Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 3
Eiður Ottó Bjarnason verkstjóri Fæddur 24. mars 1923 Dáinn 25. júní 1982 „Skjótt hefur sól brugðið sumri.“ Pessi upphafsorð á eftirmælum Jónasar Hallgrímssonar eftir Bjarna Thorarensen komu mér í hug er ég frétti að Ottó Bjarnason lægi hættulega sjúkur. Fundum okkar hafði síðast borið saman rúmum hálfum mánuði áður, var hann þá að jafna sig eftir hjartaáfall. Fæddur var Ottó að Sigmundarhúsum í Helgustaðahreppi í Suður Múlasýslu 24. mars 1923. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Bjarnason og Sigríður Ottósdóttir bónda að Sigmundarhúsum Magnússonar, Ólafssonar. Móðir Ottós Magnússonar var Kristín Sveinsdóttir bónda í Miðfirði Bjarnasonar. Móðir Kristínar var Sigríður Davíðsdóttir bónda í Hellisfirði Jónssonar og konu hans Sesselju Þorsteinsdóttur prests á Skorrastað Benedikts- sonar í Skógum undir Eyjafjöllum Högnasonar. Móðir Sigríðar Ottósdóttur var Björg Pétursdóttir bónda að Sigmundarhúsum Porsteinssonar bónda sama stað Péturssonar bónda á Reykjum í Mjóafirði. Móðir Bjargar Pétursdóttur var Sigurlaug Eyjólfsdóttir bónda að Helgustöðum dæmi um það. Um það leyti er hann fæddist, voru tnenn að hefjast handa u" lendingarbætur í Ólafsvik, en um aldir höfðu vöruflutningar á sjó farið þannig fram, að vörur voru fluttar frá flutningaskipum að landi með uppskipunarbátum og síðan urðu menn að taka vörumar á bakið og vaða með þær upp í fjöruna. Árið 1937 var svo fyrsta hafnarkvíin tilbúin og 1963 var hafin bygging núverandi hafnar. Það má ímynda sér hvernig unga fólkinu hér í Ólafsvík, sem var að alast upp á fyrri hluta aldarinnar hefur liðið, vegna hinnar hægfara þróunar í atvinnumálum, ekki síst þeim sem báru > huga stóra drauma fyrir byggðina sína, drauma sem þrátt fyrir allt hafa e.t.v. ræst betur en búist var við. Ég leyfi mér að lokum að birta niðurlagserindi úr Ijóði Ottós Árnasonar, sem var lengi samstarfs-og samtíðarmaður Alexanders, en þar yrkir æsku- og hugsjónamaðurinn um byggðina sína og nefnir Ijóðið Ólafsvík: Framtíðin þér gjafir gefi, giftu þína auki við, þínar beisku sorgir sefi, sendi hverjum þinna lið. Byggist þessi byggð að nýju, borgin verði glæst og rík. Sólin skíni hjúpi hlýju hina nýju Ólafsvík. Ég veit að ég mæli f byggja „hina nýju Álexander fyrir störf hans í þágu Ólafsvíkur og v°na að við fáum að njóta starfskrafta hans sem 'engst. Stefán Jóhann Sigurðsson Ólafsvík islendingaþættir i fyrir munn flestra þeirra sem Ólafsvík", þegar ég þakka Guðmundssonar systir Níelsar bónda á Gríms- stöðum á Mýrum vestra. Sigríður lifir son sinn. Faðir Ottós var Bjami Bjarnason d. 1980 var frá Efri Langey í Dalasýslu Jónssonar lóðs í Bíldsey Bjarnasonar lóðs í Höskuldsey Péturs- sonar. Kona Jóns Bjarnasonar í Bíldsey var Þorgerður Björnsdóttir frá Svelgsá í Helgafells- sveit. Móðir Bjama föður Ottós var Herdís Dagsdóttir frá Litla-Galtardal á Fellsströnd, en móðir Herdísar var Þrúður Sigurðardóttir bónda á Krossi Ormarssonar bónda á Langey Sigurðssonar. Ottó fluttist ungur með foreldrum sínum frá Sigmundarhúsum inn á Eskifjörð, en þar bjuggu þau um einn áratug, fluttu síðan til Reykjavíkur og áttu þar heimili síðan, þar til þau slitu samvistir. Yngri sonur þeirra er Garðar búsettur í Reykjavík, giftur Jóhönnu Júlíusdóttur frá Höfn í Hornafirði. Hálfbróðir Ottós er Bjarni Skarphéðinn búsettur á Höfn giftur Jónu Ingóífsdóttur. Heimilið hefur verið með réttu talið homsteinn þjóðfélagsins og svo mun verða um langa framtíð. Það var mikið lán fyrir Ottó að forsjónin skyldi beina inn á hans lífsbraut yndislegri konu Soffíu Sigurjónsdóttur/ foreldrar hennar: Sigurjón Jónsson látinn fyrir mörgum ámm, ættaður úr Borgarfirði og Sólveig Róshildur Ólafsdóttir sem enn er á lífi, ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Samfylgd þeirra Soffíu og Ottós var orðin löng. Ýmsir örðugleikar vom á veginum, ber þar hæst að heilsa Ottós brast að mun um 1954 og varð hann aldrei hraustur síðan. Efnin vom lítil framan af til að framfleyta stórri fjölskyldu. Soffía er gæðakona og mikil húsmóðir svo sem heimili þeirra gleggst vitnar, sá hún að Ottó nyti næðis er hann kom heim að loknu dagsverki. Þau bjuggu fyrstu árin í Laugamesinu, síðan lengi í Ásgarði 15 og nú síðustu árin í Eskihlíð 8a. Börn þeirra hjóna em níu talin í aldursröð, Hafdís Bára gift Jakobi Friðþórssyni, Hörður kvæntur Kolbrúnu Ólafsdóttur, Ottó Eiður kvæntur Bimu Theódórsdóttur, Sigríður Björg gift Sturlu Birgissyni, Sigurjón kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur, Bjami,sambýliskona Ragnhildur Ámadóttir, Auður gift Herði Níelssyni, Jón Helgi kvæntur Sigurást Baldursdóttur og Kristinn unnusta hans er Þómnn Haraldsdóttir. Eiga þau systkin flest heimili í Reykjavík. Einn son hafði Ottó eignast fyrir hjónaband Karl kvæntan Guðlaugu Sverrisdóttur. Afkomendur em yfir þrjátíu. Starfsvettvangur Ottós var í Ofnasmiðjunni við Háteigsveg í Reykjavík í fjölda mörg ár. Hafði hann þar verkstjórn með höndum. Bar hann hag þess fyrirtækis.fyrir brjósti, jafnframt var honum umhugað að starfsfólkinu þar vegnaði sem best. Það var vorið 1959 að ég sá Ottó fyrst,kom ég þá í fyrsta skipti á heimili hans og hans góðu konu í fylgd föður hans, sem ég hafði gifst fáum árum áður. Þama dvöldum við svo á annan mánuð við hið besta atlæti. Bömin níu vom öll heima. Mun ég ætíð minnast hvað þessi systkin vom prúð og háttvís í allri framkomu. Húsrými var ekki mikið fyrir svona stóra fjölskyldu og tvo að auki. En aldrei þá, né okkm sinni síðan, er við dvöldum hjá þeim hjónum, sem var nærri því á hverju ári, fundum við ekki annað en nóg pláss væri fyrir okkur og allt gert til þess að okkur liði sem best. Árið 1962 hafði aðstaða þeirra hjóna batnað þannig að nú gátu þau látið eftir sér lengi fyrirhugað ferðalag hér austur í Suðursveit og nærri því á hverju sumri síðan gerðu þau okkur þá miklu ánægju að koma í heimsókn að Kálfafelli og dvelja í nokkra daga upp í hálfan mánuð í sumarléyfi sínu.lengi vel var eitthvað af bömum þeirra með þeim. Það mátti segja að um leið og þau héldu heim sumar hvert þá fóram við að hlakka til næsta sumars, svo mikils virði voru okkur þessar heimsóknir. Nú síðastliðið sumar voru þau hjón tvívegis á Kálfafelli, án þess að ég dveldi þar lengur. Tryggðin var mikil sem Ottó batt við Kálfafell og þessa sveit. Á unglingsárum var Ottó oft á Sigmundar- húsum í umsjá kærleiksríkrar ömmu Bjargar og afa Ottós, undi hann þar vel og þaðan vom oft raktar minningar sem yljuðu honum alla ævi. Mikila ánægju hafði hann á seinni ámm að koma í gamlar slóðir á Eskifirði, að Sigmundar- húsum og nágrenni þeirra. Bar hann mikla tryggð til átthaganna fyrir austan og gömlu félaganna þar. En nú er skyndilega öllu lokið. Góðir samvistardagar koma aldrei aftur, en minningin er tær sem Ottó skilur eftir. Hann sýndi mér ætíð mikinn kærleik og traust, sem ég þakka af alhug við leiðarlok. Bjama hálfbróður sínum var hann hlýr og umhyggjusamur. Þeir sem mikið hafa átt, hjóta einnig mikið að missa við brottför kærs velgjörðarmanns. Við hér fyrir austan kveðjum hann með þungum trega og þökkum hugljúf kynni, sem aldrei bar skugga á. Farðu í friði, kæri vinur. Halldóra Gunnarsdóttir.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.