og elskuleg heim að sækja. Hún var þeirrar gerðar að hún bar ekki sorg sína á torg. Böm þeirra hjóna á líft eru Jóhanna og Sverrir bændur á Ásmundarstöðum, Gunnhildur hús- freyja á ísafirði, Jakobína og Vilborg húsfreyjur í Reykjavík og Björn smiður í Reykjavík. Sigríður var stórvitur kona, fróð og minnug svo af bar. Vom miklar unaðsstundir að sitja á tali við hana og hlusta á hana segja sögu liðinnar tíðar, og ræða jafnframt þau vandamál sem uppi vom á líðandi stund. Og nú er hún komin til landsins handan við móðuna miklu. Þar segja menn að engir beri sár. En þá vil ég einnig trúa því að þar séu á ferð ungir sveimhugar sem hinn hlýi barmur dregúr að sér og þeir njóti þess að hlusta á söguna. Það var fallegt á Ásmundarstöðum er mig bar þar að garði síðastliðið sumar. Sól skein í heiði, víkin slétt sem heiðartjöm, lognbáran gjálfraði við sandinn, selur svaf á steini. Skammt undan landi var æðarkollan með ungahópinn sinn. Róleg, sterk, umhyggjusöm. En fegurst var þó minningin um þessa miklu konu sem þama réði húsum í meira en hálfa öld og hélt fullri reisn til hinstu stundar. Oddgeir Pétursson. Jón Guðmundur Sveinsson Urriðaá (5.júlí 1904 - 23.september 1982) Jón Guðmundur Sveinsson var fæddur 5. júlí 1904 á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi. For- eldrar hans voru Sveinn Helgason bóndi á Hvítsstöðum og seinni kona hans Elísabet Guðrún Jónsdóttir. Sveinn og Elísabet eignuðust alls átta börn og var Jón næst elstur, en systkini hans eru Helgi er dó á fyrsta ári, Jakob yfirkennari í Reykjavík, Magnús fyrrverandi gagnfræðaskóla- kennari í Reykjavík, Helgi prestur í Hveragerði látinn, Sigurður fyrrverandi kennari og garðyrkju- ráðunautur látinn, Ingibjörg húsmóðir í Reykja- vík, Þorsteinn héraðsdómslögmaður í Reykjavík látinn. Auk þess átti Jón hálfbróður Svein Ingvar Sveinsson bónda á Sveinsstöðum í Álftanes- hreppi látinn. Jón Guðmundur var talinn sérstaklega efnilegt barn, en veiktist á þriðja ári af heilahimnubólgu og náði sér aldrei eftir það. Þetta háði honum alla 4 ævi, því hann lokaðist í sínum eigin heimi og veröldin fyrir utan var honum að nokkru leyti framandi. Jón var því heiisuveill alla sína ævi, til dæmis fékk hann oft mjög slæm höfuðvcrkjaköst auk annars krankleika sem háði honum, og var því öðm hvoru til lækninga í Reykjavík hin síðari ár. Jón missti föður sinn 1914 og stóð þá móðir hans uppi með stóran bamahóp í ómegð, sem flest fóru til vandalausra á hinum ýmsu bæjum í sveitinni. Jón fór þá að Lambastöðum í Álftaneshreppi 1915, fyrst sem snúningadrengur, en eftir fermingu sem vinnumaður til 1938. Var honum æ síðan hlýtt til fólksins á Lambastöðum. Að Urriðaá í sömu sveit fór Jón 1938 fyrst sem vinnumaður og síðan sem lausamaður. Þar hafði hann jafnan skepnur, sem hann átti sjálfur bæði hross og sauðfé. Samhliða þessu vann Jón við vegavinnu við Vegagerð ríkisins. Við Alftaneshreppinn festi Jón tryggð enda er Framhald á bls. 6 tslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.