Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Side 4
Helga Sigurðardóttir, Hraunsási í Hálsasveit Fsedd 9. apríl 1908. Dáin 26. október 1982. ■ Helga Sigurðardóttir í Hraunsási í Hálsasveit í Borgarfirði lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 26. okt, s.l. eftir skamma legu og var jarðsungin að viðstöddu fjölmenni frá Stóra-Ás-kirkju laug- ardaginn 6. nóv. s.l. Helga var dóttir Sigurðar Bjarnasonar bónda í Hraunsási og fyrri konu hans Helgu Jónsdóttur frá Stóra-Ási, en móðir hennar lést af barnsburð- inum er Helga fæddist. En Helga eignaðist góða stjúpu, því að móðursystir hennar, Magnes Signý Jónsdóttir, fór þá í Hraunsás og tók hana að sér ásamt tveimur eldri bræðrum hennar. Magnes giftist síðan Sigurði í Hraunsási 1912. t*au eignuðust þrjú börn. En nú eru öll Hraunsás systkinin látin nema hið yngsta, Gísli flugvéla- smiður í Reykjavík. Magnes í Hraunsási lést eftir tíu ára sambúð þeirra hjóna, og þá var Helga um fermingu. Heimilisstörfin lögðust því mjög á Helgu, og hún varð í raun að taka að sér heimilið innan dyra þótt ung væri. Hún var bráðdugleg og skyldurækin og brást í engu í þessu erfiða hlutverki. Hún fór Einar Framhald af bls. 3 inni á afrétti, en á fjall fór hann og var fjallkóngur Skeiðamanna í tugi ára., Einar hafði einnig mikið yndi af að hirða um sauðfé, átti sjálfur kindur og hirti að miklu leyti um sauðféð á bænum. Frá því að við höfðum aldur til var m.a. okkar starf að hugsa um fé föður okkar um sauðburðinn og var Einar þar okkar um sauðburðinn og var Einar þar okkar fræðari. Hann hafði glöggt fjárauga, þekkti hverja á á bænum með nafni og vissi nákvæmlega um ætt hverrar einnar. Tryggð og trúmennska voru hans aðalsmerki. Pað er sjónarsviptir að slíkum mönnum, sem nú eru sem óðast að hverfa. Einar, vin okkar kveðjum við að síðustu með erindi úr kvæðinu „Fákar“ eftir Einar Benedikts- son: Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn sem dansar á fáksspori yfir grund. í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er han meir en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Systkinin Vorsabæ II. 4 aldrei til langdvalar að heiman frá Hraunsási eftir það, nema til eins vetrar dvalar í húsmæðraskól- anum á Staðarfelli, og að því loknu hélt hún heim aftur og tók til starfa að nýju hjá föður sínum og bræðrum, enda þurfti heimilið á henni að halda. Síðar þegar Jón bróðir Helgu tók við búi af föður sínum og kvæntist Aðalheiði Jóhannesdótt- ur frá Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, sem tók við búsforráðum með honum í Hraunsási, dvaldist Helga áfram heima og vann að búin með bróður sínum og mágkonu. Jón og Aðalheiður eignuðust einn son, Sigurð, sem nú býr í Hraunsási með móður sinni. Jón varð skammlífur og lést 1957. Helga hélt þá áfram að vera stoð og stytta mágkonu sinnar og ungs bróðursonar. Þannig bjuggu þær í Hraunsási uns Sigurður óx á legg. Samheldni fjölskyldunnar í Hraunsási var mikil og góð, og búskapurinn þar gekk vel þótt hann væri ekki stór í sniðum, og heimilið komst vel af, jafnvel betur en margir aðrir sem meira höfðu milli handa. Svo voru hagsýni, dugnaður og sparsemi vel í heiðri höfð.Mágkonurnar tóku oft að sér sumarbörn sem undu þar svo vel að þau festu mörg hver rætur, sem ekki hafa slitnað. Þarna ríkti glaðværð, mannleg hlýja og umhyggja. Það var alltaf gaman að koma í Hraunsás og njóta þar gestrisni og glaðværrar samtalsstundar. Helga í Hraunsási lagði sitt til þess heimilis- brags, og þótt lífið hefði ekki verið henni neinn dans á rósum og oft hefði hún lagst þreytt til hvíldar eftir annríkan dag, var lundin létt og láus við alla sjálfsmeðaumkun. Helga var greind vel og kunni góð skil á samtíð sinni, mönnum og málefnum. Hún var félagslynd og tillögugóð og starfaði vel að kvenfélagsmálum í sveit s>nnl'. síðari árum brá hún sér oftast til Reykjavíkur & sinni á ári til þess að hitta ættingja og vini jafnan aufúsugestur. En hún eyddi ekki mörg dögum í þessar ferðir, hvarf fljótlega heim a . og tók rösklega til starfa. Hún var >en° heilsuhraust en orðin nokkuð slitin að von Hún var að störfum í fjóshlöðunni þegar ka (j| kom. Hún fékk heilablæðingu og var flut* Reykjavíkur á næstu dögum. Þar reyndu að bjarga lífi hennar með höfuðaðgerð en >° ekki. Hún lést þar eftir nokkra daga. , . Með Helgu Sigurðardóttur í Hraunsás' hnigin ágætiskona, sem fórnaði sér fyrir fólk ^ á ungum aldri og hélt ævilanga trygg® f' jr fjölskyldu og fæðingarstað, krafðist einskis / sjálfa sig af ltfinu en undi þó glöð við ? hlutskipti, starfið var hennar líf. Hún var n>) ^ listfeng hannyrðakona þótt lítil tækifæri g®fuS ^ þeirrar iðkunar nema á vetrarkvöldum, en ý111^ listilegar hannyrðir hennar báru ljóst vitm þetta. Helga í Hraunsási gerði öllum sem á ve^ hennar urðu gott og aldrei nema gott. Hún til móts við vini.ættingja og samferðafólk gj° ^ einlæg, hjálpfús og mild í dómum. Hun glöðum og smitandi hlátri á góðri spjallstunU,. u að létt varð yfir og glaðværðin smitandi- 5 ^ fólki er gott að kynnast. Ég veit að börnin s. dvöldust á sumrum í Hraunsási minnast l>en með þakklæti og söknuði. Það á líka við ok sem áttum þess kost að njóta kynna hennaf góðvildar. Sú minning lifir og margt er að þakk Krístján, Þorgerður og An diés' Erlendur Framhald af bls. 2 f) harin kom. Því var hann alls staðar aufúsUSe ur í kotbæ eða á stórbýli, í ræðustól eða á 0 ^ mannamót. Kennsluhæfileika hafði hann ^ þótt kennsla væri ekki meginþáttur í starti ^ Samt voru ýmsir lengri eða skemmri tíma > ^ og lærðu undir skóla hjá honum að einhverj öflu leyti. ðjan Og þá er eftir að kveðja. Frá mér er *■ ^ sð bundin sérstakri þökk tii þessara hjóna, ^ þökk verður ekki tjáð í orðum. Þau ttnkUag ég endurgjaldslaust á heimili sitt veturinn e^,|f.tsjUs. fermdist og þar naut ég úrvals kennslu PrcS - Hefðu ekki komið til hans áhrif, er vafam* gj hefði lagt út í það langskólanám sem e8 ® Hann fann ráð þar sem aðrir sáu engim ‘ B þarf ekki fleira að segja. Ámi Bóðv IslendingaÞ5'

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.